Bleikjuveiðin fer rólega af stað Karl Lúðvíksson skrifar 22. maí 2020 08:41 Það er vonandi gott veiðisumar framundan Þetta er búið að vera heldur kalt vor en sem betur fer ef veðurspá dagsins og morgundagsins er skoðuð er klárt mál að sumarið er loksins á leiðinni. Veiðimenn eru búnir að vera duglegir í þeirri veiði sem hefur verið í boði frá 1. apríl en framundan er einnig afskaplega skemmtilegur tími en það er tími bleikjunar. Það eru nokkur veiðisvæði sem eru mjög vinsæl þar sem bleikja veiðist oft vel og má þar til dæmis nefna Brúará, Sogið, Hólaá, Litlaá og svo auðvitað allar árnar í Eyjafirðinum en það er engin leið að telja upp alla þá veiðimöguleika sem við eigum í skemmtilegri bleikjuveiði. Það sem við bíðum eftir eru fyrstu góðu göngurnar af sjóbleikju en hún byrjar yfirleitt að kíkja upp í árnar í júní en það fer mikið eftir hitastiginu í ánum hvenær það byrjar og af hve miklum krafti. Það eru líklega flestir veiðimenn sammála um að betri matfisk en sjóbleikju en erfitt að finna. Enn sem komið er er veiðin róleg en stígandi og það besta er að hún á bara eftir að aukast. Í upptalningunni hér að ofan nefndi ég ekki vötn enda er sá listi líklega svo langur að það verður greinarhöfundi að dagsverki að setja það allt saman niður. Núna með hlýrri dögum fara vötnin að taka vel við sér, flugan fer á stjá og það er sannarlega frábær tími framundan. Stangveiði Mest lesið Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Algjört hrun í Andakílsá - 83 laxar veiddir Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði RISE kvikmyndahátíðin hefst 10. mars Veiði Lenti í eldgosi í miðri veiði Veiði
Þetta er búið að vera heldur kalt vor en sem betur fer ef veðurspá dagsins og morgundagsins er skoðuð er klárt mál að sumarið er loksins á leiðinni. Veiðimenn eru búnir að vera duglegir í þeirri veiði sem hefur verið í boði frá 1. apríl en framundan er einnig afskaplega skemmtilegur tími en það er tími bleikjunar. Það eru nokkur veiðisvæði sem eru mjög vinsæl þar sem bleikja veiðist oft vel og má þar til dæmis nefna Brúará, Sogið, Hólaá, Litlaá og svo auðvitað allar árnar í Eyjafirðinum en það er engin leið að telja upp alla þá veiðimöguleika sem við eigum í skemmtilegri bleikjuveiði. Það sem við bíðum eftir eru fyrstu góðu göngurnar af sjóbleikju en hún byrjar yfirleitt að kíkja upp í árnar í júní en það fer mikið eftir hitastiginu í ánum hvenær það byrjar og af hve miklum krafti. Það eru líklega flestir veiðimenn sammála um að betri matfisk en sjóbleikju en erfitt að finna. Enn sem komið er er veiðin róleg en stígandi og það besta er að hún á bara eftir að aukast. Í upptalningunni hér að ofan nefndi ég ekki vötn enda er sá listi líklega svo langur að það verður greinarhöfundi að dagsverki að setja það allt saman niður. Núna með hlýrri dögum fara vötnin að taka vel við sér, flugan fer á stjá og það er sannarlega frábær tími framundan.
Stangveiði Mest lesið Allt varð vitlaust þegar hlýnaði við Norðurá Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Eystri Rangá fer vel af stað Veiði Laxá í Kjós: Ellefu fallegir eins árs fiskar Veiði Fyrsti Rínar-laxinn í Sviss í 50 ár Veiði Helgarviðtalið: Hitsaði 12 punda lax með áhorfendur á bakkanum Veiði Algjört hrun í Andakílsá - 83 laxar veiddir Veiði Veiðisvæðin kennd við ION opnuðu í gær Veiði RISE kvikmyndahátíðin hefst 10. mars Veiði Lenti í eldgosi í miðri veiði Veiði