Draumur gæti ræst hjá unga Man. City manninum í Laugardalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2020 10:30 Phil Foden er búinn að ná sér í talsverða reynslu í stórum leikjum með Manchester City liðinu. EPA-EFE/Shaun Botterill Phil Foden er í enska landsliðshópnum sem á leiðinni til Íslands og getur því möguleika spilað sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum á laugardaginn kemur. Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate valdi hinn tvítuga Phil Foden í landsliðshópinn í fyrsta skiptið fyrir Þjóðadeildarleikina á móti Íslandi og Danmörku. Phil Foden hefur fengið mikið lof frá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, undanfarin ár en spænski stjórinn hefur jafnframt passað mikið upp á strákinn. „Ég er eiginlega ekki búinn að átta mig á þessu ennþá,“ sagði Phil Foden um landsliðssætið en BBC segir frá. Phil Foden says he will be realising the dream "of every kid on the estate" if he makes his England debut this week https://t.co/1YcxhnoI34 #mcfc pic.twitter.com/KwHmZIoSCP— BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2020 „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins,“ sagði Phil Foden. „Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Phil Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess,“ sagði Phil Foden. Þetta yrði ekki fyrsti leikur hans á Laugardalsvelli því hann spilaði þar með liði Manchester City á móti West Ham í æfingaleik fyrir 2017-18 tímabilið. Leikurinn fór fram 4. ágúst 2017 og City vann leikinn 3-0 með mörkum frá Gabriel Jesus, Sergio Aguero og Raheem Sterling. Phil Foden spilaði vel með Manchester City liðinu á síðasta tímabil og skoraði 8 mörk í 38 leikjum af miðjunni. Hann var í byrjunarliðinu í úrslitaleik deildabikarsins á móti Aston Villa sem og í leiknum mikilvæga á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. "Pep s a believer that whoever trains well, he'll pick. I m going to prepare myself I d love to be a key player." Phil Foden has an England call-up but his focus is on establishing himself in the Man City side in David Silva's absencehttps://t.co/P3FLnhP2og #MCFC— FourFourTwo (@FourFourTwo) August 25, 2020 „Ég spilaði nokkra stóra leiki á þessu áru eins og bikarúrslitaleiki og stóra leiki í Meistaradeildinni. Það eru leikir sem allir vilja spila í. Stundum er það erfitt fyrir unga leikmenn að spila slíka leiki en Pep hefur verið þolinmóður með mig og spilað mér á réttum tímum,“ sagði Phil Foden. „Ég er búinn að læra mikið og er tilbúinn í að taka þetta skref,“ sagði Phil Foden. Phil Foden hefur alls spilað 51 leik fyrir yngri landslið Englendinga og skorað í þeim 19 mörk. Hann er búinn að spila 74 leiki fyrir Manchester City á undanförnum þremur tímabilum en fyrsta tækifærið í Meistaradeildinni með City fékk Foden þegar hann var aðeins 17 ára og 177 daga gamall. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira
Phil Foden er í enska landsliðshópnum sem á leiðinni til Íslands og getur því möguleika spilað sinn fyrsta landsleik á Laugardalsvellinum á laugardaginn kemur. Enski landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate valdi hinn tvítuga Phil Foden í landsliðshópinn í fyrsta skiptið fyrir Þjóðadeildarleikina á móti Íslandi og Danmörku. Phil Foden hefur fengið mikið lof frá Pep Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, undanfarin ár en spænski stjórinn hefur jafnframt passað mikið upp á strákinn. „Ég er eiginlega ekki búinn að átta mig á þessu ennþá,“ sagði Phil Foden um landsliðssætið en BBC segir frá. Phil Foden says he will be realising the dream "of every kid on the estate" if he makes his England debut this week https://t.co/1YcxhnoI34 #mcfc pic.twitter.com/KwHmZIoSCP— BBC Sport (@BBCSport) September 3, 2020 „Þegar ég var yngri þá dreymdi alla stráka í hverfinu um að spila fyrir enska landsliðið og við vorum að þykjast vera leikmenn landsliðsins,“ sagði Phil Foden. „Ég var einn af þessum strákum og nú er ég kominn í A-landsliðið. Það er svolítið klikkað,“ sagði Phil Foden „Ég vonast eftir því að fá fyrsta landsleikinn minn. Það verður stór stund fyrir mína fjölskyldu og ég mun reyna að njóta þess,“ sagði Phil Foden. Þetta yrði ekki fyrsti leikur hans á Laugardalsvelli því hann spilaði þar með liði Manchester City á móti West Ham í æfingaleik fyrir 2017-18 tímabilið. Leikurinn fór fram 4. ágúst 2017 og City vann leikinn 3-0 með mörkum frá Gabriel Jesus, Sergio Aguero og Raheem Sterling. Phil Foden spilaði vel með Manchester City liðinu á síðasta tímabil og skoraði 8 mörk í 38 leikjum af miðjunni. Hann var í byrjunarliðinu í úrslitaleik deildabikarsins á móti Aston Villa sem og í leiknum mikilvæga á móti Real Madrid í Meistaradeildinni. "Pep s a believer that whoever trains well, he'll pick. I m going to prepare myself I d love to be a key player." Phil Foden has an England call-up but his focus is on establishing himself in the Man City side in David Silva's absencehttps://t.co/P3FLnhP2og #MCFC— FourFourTwo (@FourFourTwo) August 25, 2020 „Ég spilaði nokkra stóra leiki á þessu áru eins og bikarúrslitaleiki og stóra leiki í Meistaradeildinni. Það eru leikir sem allir vilja spila í. Stundum er það erfitt fyrir unga leikmenn að spila slíka leiki en Pep hefur verið þolinmóður með mig og spilað mér á réttum tímum,“ sagði Phil Foden. „Ég er búinn að læra mikið og er tilbúinn í að taka þetta skref,“ sagði Phil Foden. Phil Foden hefur alls spilað 51 leik fyrir yngri landslið Englendinga og skorað í þeim 19 mörk. Hann er búinn að spila 74 leiki fyrir Manchester City á undanförnum þremur tímabilum en fyrsta tækifærið í Meistaradeildinni með City fékk Foden þegar hann var aðeins 17 ára og 177 daga gamall. Leikur Íslands og Englands í Þjóðadeildinni fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 16.00. Leikurinn verðu í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 15.50 en eftir leikurinn verður líka uppgjör á sömu stöð.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Fótbolti Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Fótbolti Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Fótbolti Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Enski boltinn Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Enski boltinn Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Íslenski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Fleiri fréttir Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish „Stundum hata ég leikmenn mína“ Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Sjá meira