Viðskipti innlent

LIVE sektað um 2,2 milljónir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Seðlabankinn greinir frá stjórnvaldssekt LIVE.
Seðlabankinn greinir frá stjórnvaldssekt LIVE. Vísir/Vilhelm

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LIVE) þarf að greiða 2,2 milljóna króna sekt vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti í mars á þessu ári. Sjóðurinn keypti hlutabréf í Högum en kaupin urðu til þess að sjóðurinn eignaðist rúmlega 10% eignarhlut í félaginu. Slíkt þarf að tilkynna sérstaklega og barst tilkynningin Fjármálaeftirlitinu þremur dögum of seint.

Í tilkynningu á vef Seðlabankans kemur fram að LIVE hafi átt að tilkynna um breytingarnar í síðasta lagi 17. mars en tilkynningin barst 20. mars. LIVE óskaði eftir því við Fjármálaeftirlitið að málinu yrði lokið með sátt.

Brot á 86. grein laga um verðbréfaviðskipti geta varðað stjórnvaldssektum. Sektir sem lagðar eru á lögaðila geta numið frá 500 til 800 þúsund krónum en geta þó verið hærri eða allt að 10% af heildarveltu samkvæmt síðasta samþykkta ársreikningi lögaðilans eða 10% af síðasta samþykkta samstæðureikningi að uppfylltum tilgreindum skilyrðum.


Tengdar fréttir

LIVE krefst gjald­þrot­a­skipt­a Jóa Fel

Lífeyrissjóður verslunarmanna krefst þess að bakarí Jóa Fel verði tekin til gjaldþrotaskipta vegna vangoldinna iðgjalda. Þau hafi verið innheimt af launum starfsfólks en ekki skilað til sjóðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×