Mourinho vildi ekki tjá sig neitt um komu Bale sem flýgur til London í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2020 10:30 Zinedine Zidane vill ekki nota Gareth Bale hjá Real Madrid. Getty/Diego Souto Gareth Bale er sagður fljúga til London í dag til að ganga frá endurkomu sinni til Tottenham Hotspur. Félögin eru þó enn að ganga frá lausum endum. Tottenham mun fá Gareth Bale á láni en félögin eru enn að ganga frá því hvað Tottenham þarf að borga mikið af stjarnfræðilegum launum hans sem eru sögð vera 600 þúsund pund á viku eða 106 milljónir í hverri viku. Það eru sjö ár síðan að Tottenham seldi Gareth Bale til Real Madrid fyrir heimsmetsupphæð. Nú sjö árum síðar gæti Bale orðið nauðsynleg vítamínssprauta fyrir lærisveina Jose Mourinho. Portúgalski stjórinn er þó ekki tilbúinn að ræða Gareth Bale fyrr en allt er klárt. Gareth Bale is set to fly to England on Friday to complete his return to Tottenham Hotspur. https://t.co/8WaaKVs8Ca pic.twitter.com/dNw3tiQnKO— BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2020 „Þangað til að einhver segir mér að Gareth Bale sé orðinn leikmaður Tottenham þá tel ég svo vera að ég þurfi að virða það að hann er leikmaður Real Madrid. Ég ætla ekki að tjá mig um leikmann hjá Real Madrid,“ sagði Jose Mourinho eftir sigurleik Tottenham á búlgarska félaginu Lokomotiv Plovdiv í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir frá væntanlegri flugferð Gareth Bale til London í dag og þeirri staðreynd að hann hafi æft einn í gær en ekki með liðsfélögum sínum í Real Madrid. Það er einnig búist við því að Tottenham gangi líka í dag frá kaupum á bakverðinum Sergio Reguilon frá Real Madrid. Þessi 23 ára gamli spænski landsliðsmaður var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð og vann þá Evrópudeildina. Gareth Bale at Real Madrid: 2 5 1 games 1 0 5 goals 1 3 trophies 4 x #UCL winnerHe's set to complete his return to Tottenham Hotspur tomorrow @sistoney67 says he will come back with a lot of question marksDoes the Welshman have to prove himself? pic.twitter.com/5nVZg9Pyz9— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 17, 2020 Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, sagði blaðamanni BBC að Bale hafi aldrei verið eins nálægt því að yfirgefa Real Madrid og nú á þessum sjö árum sínum hjá félaginu. Real Madrid keypti Bale fyrir 85 milljónir punda árið 2013 og hann hefur skorað meira en hundrað mörk fyrir félagið. Bale hefur einnig unnið Meistaradeildina fjórum sinnum. Jose Mourinho sagðist hafa reynt að fá Bale til Real Madrid á sínum tíma en hann kom ekki fyrr en Mourinho var hættur þar. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sjá meira
Gareth Bale er sagður fljúga til London í dag til að ganga frá endurkomu sinni til Tottenham Hotspur. Félögin eru þó enn að ganga frá lausum endum. Tottenham mun fá Gareth Bale á láni en félögin eru enn að ganga frá því hvað Tottenham þarf að borga mikið af stjarnfræðilegum launum hans sem eru sögð vera 600 þúsund pund á viku eða 106 milljónir í hverri viku. Það eru sjö ár síðan að Tottenham seldi Gareth Bale til Real Madrid fyrir heimsmetsupphæð. Nú sjö árum síðar gæti Bale orðið nauðsynleg vítamínssprauta fyrir lærisveina Jose Mourinho. Portúgalski stjórinn er þó ekki tilbúinn að ræða Gareth Bale fyrr en allt er klárt. Gareth Bale is set to fly to England on Friday to complete his return to Tottenham Hotspur. https://t.co/8WaaKVs8Ca pic.twitter.com/dNw3tiQnKO— BBC Sport (@BBCSport) September 18, 2020 „Þangað til að einhver segir mér að Gareth Bale sé orðinn leikmaður Tottenham þá tel ég svo vera að ég þurfi að virða það að hann er leikmaður Real Madrid. Ég ætla ekki að tjá mig um leikmann hjá Real Madrid,“ sagði Jose Mourinho eftir sigurleik Tottenham á búlgarska félaginu Lokomotiv Plovdiv í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir frá væntanlegri flugferð Gareth Bale til London í dag og þeirri staðreynd að hann hafi æft einn í gær en ekki með liðsfélögum sínum í Real Madrid. Það er einnig búist við því að Tottenham gangi líka í dag frá kaupum á bakverðinum Sergio Reguilon frá Real Madrid. Þessi 23 ára gamli spænski landsliðsmaður var á láni hjá Sevilla á síðustu leiktíð og vann þá Evrópudeildina. Gareth Bale at Real Madrid: 2 5 1 games 1 0 5 goals 1 3 trophies 4 x #UCL winnerHe's set to complete his return to Tottenham Hotspur tomorrow @sistoney67 says he will come back with a lot of question marksDoes the Welshman have to prove himself? pic.twitter.com/5nVZg9Pyz9— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) September 17, 2020 Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, sagði blaðamanni BBC að Bale hafi aldrei verið eins nálægt því að yfirgefa Real Madrid og nú á þessum sjö árum sínum hjá félaginu. Real Madrid keypti Bale fyrir 85 milljónir punda árið 2013 og hann hefur skorað meira en hundrað mörk fyrir félagið. Bale hefur einnig unnið Meistaradeildina fjórum sinnum. Jose Mourinho sagðist hafa reynt að fá Bale til Real Madrid á sínum tíma en hann kom ekki fyrr en Mourinho var hættur þar.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sjá meira