Rýnt í landsliðshópinn: „Af hverju ekki að gefa þessari stelpu tækifæri?“ Sindri Sverrisson skrifar 10. september 2020 22:30 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur verið frábær í sumar. VÍSIR/VILHELM Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir eru sammála um það að nýliðinn Sveindís Jane Jónsdóttir verðskuldi sæti í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli næsta fimmtudag. Sveindís og Barbára Sól Gísladóttir eru nýliðar í landsliðshópnum sem kynntur var í dag. „Ég er sátt. Mér finnst þetta flottur hópur og þetta eru allt leikmenn sem hafa verið að spila vel. Mér finnst frábært að frammistaða Barbáru og Sveindísar í deildinni í sumar sé að skila þeim inn í þennan hóp. Það er gaman að sjá þær þar sem nýliða,“ sagði Mist í Pepsi Max mörkunum í kvöld. „Það eru náttúrulega leikmenn að spila í Svíþjóð, eins og Guðrún Arnardóttir hjá Djurgården sem hefur gengið ansi vel, og Anna Rakel. Ég hef ekki séð það mikið til þeirra að ég sé dómbær á það hvort þær eigi að vera í hópnum eða ekki, en þær hljóta að vera kandídatar,“ sagði Margrét Lára, og minntist einnig á Hólmfríði Magnúsdóttur sem staðið hefur sig vel fyrir Selfoss: Af hverju var Hólmfríður ekki valin? „Mér finnst Hólmfríður búin að eiga mjög góða leiktíð, sérstaklega undanfarið. Maður spyr sig hvort að hún sé inni í myndinni eða ekki,“ sagði Margrét. „Er hún ekki búin að vera út úr myndinni í þrjú ár? Mér finnst alltaf eins og að hún þyki of gömul fyrir landsliðið,“ sagði Helena Ólafsdóttir, og Mist svaraði: „Hún er búin að eiga frábært tímabil hérna heima þannig að hvað frammistöðu varðar er hún klárlega leikmaður sem gæti verið í þessum hópi. Það er spurning af hverju hún er ekki valin.“ Sér Sveindísi fyrir sér á öðrum kantinum Þær voru þó sammála um að leikmannahópurinn væri vel valinn: „Hópurinn sem slíkur er mjög flottur. Heitasta nafnið, sem við erum kannski spenntastar fyrir, er Sveindís. Það verður spennandi að sjá hvernig hún kemur inn og hvaða hlutverk hún fær. Ég sé hana alveg fyrir mér geta byrjað annan hvorn leikinn, ef ekki báða. Frammistaða hennar í sumar vísar alveg til þess, og þá sé ég hana fyrir mér á öðrum hvorum kantinum,“ sagði Margrét, og Mist tók undir: „Við rennum svolítið blint í sjóinn en af hverju ekki að gefa þessari stelpu tækifæri, og koma með smá X-faktor í þetta. Látum hana spila fyrri leikinn, gegn Lettum, og tökum svo stöðuna fyrir þann seinni.“ Þær rýndu einnig í mögulegt byrjunarlið Íslands í leikjunum við Lettland og Svíþjóð en erfiðara en oft áður er að segja til um hvernig það mun líta út. Klippa: Pepsi Max mörkin - Umræða um landsliðið EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00 „Heyrði bara í Steina og Óla í hausnum á mér“ Sveindís Jane skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Breiðabliks á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni fyrr í kvöld. 9. september 2020 23:07 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir og Mist Rúnarsdóttir eru sammála um það að nýliðinn Sveindís Jane Jónsdóttir verðskuldi sæti í byrjunarliði Íslands gegn Lettlandi í undankeppni EM á Laugardalsvelli næsta fimmtudag. Sveindís og Barbára Sól Gísladóttir eru nýliðar í landsliðshópnum sem kynntur var í dag. „Ég er sátt. Mér finnst þetta flottur hópur og þetta eru allt leikmenn sem hafa verið að spila vel. Mér finnst frábært að frammistaða Barbáru og Sveindísar í deildinni í sumar sé að skila þeim inn í þennan hóp. Það er gaman að sjá þær þar sem nýliða,“ sagði Mist í Pepsi Max mörkunum í kvöld. „Það eru náttúrulega leikmenn að spila í Svíþjóð, eins og Guðrún Arnardóttir hjá Djurgården sem hefur gengið ansi vel, og Anna Rakel. Ég hef ekki séð það mikið til þeirra að ég sé dómbær á það hvort þær eigi að vera í hópnum eða ekki, en þær hljóta að vera kandídatar,“ sagði Margrét Lára, og minntist einnig á Hólmfríði Magnúsdóttur sem staðið hefur sig vel fyrir Selfoss: Af hverju var Hólmfríður ekki valin? „Mér finnst Hólmfríður búin að eiga mjög góða leiktíð, sérstaklega undanfarið. Maður spyr sig hvort að hún sé inni í myndinni eða ekki,“ sagði Margrét. „Er hún ekki búin að vera út úr myndinni í þrjú ár? Mér finnst alltaf eins og að hún þyki of gömul fyrir landsliðið,“ sagði Helena Ólafsdóttir, og Mist svaraði: „Hún er búin að eiga frábært tímabil hérna heima þannig að hvað frammistöðu varðar er hún klárlega leikmaður sem gæti verið í þessum hópi. Það er spurning af hverju hún er ekki valin.“ Sér Sveindísi fyrir sér á öðrum kantinum Þær voru þó sammála um að leikmannahópurinn væri vel valinn: „Hópurinn sem slíkur er mjög flottur. Heitasta nafnið, sem við erum kannski spenntastar fyrir, er Sveindís. Það verður spennandi að sjá hvernig hún kemur inn og hvaða hlutverk hún fær. Ég sé hana alveg fyrir mér geta byrjað annan hvorn leikinn, ef ekki báða. Frammistaða hennar í sumar vísar alveg til þess, og þá sé ég hana fyrir mér á öðrum hvorum kantinum,“ sagði Margrét, og Mist tók undir: „Við rennum svolítið blint í sjóinn en af hverju ekki að gefa þessari stelpu tækifæri, og koma með smá X-faktor í þetta. Látum hana spila fyrri leikinn, gegn Lettum, og tökum svo stöðuna fyrir þann seinni.“ Þær rýndu einnig í mögulegt byrjunarlið Íslands í leikjunum við Lettland og Svíþjóð en erfiðara en oft áður er að segja til um hvernig það mun líta út. Klippa: Pepsi Max mörkin - Umræða um landsliðið
EM 2021 í Englandi Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15 Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17 Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00 „Heyrði bara í Steina og Óla í hausnum á mér“ Sveindís Jane skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Breiðabliks á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni fyrr í kvöld. 9. september 2020 23:07 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
Jón Þór hefur ekki áhyggjur af eigin fjarveru | Hópurinn í mjög góðum málum Jón Þór Hauksson hefur ekki áhyggjur af því að það komi niður á landsliðinu að hann megi ekki stýra því gegn Lettlandi í undankeppni EM. Hann kallaði á efnilega leikmenn í dag fyrir leikina við Lettland og Svíþjóð. 10. september 2020 19:15
Sveindís Jane og Barbára Sól nýliðar í kvennalandsliðinu Sveindís Jane Jónsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir er nýliðarnir í landsliðshópnnum hjá Jóni Þór Haukssyni og tvær af sjö í hópnum sem eru fæddar eftir 2000. 10. september 2020 13:17
Svona var blaðamannafundurinn þar sem hópurinn fyrir leikina gegn Lettum og Svíum var kynntur Jón Þór Hauksson tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leikina mikilvægu gegn Lettlandi og Svíþjóð í undankeppni EM. 10. september 2020 14:00
„Heyrði bara í Steina og Óla í hausnum á mér“ Sveindís Jane skoraði tvö mörk og lagði upp það þriðja í 3-1 sigri Breiðabliks á Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni fyrr í kvöld. 9. september 2020 23:07