Réttarhöld hefjast á ný yfir Julian Assange Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. september 2020 08:50 Julian Assange sést hér koma fyrir dóm í London í apríl í fyrra. Getty/Jack Taylor Réttarhöld hefjast að nýju í dag í London yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en tekist er á um það hvort það skuli framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ára fangelsi. Áætlað er að réttarhöldin taki fjórar vikur. Bandarísk yfirvöld hafa ákært Assange fyrir brot á njósnalögum og samsæri um tölvuinnbrot í tengslum við uppljóstranir Wikileaks úr bandarískum leyniskjölum árið 2010. Að því er fram kemur í frétt Guardian segjast lögfræðingar Assange ekki hafa haft nægan tíma til að fara yfir ákæruna á hendur honum. Þá segja þeir málið pólitískt og að verið sé að sækja Assange til saka því Wikileaks hafa uppljóstrað um stríðsglæpi og mannréttindabrot Bandaríkjastjórnar. Assange hefur verið í haldi í Balmarsh-fangelsinu í London allt frá því hann var handtekinn í sendiráði Ekvador í London í apríl í fyrra, en réttarhöldunum vegna framsalskröfunnar hafði verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Búist er við því stuðningsmenn Assange mótmæli fyrir utan dómstólinn í London í dag og er búist við því að maki Assange og barnsmóðir, Stella Moris, verði þar á meðal. Moris hefur sagt frá því að heilsu Assange hafi hrakað mikið í fangelsinu og að hún óttist að börnin þeirra vaxi úr grasi án þess að sjá föður sinn. Þá segir Moris, sem sjálf er lögfræðingur, að mál Assange hafi haft mikil áhrif bæði á tjáningarfrelsið og frelsi fjölmiðla. „Þetta mál er árás á blaðamennsku. Ef hann verður framseldur til Bandaríkjanna fyrir að birta óþægilegan sannleik um stríðin í Írak og Afganistan þá er verið að setja fordæmi og sérhver breskur blaðamaður gæti verið framseldur í framtíðinni,“ segir Moris. WikiLeaks Bretland Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange gat tvö börn þegar hann bjó í sendiráði Ekvador í Lundúnum Julian Assange eignaðist tvö börn á laun á meðan hann bjó í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum. Frá þessu greindi Stella Morris sem segist hafa verið í ástarsambandi með WikiLeaks stofnandanum frá 2015 og að hún hafi alið syni þeirra tvo upp ein og óstudd. 12. apríl 2020 19:33 Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Réttarhöld hefjast að nýju í dag í London yfir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, en tekist er á um það hvort það skuli framselja hann til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ára fangelsi. Áætlað er að réttarhöldin taki fjórar vikur. Bandarísk yfirvöld hafa ákært Assange fyrir brot á njósnalögum og samsæri um tölvuinnbrot í tengslum við uppljóstranir Wikileaks úr bandarískum leyniskjölum árið 2010. Að því er fram kemur í frétt Guardian segjast lögfræðingar Assange ekki hafa haft nægan tíma til að fara yfir ákæruna á hendur honum. Þá segja þeir málið pólitískt og að verið sé að sækja Assange til saka því Wikileaks hafa uppljóstrað um stríðsglæpi og mannréttindabrot Bandaríkjastjórnar. Assange hefur verið í haldi í Balmarsh-fangelsinu í London allt frá því hann var handtekinn í sendiráði Ekvador í London í apríl í fyrra, en réttarhöldunum vegna framsalskröfunnar hafði verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Búist er við því stuðningsmenn Assange mótmæli fyrir utan dómstólinn í London í dag og er búist við því að maki Assange og barnsmóðir, Stella Moris, verði þar á meðal. Moris hefur sagt frá því að heilsu Assange hafi hrakað mikið í fangelsinu og að hún óttist að börnin þeirra vaxi úr grasi án þess að sjá föður sinn. Þá segir Moris, sem sjálf er lögfræðingur, að mál Assange hafi haft mikil áhrif bæði á tjáningarfrelsið og frelsi fjölmiðla. „Þetta mál er árás á blaðamennsku. Ef hann verður framseldur til Bandaríkjanna fyrir að birta óþægilegan sannleik um stríðin í Írak og Afganistan þá er verið að setja fordæmi og sérhver breskur blaðamaður gæti verið framseldur í framtíðinni,“ segir Moris.
WikiLeaks Bretland Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04 Assange gat tvö börn þegar hann bjó í sendiráði Ekvador í Lundúnum Julian Assange eignaðist tvö börn á laun á meðan hann bjó í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum. Frá þessu greindi Stella Morris sem segist hafa verið í ástarsambandi með WikiLeaks stofnandanum frá 2015 og að hún hafi alið syni þeirra tvo upp ein og óstudd. 12. apríl 2020 19:33 Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Segja Assange sæta illri meðferð í fangelsi Lögmenn stofnanda Wikileaks segja að hann hafi ítrekað verið handjárnaður og berstrípaður eftir fyrsta dag réttarhalda um framsal hans til Bandaríkjanna í gær. 25. febrúar 2020 13:04
Assange gat tvö börn þegar hann bjó í sendiráði Ekvador í Lundúnum Julian Assange eignaðist tvö börn á laun á meðan hann bjó í ekvadorska sendiráðinu í Lundúnum. Frá þessu greindi Stella Morris sem segist hafa verið í ástarsambandi með WikiLeaks stofnandanum frá 2015 og að hún hafi alið syni þeirra tvo upp ein og óstudd. 12. apríl 2020 19:33
Saksóknari í Svíþjóð leggur niður rannsókn á máli Assange Saksóknarar í Svíþjóð hafa lagt niður rannsókn á máli Julian Assange en hann hefur verið þar grunaður um nauðgun. 19. nóvember 2019 13:20
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent