Bein útsending: Rökstyðja óbreytta stýrivexti Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. ágúst 2020 09:47 Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga. sí Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinn um að halda stýrivöxtum óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. Beint streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni. Á fundinum mun nefndin jafnframt kynna efni Peningamála, sem kom út í dag samhliða ákvörðuninni. Þar segir meðal annars að útlit sé fyrir að landsframleiðslan hafi dregist saman um tæplega 11 prósent milli ára á öðrum fjórðungi ársins. Það sé þó minni samdráttur en spáð var í maí og vegi þar þyngst að neysluútgjöld heimila gáfu ekki eins mikið eftir og þá var óttast. „Þótt horfur fyrir seinni hluta ársins séu heldur lakari en spáð var í maí er talið að landsframleiðslan dragist saman um 7,1 prósent á árinu öllu í stað 8 prósent samdráttar sem gert var ráð fyrir í maí,“ segir í Peningamálum. Þar er þess jafnframt getið að atvinnuleysi muni að líkindum aukast eftir því sem líður á árið. Peningastefnunefnd áætlar þannig að það geti orðið um 10 prósent í lok árs. Ekki sé útlit fyrir að landsframleiðslan verði orðin sú sama og í lok síðasta árs fyrr en seint á árinu 2023. „Horfur eru hins vegar afar óvissar og munu ekki síst ráðast af framvindunni í baráttunni við farsóttina en í spá bankans er gert ráð fyrir að ekki verði verulegt bakslag í þróun farsóttarinnar þótt ekki sé útilokað að tímabundin og afmörkuð dæmi aukinna smita komi reglulega upp.“ Hvað verðbólgu varðar telur Peningastefnunefndin að hún verði í kringum þrjú prósent að meðaltali það sem eftir lifir árs. Hún verði kominn í um tvö prósent á síðari hluta árs sökum slaka í þjóðarbúinu og lítillar alþjóðlegrar verðbólgu. „Þetta er meiri verðbólga á fyrri hluta spátímans en spáð var í maí enda upphafsstaðan lakari og slakinn minni nú en áður var talið.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands skýrir frá ákvörðun sinn um að halda stýrivöxtum óbreyttum á fundi sem hefst klukkan 10 í Seðlabankanum. Beint streymi frá fundinum má nálgast í spilaranum neðst í fréttinni. Á fundinum mun nefndin jafnframt kynna efni Peningamála, sem kom út í dag samhliða ákvörðuninni. Þar segir meðal annars að útlit sé fyrir að landsframleiðslan hafi dregist saman um tæplega 11 prósent milli ára á öðrum fjórðungi ársins. Það sé þó minni samdráttur en spáð var í maí og vegi þar þyngst að neysluútgjöld heimila gáfu ekki eins mikið eftir og þá var óttast. „Þótt horfur fyrir seinni hluta ársins séu heldur lakari en spáð var í maí er talið að landsframleiðslan dragist saman um 7,1 prósent á árinu öllu í stað 8 prósent samdráttar sem gert var ráð fyrir í maí,“ segir í Peningamálum. Þar er þess jafnframt getið að atvinnuleysi muni að líkindum aukast eftir því sem líður á árið. Peningastefnunefnd áætlar þannig að það geti orðið um 10 prósent í lok árs. Ekki sé útlit fyrir að landsframleiðslan verði orðin sú sama og í lok síðasta árs fyrr en seint á árinu 2023. „Horfur eru hins vegar afar óvissar og munu ekki síst ráðast af framvindunni í baráttunni við farsóttina en í spá bankans er gert ráð fyrir að ekki verði verulegt bakslag í þróun farsóttarinnar þótt ekki sé útilokað að tímabundin og afmörkuð dæmi aukinna smita komi reglulega upp.“ Hvað verðbólgu varðar telur Peningastefnunefndin að hún verði í kringum þrjú prósent að meðaltali það sem eftir lifir árs. Hún verði kominn í um tvö prósent á síðari hluta árs sökum slaka í þjóðarbúinu og lítillar alþjóðlegrar verðbólgu. „Þetta er meiri verðbólga á fyrri hluta spátímans en spáð var í maí enda upphafsstaðan lakari og slakinn minni nú en áður var talið.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Kaffi Ó-le opið á ný Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira