Lúkasjenkó veitti viðtal og lætur mótmæli sem vind um eyru þjóta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2020 22:43 Viðtalið við Lúkasjenkó var tekið í Sjálfstæðishöllinni í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands. NIKOLAI PETROV / BELTA POOL/EPA Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að hann muni ekki lúta kröfu mótmælenda í landinu um að hann segi af sér embætti. Lúkasjenkó hefur verið sakaður um kosningasvindl í forsetakosningum sem fram fóru í síðasta mánuði. Þá er hann sakaður um að hafa fyrirskipað ofbeldi og pyntingar á hendur mótmælendum sem vilja hann burt. Í fyrsta viðtali sem tekið hefur verið við Lúkasjenkó síðan fjölmenn mótmælaalda gegn honum reis upp í kjölfar kosninganna sagðist hann ekki hafa í hyggju að stíga til hliðar á næstunni. Viðtalið var tekið af nokkrum fjölmiðlamönnum sem allir eru hliðhollir stjórnvöldum í Rússlandi en Rússland er einn helsti bandamaður Hvíta-Rússlands. „Ég mun ekki leyfa öllu sem við byggðum upp með fólkinu, með þessum kynslóðum, að glatast,“ sagði Lúkasjenkó meðal annars í viðtalinu. Hann viðurkenndi þó að hann kunni að hafa setið eilítið of lengi á forsetastóli, en hann er eini forsetinn í sögu sjálfstæðs Hvíta-Rússlands og hefur gegnt embættinu í 26 ár. „Ég gæti hafa gegnt embættinu aðeins of lengi,“ sagði Lúkasjenkó áður en hann ítrekaði að hann myndi ekki láta undan þrýstingi andstæðinga sinna og segja af sér. Andstaðan myndi eyðileggja landið Lúkasjenkó sagðist einnig telja að ef hann segði af sér myndi stjórnarandstaðan „eyðileggja landið.“ Eins hélt hann því fram að mótmælendur væru studdir af skuggalegum erlendum öflum, sem myndu beina spjótum sínum að Rússlandi þegar þau hefðu lokið sér af í Hvíta-Rússlandi. „Þetta er allt hnatt- og alþjóðavætt. Ef þið haldið að hið mikla Rússland myndu geta höndlað þetta hafið þið rangt fyrir ykkur,“ sagði Lúkasjenkó. Hann sagðist þá hafa rætt við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sem hann kallað „stóra bróður sinn,“ og varað hann við. „Það er ómögulegt að stöðva þetta“ Pútin hefur hafnað bón Lúkasjenkó um að senda rússneska herinn til Hvíta-Rússlands til að kveða niður mótmælin í landinu en lofaði þó að senda sérstakar öryggissveitir til þess að vera sveitum Lúkasjenkó innan handar ef hann teldi þörf á því. Í frétt Guardian af viðtalinu við Lúkasjenkó segir þá að fréttamennirnir sem tóku viðtalið hafi virst afar vinveittir forsetanum. Þeir hafi til að mynda ekki spurt hann út í ásakanir andstæðinga hans um að leyfa gróft ofbeldi og pyntingar á hendum mótmælendum sem lögregla hefði handtekið. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, segir að hann muni ekki lúta kröfu mótmælenda í landinu um að hann segi af sér embætti. Lúkasjenkó hefur verið sakaður um kosningasvindl í forsetakosningum sem fram fóru í síðasta mánuði. Þá er hann sakaður um að hafa fyrirskipað ofbeldi og pyntingar á hendur mótmælendum sem vilja hann burt. Í fyrsta viðtali sem tekið hefur verið við Lúkasjenkó síðan fjölmenn mótmælaalda gegn honum reis upp í kjölfar kosninganna sagðist hann ekki hafa í hyggju að stíga til hliðar á næstunni. Viðtalið var tekið af nokkrum fjölmiðlamönnum sem allir eru hliðhollir stjórnvöldum í Rússlandi en Rússland er einn helsti bandamaður Hvíta-Rússlands. „Ég mun ekki leyfa öllu sem við byggðum upp með fólkinu, með þessum kynslóðum, að glatast,“ sagði Lúkasjenkó meðal annars í viðtalinu. Hann viðurkenndi þó að hann kunni að hafa setið eilítið of lengi á forsetastóli, en hann er eini forsetinn í sögu sjálfstæðs Hvíta-Rússlands og hefur gegnt embættinu í 26 ár. „Ég gæti hafa gegnt embættinu aðeins of lengi,“ sagði Lúkasjenkó áður en hann ítrekaði að hann myndi ekki láta undan þrýstingi andstæðinga sinna og segja af sér. Andstaðan myndi eyðileggja landið Lúkasjenkó sagðist einnig telja að ef hann segði af sér myndi stjórnarandstaðan „eyðileggja landið.“ Eins hélt hann því fram að mótmælendur væru studdir af skuggalegum erlendum öflum, sem myndu beina spjótum sínum að Rússlandi þegar þau hefðu lokið sér af í Hvíta-Rússlandi. „Þetta er allt hnatt- og alþjóðavætt. Ef þið haldið að hið mikla Rússland myndu geta höndlað þetta hafið þið rangt fyrir ykkur,“ sagði Lúkasjenkó. Hann sagðist þá hafa rætt við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, sem hann kallað „stóra bróður sinn,“ og varað hann við. „Það er ómögulegt að stöðva þetta“ Pútin hefur hafnað bón Lúkasjenkó um að senda rússneska herinn til Hvíta-Rússlands til að kveða niður mótmælin í landinu en lofaði þó að senda sérstakar öryggissveitir til þess að vera sveitum Lúkasjenkó innan handar ef hann teldi þörf á því. Í frétt Guardian af viðtalinu við Lúkasjenkó segir þá að fréttamennirnir sem tóku viðtalið hafi virst afar vinveittir forsetanum. Þeir hafi til að mynda ekki spurt hann út í ásakanir andstæðinga hans um að leyfa gróft ofbeldi og pyntingar á hendum mótmælendum sem lögregla hefði handtekið.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05 Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54 Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Kolesnikova sögð í haldi landamæravarða Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi segja að stjórnarandstæðingurinn Maria Kolesnikova, sem var numin á brott af grímuklæddum mönnum í gær, sé nú í haldi á landamærunum að Úkraínu. 8. september 2020 08:05
Ekkert lát á mótmælum í Hvíta-Rússlandi Þúsundir hafa safnast saman í miðborg Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, í dag til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó forseta á valdastóli. 6. september 2020 15:54
Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. 24. ágúst 2020 12:45