Kvennahollin gera það gott við Langá Karl Lúðvíksson skrifar 6. september 2020 09:50 Sigrún með stóra hrygnu úr Sveðjurennum í Langá Mynd: SVFR Það er hið minnsta fjögur kvennaholl við Langá hvert síðsumar og veiðin hjá þessum frábæru konum hefur verið virkilega góð. Veiðin hefur í raun verið það góð að það er líklegt að næsta talningarvika verði ein sú besta í sumar. Árdísir fengu 19 laxa, Barmarnir fengu 26, Kvennadeild SVFR fékk 33 laxa, síðan kom hjónaholl með 32 laxa og í gær luku Hrygnurnar veiði með 24 laxa. Áinn er í gullfallegu vatni,. laxinn er vel dreifður um ánna og veiðitölurnar hefðu líklega verið mun hærri ef ekki hefði komið til hávaðaroks síðustu fjóra daga. Fjallið í Langá er heitt þessa dagana enda eru um 900 laxar gengnir upp á það svæði í gegnum laxateljarann við Sveðjufoss. Til að gera góða veiði enn betri hefur berjaspretta, þá sérstaklega bláberjasprettann ekki verið betri í sex ár og eru hlíðarnar við bakkann bláar af berjum. Fínt að tína í fötu svona rétt á milli þess að landa laxi. Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Laxinn kominn upp á efri svæðin í Kjós Veiði
Það er hið minnsta fjögur kvennaholl við Langá hvert síðsumar og veiðin hjá þessum frábæru konum hefur verið virkilega góð. Veiðin hefur í raun verið það góð að það er líklegt að næsta talningarvika verði ein sú besta í sumar. Árdísir fengu 19 laxa, Barmarnir fengu 26, Kvennadeild SVFR fékk 33 laxa, síðan kom hjónaholl með 32 laxa og í gær luku Hrygnurnar veiði með 24 laxa. Áinn er í gullfallegu vatni,. laxinn er vel dreifður um ánna og veiðitölurnar hefðu líklega verið mun hærri ef ekki hefði komið til hávaðaroks síðustu fjóra daga. Fjallið í Langá er heitt þessa dagana enda eru um 900 laxar gengnir upp á það svæði í gegnum laxateljarann við Sveðjufoss. Til að gera góða veiði enn betri hefur berjaspretta, þá sérstaklega bláberjasprettann ekki verið betri í sex ár og eru hlíðarnar við bakkann bláar af berjum. Fínt að tína í fötu svona rétt á milli þess að landa laxi.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Laxinn kominn upp á efri svæðin í Kjós Veiði