Telja of mikla bjartsýni ríkja í Svörtuloftum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 17:53 Samtök atvinnulífsins telja að spá Seðlabankans sé of bjartsýn. Seðlabankinn gerir ráð fyrir sjö prósenta samdrætti í landsframleiðslu í ár og tíu prósenta atvinnuleysi í lok árs. Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segist velta fyrir sér hvort Seðlabankinn vanmeti mögulega áhrif sóttvarnaraðgerða á stærstu atvinnugrein landsins og bendir á að í könnun Gallup kemur fram að 38% fyrirtækja geri ráð fyrir að fækka starfsfólki á næsta hálfa ári. „Það er talað um skuggaatvinnuleysi í peningamálum sem tekur tillit til þeirra sem mælast utan vinnumarkaðar. Ef við bætum svo við þeim sem eru á hlutabótum þá er atvinnuleysið í raun nær 16 prósentum en því sem opinberar tölur gefa til kynna.“ Í ljósi þessa sé áhugavert að vita hvaða forsendur séu á bakvið spá bankans um atvinnuleysi í lok árs. Á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis í morgun sagði seðlabankastjóri að honum hafi verið legið á hálsi á vormánuðum fyrir of mikla bjartsýni en sagði að gagnrýnendurnir hafi ekki áttað sig á umfangi mótvægisaðgerða hagstjórnaryfirvalda. Anna segir að allt bendi til þess að staðan á vinnumarkaði eigi eftir að versna með haustinu. „Svo veltir maður fyrir sér áhrifum einkaneyslu. Það var vissulega meiri bjartsýni eftir sumarið þegar það kom í ljós að Íslendingar voru að ferðast mun meira innanlands heldur en við áttum von á fyrir fram. Það er ólíklegt að þessi þróun geti haldið áfram í ljósi þess að það er líklegt að atvinnuhorfur geti orðið mun verri í haust. Svo teljum við að spá um fjárfestingu geti verið of bjartsýn.“ Mikil óvissa ríki í rekstrarumhverfi fyrirtækja og áhrifin gætu því verið enn verri en Seðlabankinn geri ráð fyrir. Anna segir að gagnlegt hefði verið að fá gögn um óvissubil og sviðsmyndagreiningu. Óvissa sé aldrei góð í rekstrarumhverfi fyrirtækja. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt sé að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið, segir Anna. „Það hefði verið mjög gagnlegt að sjá sviðsmyndagreiningu frá Seðlabankanum því punktmat á þessum helstu undirliggjandi þáttum hagvaxtarspár gefa svo takmarkaðar upplýsingar um stöðuna þegar aðstæður eru líkt og nú. Það er í rauninni gríðarleg óvissa um hvern einasta þátt spárinnar.“ Anna kveðst gera sér grein fyrir að spá Seðlabankans byggi á bestu mögulegu upplýsingum á hverjum tíma og að það sé erfitt fyrir hagstjórnaryfirvöld að gefa skýr svör þegar óvissa ríki um framhaldið og margar af þeim breytum sem spárnar byggja á. „Þróunin er svo ör og það verður að bregðast skjótt við aðstæðum hverju sinni. Auðvitað hefur maður fullan skilning á því og það er ekkert hægt að krefjast þess að það ríki fullkominn fyrirsjáanleiki um allt en við þurfum að róa öll í sömu átt og að sama markmiði. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt er að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið.“ Seðlabankinn Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Þingmaður Samfylkingarinnar vill hækka atvinnuleysisbætur á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. Það sé mikill munur á atvinnuleysi í góðæri og atvinnuleysi í kreppu. 27. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja að spá Seðlabankans sé of bjartsýn. Seðlabankinn gerir ráð fyrir sjö prósenta samdrætti í landsframleiðslu í ár og tíu prósenta atvinnuleysi í lok árs. Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segist velta fyrir sér hvort Seðlabankinn vanmeti mögulega áhrif sóttvarnaraðgerða á stærstu atvinnugrein landsins og bendir á að í könnun Gallup kemur fram að 38% fyrirtækja geri ráð fyrir að fækka starfsfólki á næsta hálfa ári. „Það er talað um skuggaatvinnuleysi í peningamálum sem tekur tillit til þeirra sem mælast utan vinnumarkaðar. Ef við bætum svo við þeim sem eru á hlutabótum þá er atvinnuleysið í raun nær 16 prósentum en því sem opinberar tölur gefa til kynna.“ Í ljósi þessa sé áhugavert að vita hvaða forsendur séu á bakvið spá bankans um atvinnuleysi í lok árs. Á fundi fjármála-og efnahagsnefndar Alþingis í morgun sagði seðlabankastjóri að honum hafi verið legið á hálsi á vormánuðum fyrir of mikla bjartsýni en sagði að gagnrýnendurnir hafi ekki áttað sig á umfangi mótvægisaðgerða hagstjórnaryfirvalda. Anna segir að allt bendi til þess að staðan á vinnumarkaði eigi eftir að versna með haustinu. „Svo veltir maður fyrir sér áhrifum einkaneyslu. Það var vissulega meiri bjartsýni eftir sumarið þegar það kom í ljós að Íslendingar voru að ferðast mun meira innanlands heldur en við áttum von á fyrir fram. Það er ólíklegt að þessi þróun geti haldið áfram í ljósi þess að það er líklegt að atvinnuhorfur geti orðið mun verri í haust. Svo teljum við að spá um fjárfestingu geti verið of bjartsýn.“ Mikil óvissa ríki í rekstrarumhverfi fyrirtækja og áhrifin gætu því verið enn verri en Seðlabankinn geri ráð fyrir. Anna segir að gagnlegt hefði verið að fá gögn um óvissubil og sviðsmyndagreiningu. Óvissa sé aldrei góð í rekstrarumhverfi fyrirtækja. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt sé að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið, segir Anna. „Það hefði verið mjög gagnlegt að sjá sviðsmyndagreiningu frá Seðlabankanum því punktmat á þessum helstu undirliggjandi þáttum hagvaxtarspár gefa svo takmarkaðar upplýsingar um stöðuna þegar aðstæður eru líkt og nú. Það er í rauninni gríðarleg óvissa um hvern einasta þátt spárinnar.“ Anna kveðst gera sér grein fyrir að spá Seðlabankans byggi á bestu mögulegu upplýsingum á hverjum tíma og að það sé erfitt fyrir hagstjórnaryfirvöld að gefa skýr svör þegar óvissa ríki um framhaldið og margar af þeim breytum sem spárnar byggja á. „Þróunin er svo ör og það verður að bregðast skjótt við aðstæðum hverju sinni. Auðvitað hefur maður fullan skilning á því og það er ekkert hægt að krefjast þess að það ríki fullkominn fyrirsjáanleiki um allt en við þurfum að róa öll í sömu átt og að sama markmiði. Þeim mun meiri upplýsingar sem hægt er að veita á hverjum tíma, því betra fyrir allt atvinnulífið.“
Seðlabankinn Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05 Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Þingmaður Samfylkingarinnar vill hækka atvinnuleysisbætur á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. Það sé mikill munur á atvinnuleysi í góðæri og atvinnuleysi í kreppu. 27. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Trump tilkynnir um viðskiptasamkomulag við Japan Viðskipti erlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Stýrivextir haldast óbreyttir Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 1%. 26. ágúst 2020 09:05
Engin lausn að skapa neyð hjá atvinnulausum í kreppu Þingmaður Samfylkingarinnar vill hækka atvinnuleysisbætur á tímum faraldurs og efnahagsþrenginga. Það sé mikill munur á atvinnuleysi í góðæri og atvinnuleysi í kreppu. 27. ágúst 2020 13:40
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun