Handbolti

Svona var kynningarfundur Olís-deildanna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
KA/Þór, sem vann Meistarakeppni HSÍ í gær, er spáð 5. sæti í Olís-deild kvenna.
KA/Þór, sem vann Meistarakeppni HSÍ í gær, er spáð 5. sæti í Olís-deild kvenna. vísir/hag

Vísir var með beina útsendingu frá kynningarfundi Olís-deildanna í handbolta. 

Þar var spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna opinberuð. Einnig var spáin fyrir Grill 66-deildirnar afhjúpuð.

Þá var skrifuðu HSÍ, Sýn og Olís undir nýjan þriggja ára samning um handboltann. Úrvalsdeildir karla og kvenna munu því áfram heita Olís-deildirnar og Sýn verður áfram með sjónvarpsréttinn frá báðum deildunum.

Útsendingu frá kynningarfundinum sem fór fram á Grand Hótel í hádeginu má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Kynningarfundur Olísdeildanna 2020-21

Keppni í Olís-deild karla hefst fimmtudaginn 10. september og Olís-deild kvenna daginn eftir.

Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Olís- og Grill 66-deildunum má sjá hér fyrir neðan.

Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna í Olís deild kvenna

  • 1. Fram 164 stig
  • 2. ÍBV 149 stig
  • 3. Valur 131 stig
  • 4. Stjarnan 125 stig
  • 5. KA/Þór 98 stig
  • 6. HK 82 stig
  • 7. Haukar 58 stig
  • 8. FH 57 stig

Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna í Olís deild karla

  • 1. Valur 374 stig
  • 2. Haukar 354 stig
  • 3. FH 315 stig
  • 4. Afturelding 288 stig
  • 5. ÍBV 260 stig
  • 6. Selfoss 257 stig
  • 7. Stjarnan 251 stig
  • 8. Fram 189 stig
  • 9. KA 181 stig
  • 10. Þór Ak. 119 stig
  • 11. ÍR 113 stig
  • 12. Grótta 107 stig

Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna í Grill 66 deild karla

  • 1. HK 257 stig
  • 2. Kría 227 stig
  • 3. Fjölnir 195
  • 4. Valur U 186 stig
  • 5. Haukar U 185 stig
  • 6. Vængir Júpíters 184 stig
  • 7. Víkingur R. 167 stig
  • 8. Selfoss U 104 stig
  • 9. Fram U 79 stig
  • 10. Hörður 66 stig

Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna í Grill 66 deild kvenna

  • 1. Fram U 194 stig
  • 2. Afturelding 173 stig
  • 3. Grótta 151 stig
  • 4. Selfoss 150 stig
  • 5. Valur U 122 stig
  • 6. ÍR 100 stig
  • 7. Fjölnir/Fylkir 99 stig
  • 8. HK U 69 stig
  • 9. Víkingur R. 67 stig



Fleiri fréttir

Sjá meira


×