Tíu sekúndna jörðun á lokasókn Þórsara í boði eins af silfurstrákunum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2020 13:30 Ásgeir Örn Hallgrímsson fer yfir lokasókn Þórsliðsins í leiknum á móti Aftureldingu. Skjámynd/S2 Sport Ásgeir Örn Hallgrímsson er nýr sérfræðingur í Seinni bylgjunni og hann var ekki ánægður með lokasókn Þórsara á móti Aftureldingu í fyrstu umferðinni. Þórsarar eru nýliðar í Olís deild karla í handbolta og voru nálægt því að taka stig af Aftureldingu í fyrsta leik. Afturelding var 23-22 yfir þegar Þórsliðið fékk síðustu sóknina en hún gekk ekki upp og Afturelding innsiglaði sigurinn úr hraðaupphlaupi rétt áður en leiktíminn rann út. Þessi lokasókn Þórsliðsins fær ekki háa einkunn hjá silfurstráknum Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem hefur séð þær margar á löngum og farsælum ferli sínum í atvinnumennsku og með íslenska landsliðinu. Þórsliðið fékk tíu sekúndur til að jafna leikinn og ákvað að taka markvörðinn sinn út og spila sjö á sex. „Mér finnst þetta ekki sérstaklega vel útfært hjá þeim,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson en Jóhann Gunnar Einarsson, hinn sérfræðingur þáttarins, skaut inn í: „Mér fannst þetta frábærlega útfært,“ sagði Jóhann Gunnar. En hvað var Ásgeir Örn svona ósáttur með? „Hann setur þrjá inn á línu og við tökum eftir því í klippunni að Karolis Stropus og vinstri hornamaðurinn eru bara eitthvað að tala saman eins og þeir séu ekki alveg tilbúnir. Svo kemur leysingin inn og hún fer einhvern veginn á sama stað og línumennirnir eru. Jú, jú, þeir fá allt í lagi færi en mér finnst þetta ekki vera í tempói og þetta er ekki gott skot,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Mér fannst Stropus hafa átt að færa sig aðeins út meira hægra megin því þá hefði verið hægt að senda á hann. Þeir höfðu tíma því við sjáum að Monsi fer upp allan völlinn og nær að skjóta. Þeir skjóta örugglega þegar svona átta sekúndur eru eftir af leiknum. Þeir hefðu kannski þurft að nýta tímann betur. Þegar er svona lítið eftir þá heldur maður að tíu sekúndur séu svo rosalega lítið. Þetta er lengra heldur en maður heldur og maður getur gert miklu meira úr þessu,“ sagði Ásgeir Örn. „Engu að síður. Færið er ekki vonlaust og þetta er skot á mark, það er allt í lagi“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta var tíu sekúnda jörðun á þessari sókn,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en það má sjá umfjöllunina um lokasóknina hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokasókn Þórsliðsins gagnrýnd Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson er nýr sérfræðingur í Seinni bylgjunni og hann var ekki ánægður með lokasókn Þórsara á móti Aftureldingu í fyrstu umferðinni. Þórsarar eru nýliðar í Olís deild karla í handbolta og voru nálægt því að taka stig af Aftureldingu í fyrsta leik. Afturelding var 23-22 yfir þegar Þórsliðið fékk síðustu sóknina en hún gekk ekki upp og Afturelding innsiglaði sigurinn úr hraðaupphlaupi rétt áður en leiktíminn rann út. Þessi lokasókn Þórsliðsins fær ekki háa einkunn hjá silfurstráknum Ásgeiri Erni Hallgrímssyni sem hefur séð þær margar á löngum og farsælum ferli sínum í atvinnumennsku og með íslenska landsliðinu. Þórsliðið fékk tíu sekúndur til að jafna leikinn og ákvað að taka markvörðinn sinn út og spila sjö á sex. „Mér finnst þetta ekki sérstaklega vel útfært hjá þeim,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson en Jóhann Gunnar Einarsson, hinn sérfræðingur þáttarins, skaut inn í: „Mér fannst þetta frábærlega útfært,“ sagði Jóhann Gunnar. En hvað var Ásgeir Örn svona ósáttur með? „Hann setur þrjá inn á línu og við tökum eftir því í klippunni að Karolis Stropus og vinstri hornamaðurinn eru bara eitthvað að tala saman eins og þeir séu ekki alveg tilbúnir. Svo kemur leysingin inn og hún fer einhvern veginn á sama stað og línumennirnir eru. Jú, jú, þeir fá allt í lagi færi en mér finnst þetta ekki vera í tempói og þetta er ekki gott skot,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Mér fannst Stropus hafa átt að færa sig aðeins út meira hægra megin því þá hefði verið hægt að senda á hann. Þeir höfðu tíma því við sjáum að Monsi fer upp allan völlinn og nær að skjóta. Þeir skjóta örugglega þegar svona átta sekúndur eru eftir af leiknum. Þeir hefðu kannski þurft að nýta tímann betur. Þegar er svona lítið eftir þá heldur maður að tíu sekúndur séu svo rosalega lítið. Þetta er lengra heldur en maður heldur og maður getur gert miklu meira úr þessu,“ sagði Ásgeir Örn. „Engu að síður. Færið er ekki vonlaust og þetta er skot á mark, það er allt í lagi“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta var tíu sekúnda jörðun á þessari sókn,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en það má sjá umfjöllunina um lokasóknina hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lokasókn Þórsliðsins gagnrýnd
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fleiri fréttir Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Sjá meira