Ísraelskur ráðherra segir af sér vegna útgöngubanns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. september 2020 18:40 Yaakov Litzman, heilbrigðisráðherra Ísrael. EPA-EFE/JACK GUEZ Ráðherra í ríkisstjórn Ísrael hefur sagt af sér vegna annars útgöngubanns. Hann segir útgöngubann koma í veg fyrir að gyðingar geti haldið upp á trúarhátíðir síðar í mánuðinum. Ríkistjórn Ísrael tilkynnti í kvöld að útgöngubann yrði sett á að nýju og tekur það gildi á föstudag og mun vara í þrjár vikur. Í því felst að fólk má ekki fara lengra en 500 metra frá heimilum sínum en mega þó ferðast til vinnu. Flestir vinnustaðir verða með lámarksafköst en skólar og verslunarmiðstöðvar verða lokaðar. Matvöruverslanir og apótek verða þó opin. Opinberar stofnanir verða með lámarksþjónustu en einkafyrirtæki mega halda áfram störfum, svo lengi sem þau taka ekki við viðskiptavinum. Yaakov Litzman, heilbrigðisráðherra Ísrael, sagði af sér eftir að til tals kom að setja á annað útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í landinu. Þá hefur hann einnig hótað því að draga flokk sinn úr ríkisstjórnarsamstarfinu, sem yrði henni að falli. Útgöngubannið mun taka gildi á föstudag, þegar nýtt ár gengur í garð hjá gyðingum, og mun vera í gildi yfir Yom Kippur hátíðina, sem er heilagasta hátíð gyðinga, þann 27. september. Fyrra útgöngubann var í gildi frá lokum mars þar til snemma í maí. Litzman er formaður Agudat Yisrael, flokks strangtrúaðra gyðinga. Hann sagði í uppsagnarbréfi sínu að útgöngubannið myndi hafa mikil og slæm áhrif á trúaða gyðinga. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael.EPA-EFE/Alex Kolomoisky Aryeh Deri, innanríkisráðherra Ísrael og formaður annars flokks strangtrúaðra gyðinga, sagði í myndbandi sem hann birti á Twitter að hann styddi aðgerðirnar. Þá sagði hann að fylgdi fólk ekki takmörkunum væri það jafngildi morðs. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það hvernig yfirvöld hafa tekist á við faraldurinn. Margir gagnrýnendur hafa kennt honum um að setja þurfi á annað útgöngubann, og sé það vegna þess hve illa var staðið að málum þegar faraldurinn braust út. Undanfarnar vikur hafa um þrjú þúsund ný smit komið upp daglega í Ísrael, en íbúar þar í landi eru um níu milljónir talsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Ráðherra í ríkisstjórn Ísrael hefur sagt af sér vegna annars útgöngubanns. Hann segir útgöngubann koma í veg fyrir að gyðingar geti haldið upp á trúarhátíðir síðar í mánuðinum. Ríkistjórn Ísrael tilkynnti í kvöld að útgöngubann yrði sett á að nýju og tekur það gildi á föstudag og mun vara í þrjár vikur. Í því felst að fólk má ekki fara lengra en 500 metra frá heimilum sínum en mega þó ferðast til vinnu. Flestir vinnustaðir verða með lámarksafköst en skólar og verslunarmiðstöðvar verða lokaðar. Matvöruverslanir og apótek verða þó opin. Opinberar stofnanir verða með lámarksþjónustu en einkafyrirtæki mega halda áfram störfum, svo lengi sem þau taka ekki við viðskiptavinum. Yaakov Litzman, heilbrigðisráðherra Ísrael, sagði af sér eftir að til tals kom að setja á annað útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í landinu. Þá hefur hann einnig hótað því að draga flokk sinn úr ríkisstjórnarsamstarfinu, sem yrði henni að falli. Útgöngubannið mun taka gildi á föstudag, þegar nýtt ár gengur í garð hjá gyðingum, og mun vera í gildi yfir Yom Kippur hátíðina, sem er heilagasta hátíð gyðinga, þann 27. september. Fyrra útgöngubann var í gildi frá lokum mars þar til snemma í maí. Litzman er formaður Agudat Yisrael, flokks strangtrúaðra gyðinga. Hann sagði í uppsagnarbréfi sínu að útgöngubannið myndi hafa mikil og slæm áhrif á trúaða gyðinga. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael.EPA-EFE/Alex Kolomoisky Aryeh Deri, innanríkisráðherra Ísrael og formaður annars flokks strangtrúaðra gyðinga, sagði í myndbandi sem hann birti á Twitter að hann styddi aðgerðirnar. Þá sagði hann að fylgdi fólk ekki takmörkunum væri það jafngildi morðs. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það hvernig yfirvöld hafa tekist á við faraldurinn. Margir gagnrýnendur hafa kennt honum um að setja þurfi á annað útgöngubann, og sé það vegna þess hve illa var staðið að málum þegar faraldurinn braust út. Undanfarnar vikur hafa um þrjú þúsund ný smit komið upp daglega í Ísrael, en íbúar þar í landi eru um níu milljónir talsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28
Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32