Indland komið í annað sæti yfir flest smit í faraldrinum Kjartan Kjartansson skrifar 7. september 2020 13:30 Örfáar hræður nýttu sér að neðanjarðarlestir væru aftur byrjaðar að ganga eftir um hálfs árs hlé í Nýju-Delí í dag. Vanalega annar neðanjarðarlestakerfið þar um 2,7 milljónum farþega á dag. AP/Manish Swarup Staðfestum kórónuveirusmitum fjölgað gríðarlega á Indlandi í dag og er landið nú komið komið fram úr Brasilíu í annað sæti yfir flest smit í heiminum. Þrátt fyrir það héldu stjórnvöld áfram að endurvekja neðanjarðarlestarferðir og tilkynntu um áform um að opna Taj Mahal fyrir ferðamönnum í þessum mánuði. Tilkynnt var um fleiri en 90.000 ný tilfelli kórónuveiru síðasta sólarhringinn í dag og er fjöldi smitaðra nú 4,2 milljónir. Þar með fór Indland fram úr Brasilíu sem kynnir nýjustu tölur um fjölda smitaðra síðar í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri smit verið staðfest en á Indlandi. Haldi faraldurinn áfram á sömu braut á Indlandi gæti landið farið fram úr Bandaríkjunum í fjölda smitaðra í næsta mánuði. Opinber fjöldi látinna á Indlandi er tæplega 72.000 manns, langt á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu þar sem 193.000 og og 126.000 manns hafa tapað lífi í faraldrinum. Þrátt fyrir að faraldurinn sé hvergi nærri í rénun á Indlandi vinnur ríkisstjórn Narendra Modi forsætisráðherra að því að aflétta flestum sóttvarnaaðgerðum til þess að freista þess að blása lífi í efnahag landsins sem hefur tekið mikið högg vegna hans. Heilbrigðiskerfið er sagt við það að sligast vegna álags síðustu mánaða. Læknar lýsa því að þeir séu örmagna og mannekla sé vandamál vegna álagsins. Fáir nýttu sér neðanjarðarlestarkerfi Nýju-Delí þegar það var tekið aftur í notkun eftir hálfs árs lokun vegna faraldursins í dag. Farþegar verða að vera með grímu, huga að fjarlægðarreglu og gangast undir hitamælingu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Neðanjarðarlestir hófu einnig göngu sína á ný að hluta til í Ahmedabad, Lucknow og nokkrum öðrum stöðum. Til stendur að opna Taj Mahal-grafhýsið í Agra fyrir ferðamönnum 21. september. Fimm þúsund manns fá að heimsækja grafhýsið, brot af þeim 80.000 manns sem heimsóttu það daglega þegar atgangurinn þar var sem mestur fyrir faraldurinn. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfelli kórónuveirasmita á heimsvísu komin yfir 25 milljón Tilfelli kórónuveirusmita á heimsvísu eru nú komin yfir 25 milljón, samkvæmt talningu Reuters. Mestur vöxtur smita er á Indlandi. 30. ágúst 2020 08:47 Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Staðfestum kórónuveirusmitum fjölgað gríðarlega á Indlandi í dag og er landið nú komið komið fram úr Brasilíu í annað sæti yfir flest smit í heiminum. Þrátt fyrir það héldu stjórnvöld áfram að endurvekja neðanjarðarlestarferðir og tilkynntu um áform um að opna Taj Mahal fyrir ferðamönnum í þessum mánuði. Tilkynnt var um fleiri en 90.000 ný tilfelli kórónuveiru síðasta sólarhringinn í dag og er fjöldi smitaðra nú 4,2 milljónir. Þar með fór Indland fram úr Brasilíu sem kynnir nýjustu tölur um fjölda smitaðra síðar í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri smit verið staðfest en á Indlandi. Haldi faraldurinn áfram á sömu braut á Indlandi gæti landið farið fram úr Bandaríkjunum í fjölda smitaðra í næsta mánuði. Opinber fjöldi látinna á Indlandi er tæplega 72.000 manns, langt á eftir Bandaríkjunum og Brasilíu þar sem 193.000 og og 126.000 manns hafa tapað lífi í faraldrinum. Þrátt fyrir að faraldurinn sé hvergi nærri í rénun á Indlandi vinnur ríkisstjórn Narendra Modi forsætisráðherra að því að aflétta flestum sóttvarnaaðgerðum til þess að freista þess að blása lífi í efnahag landsins sem hefur tekið mikið högg vegna hans. Heilbrigðiskerfið er sagt við það að sligast vegna álags síðustu mánaða. Læknar lýsa því að þeir séu örmagna og mannekla sé vandamál vegna álagsins. Fáir nýttu sér neðanjarðarlestarkerfi Nýju-Delí þegar það var tekið aftur í notkun eftir hálfs árs lokun vegna faraldursins í dag. Farþegar verða að vera með grímu, huga að fjarlægðarreglu og gangast undir hitamælingu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Neðanjarðarlestir hófu einnig göngu sína á ný að hluta til í Ahmedabad, Lucknow og nokkrum öðrum stöðum. Til stendur að opna Taj Mahal-grafhýsið í Agra fyrir ferðamönnum 21. september. Fimm þúsund manns fá að heimsækja grafhýsið, brot af þeim 80.000 manns sem heimsóttu það daglega þegar atgangurinn þar var sem mestur fyrir faraldurinn.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tilfelli kórónuveirasmita á heimsvísu komin yfir 25 milljón Tilfelli kórónuveirusmita á heimsvísu eru nú komin yfir 25 milljón, samkvæmt talningu Reuters. Mestur vöxtur smita er á Indlandi. 30. ágúst 2020 08:47 Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Tilfelli kórónuveirasmita á heimsvísu komin yfir 25 milljón Tilfelli kórónuveirusmita á heimsvísu eru nú komin yfir 25 milljón, samkvæmt talningu Reuters. Mestur vöxtur smita er á Indlandi. 30. ágúst 2020 08:47
Smituðum fjölgar mest á Indlandi, átján daga í röð Yfirvöld á Indlandi tilkynntu í dag að 60.975 hafi greinst smitaðir af Covid-19 frá því í gær. Það er mesta fjölgunin í heiminum en sú hefur verið raunin á Indlandi síðust átján daga í röð. 25. ágúst 2020 15:01
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent