Góður gangur í Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 8. júní 2020 08:24 Árni Baldursson og Jóhannes Hinriksson saman á góðri stund með 88 sm laxinn. Mynd: Árni Baldursson FB Fyrstu dagarnir sem veiðimenn hafa verið við veiðar í Norðurá hafa sannarlega gefið góða von um að framundan sé gott laxveiðisumar eftir ansi magurt veiðisumar 2019. Opnunin í Norðurá gekk vel og veiðin stígandi eins og gera mátti ráð fyrir. Samkvæmt okkar heimildum er áin að detta í 50 laxa sem er mjög viðunandi fyrir árstíma. Norðurá var á einum tíma ekki beint þekkt fyrir stóra laxa en síðustu ár hefur hlutfall stórlaxa sífellt verið að aukast líkt og í öðrum ám á landinu og þar má klárlega þakka "Veitt og Sleppt" sem og hóflegum kvóta í flestum ef ekki öllum ánum. Um helgina kom lax á land sem er hingað til samkvæmt okkar bestu vitund sá stærsti sem er kominn á land í sumar. Jóhannes Hinriksson staðarhaldari við Ytri Rangá er við veiðar ásamt Árna Baldurssyni og náði á land 88 sm gullfallegum tveggja ára laxi. Árni er líka kominn með nokkra laxa á land og það er engin furða þar sem þar er á ferðinni einn af landsins bestu veiðimönnum. Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði
Fyrstu dagarnir sem veiðimenn hafa verið við veiðar í Norðurá hafa sannarlega gefið góða von um að framundan sé gott laxveiðisumar eftir ansi magurt veiðisumar 2019. Opnunin í Norðurá gekk vel og veiðin stígandi eins og gera mátti ráð fyrir. Samkvæmt okkar heimildum er áin að detta í 50 laxa sem er mjög viðunandi fyrir árstíma. Norðurá var á einum tíma ekki beint þekkt fyrir stóra laxa en síðustu ár hefur hlutfall stórlaxa sífellt verið að aukast líkt og í öðrum ám á landinu og þar má klárlega þakka "Veitt og Sleppt" sem og hóflegum kvóta í flestum ef ekki öllum ánum. Um helgina kom lax á land sem er hingað til samkvæmt okkar bestu vitund sá stærsti sem er kominn á land í sumar. Jóhannes Hinriksson staðarhaldari við Ytri Rangá er við veiðar ásamt Árna Baldurssyni og náði á land 88 sm gullfallegum tveggja ára laxi. Árni er líka kominn með nokkra laxa á land og það er engin furða þar sem þar er á ferðinni einn af landsins bestu veiðimönnum.
Stangveiði Mest lesið Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Svona á að hamfletta rjúpurnar Veiði Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Bleikjuveiðin búin að vera fín við Ásgarð Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði