Ísraelskur ráðherra segir af sér vegna útgöngubanns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. september 2020 18:40 Yaakov Litzman, heilbrigðisráðherra Ísrael. EPA-EFE/JACK GUEZ Ráðherra í ríkisstjórn Ísrael hefur sagt af sér vegna annars útgöngubanns. Hann segir útgöngubann koma í veg fyrir að gyðingar geti haldið upp á trúarhátíðir síðar í mánuðinum. Ríkistjórn Ísrael tilkynnti í kvöld að útgöngubann yrði sett á að nýju og tekur það gildi á föstudag og mun vara í þrjár vikur. Í því felst að fólk má ekki fara lengra en 500 metra frá heimilum sínum en mega þó ferðast til vinnu. Flestir vinnustaðir verða með lámarksafköst en skólar og verslunarmiðstöðvar verða lokaðar. Matvöruverslanir og apótek verða þó opin. Opinberar stofnanir verða með lámarksþjónustu en einkafyrirtæki mega halda áfram störfum, svo lengi sem þau taka ekki við viðskiptavinum. Yaakov Litzman, heilbrigðisráðherra Ísrael, sagði af sér eftir að til tals kom að setja á annað útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í landinu. Þá hefur hann einnig hótað því að draga flokk sinn úr ríkisstjórnarsamstarfinu, sem yrði henni að falli. Útgöngubannið mun taka gildi á föstudag, þegar nýtt ár gengur í garð hjá gyðingum, og mun vera í gildi yfir Yom Kippur hátíðina, sem er heilagasta hátíð gyðinga, þann 27. september. Fyrra útgöngubann var í gildi frá lokum mars þar til snemma í maí. Litzman er formaður Agudat Yisrael, flokks strangtrúaðra gyðinga. Hann sagði í uppsagnarbréfi sínu að útgöngubannið myndi hafa mikil og slæm áhrif á trúaða gyðinga. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael.EPA-EFE/Alex Kolomoisky Aryeh Deri, innanríkisráðherra Ísrael og formaður annars flokks strangtrúaðra gyðinga, sagði í myndbandi sem hann birti á Twitter að hann styddi aðgerðirnar. Þá sagði hann að fylgdi fólk ekki takmörkunum væri það jafngildi morðs. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það hvernig yfirvöld hafa tekist á við faraldurinn. Margir gagnrýnendur hafa kennt honum um að setja þurfi á annað útgöngubann, og sé það vegna þess hve illa var staðið að málum þegar faraldurinn braust út. Undanfarnar vikur hafa um þrjú þúsund ný smit komið upp daglega í Ísrael, en íbúar þar í landi eru um níu milljónir talsins. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira
Ráðherra í ríkisstjórn Ísrael hefur sagt af sér vegna annars útgöngubanns. Hann segir útgöngubann koma í veg fyrir að gyðingar geti haldið upp á trúarhátíðir síðar í mánuðinum. Ríkistjórn Ísrael tilkynnti í kvöld að útgöngubann yrði sett á að nýju og tekur það gildi á föstudag og mun vara í þrjár vikur. Í því felst að fólk má ekki fara lengra en 500 metra frá heimilum sínum en mega þó ferðast til vinnu. Flestir vinnustaðir verða með lámarksafköst en skólar og verslunarmiðstöðvar verða lokaðar. Matvöruverslanir og apótek verða þó opin. Opinberar stofnanir verða með lámarksþjónustu en einkafyrirtæki mega halda áfram störfum, svo lengi sem þau taka ekki við viðskiptavinum. Yaakov Litzman, heilbrigðisráðherra Ísrael, sagði af sér eftir að til tals kom að setja á annað útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins í landinu. Þá hefur hann einnig hótað því að draga flokk sinn úr ríkisstjórnarsamstarfinu, sem yrði henni að falli. Útgöngubannið mun taka gildi á föstudag, þegar nýtt ár gengur í garð hjá gyðingum, og mun vera í gildi yfir Yom Kippur hátíðina, sem er heilagasta hátíð gyðinga, þann 27. september. Fyrra útgöngubann var í gildi frá lokum mars þar til snemma í maí. Litzman er formaður Agudat Yisrael, flokks strangtrúaðra gyðinga. Hann sagði í uppsagnarbréfi sínu að útgöngubannið myndi hafa mikil og slæm áhrif á trúaða gyðinga. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael.EPA-EFE/Alex Kolomoisky Aryeh Deri, innanríkisráðherra Ísrael og formaður annars flokks strangtrúaðra gyðinga, sagði í myndbandi sem hann birti á Twitter að hann styddi aðgerðirnar. Þá sagði hann að fylgdi fólk ekki takmörkunum væri það jafngildi morðs. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir það hvernig yfirvöld hafa tekist á við faraldurinn. Margir gagnrýnendur hafa kennt honum um að setja þurfi á annað útgöngubann, og sé það vegna þess hve illa var staðið að málum þegar faraldurinn braust út. Undanfarnar vikur hafa um þrjú þúsund ný smit komið upp daglega í Ísrael, en íbúar þar í landi eru um níu milljónir talsins. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28 Hamas og Ísraelar ná samkomulagi um vopnahlé 1. september 2020 07:23 Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Sjá meira
Barein fjórða arabaríkið sem nær friðarsamkomulagi við Ísrael Barein varð í dag fjórða arbaríkið til þess að viðurkenna Ísraelsríki. 11. september 2020 22:28
Fyrsta farþegaflugvélin frá Ísrael lent í Abu Dhabi Fyrsta farþegaflugið á milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna hefur átt sér stað. Flugvél sem flogið var frá Ísrael í morgun, og leyft var að fljúga í gegnum lofthelgi Sádi-Arabíu, var lent í furstadæmunum í dag. 31. ágúst 2020 12:32