Handtaka stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2020 12:45 Síðustu daga hefur fjöldi fólks komið saman víða um Hvíta-Rússland til þess að mótmæla Lúkasjenkó forseta. Valery Sharifulin\TASS via Getty Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. Handtökurnar voru gerðar í kjölfar mjög fjölmennra mótmæla í landinu þar sem þess var krafist að Alexander Lúkasjenkó, hinn umdeildi forseti landsins, tæki pokann sinn. Yfir 100.000 manns tóku þátt í mótmælunum. Um er að ræða þau Olgu Kóvalkóvu og Sergei Dílevskí. Þau eru bæði meðlimir í sérstöku 35 manna ráði stjórnarandstæðinga, sem skipað var af Svetlönu Tíkanovskaíju, sem var helsti andstæðingur Lúkasjenkó í nýafstöðnum forsetakosningum. Þau Kóvalkóva og Dílevskí voru handtekin fyrir utan traktoraverksmiðju í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, þar sem starfsfólk verksmiðjunnar skipulagði verkfall í því skyni að mótmæla Lúkasjenkó. Kveikja mótmælaöldunnar sem nú ríkir í Hvíta-Rússlandi voru forsetakosningarnar sem fram fóru þann 9. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt opinberum tölum hlaut Lúkasjenkó rúm 80 prósent atkvæða, en Tíkanovskaíja aðeins rúm 10 prósent. Alþjóðlegum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna og telja mörg að brögð hafi verið í tafli. Margir hvítrússneskir mótmælendur hafa sakað lögregluna í landinu um að beita harkalegum handtökuaðferðum og jafnvel pyntingum. Sjálfur hefur Lúkasjenkó fordæmt öll mótmæli gegn sér og kallað alla sem taka þátt í slíkum mótmælum ýmist „rottur“ eða „nasista.“ Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. 22. ágúst 2020 15:35 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Hvítrússneska lögreglan hefur hneppt tvo hátt setta meðlimi stjórnarandstöðunnar þar í landi í varðhald. Handtökurnar voru gerðar í kjölfar mjög fjölmennra mótmæla í landinu þar sem þess var krafist að Alexander Lúkasjenkó, hinn umdeildi forseti landsins, tæki pokann sinn. Yfir 100.000 manns tóku þátt í mótmælunum. Um er að ræða þau Olgu Kóvalkóvu og Sergei Dílevskí. Þau eru bæði meðlimir í sérstöku 35 manna ráði stjórnarandstæðinga, sem skipað var af Svetlönu Tíkanovskaíju, sem var helsti andstæðingur Lúkasjenkó í nýafstöðnum forsetakosningum. Þau Kóvalkóva og Dílevskí voru handtekin fyrir utan traktoraverksmiðju í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, þar sem starfsfólk verksmiðjunnar skipulagði verkfall í því skyni að mótmæla Lúkasjenkó. Kveikja mótmælaöldunnar sem nú ríkir í Hvíta-Rússlandi voru forsetakosningarnar sem fram fóru þann 9. ágúst síðastliðinn. Samkvæmt opinberum tölum hlaut Lúkasjenkó rúm 80 prósent atkvæða, en Tíkanovskaíja aðeins rúm 10 prósent. Alþjóðlegum eftirlitsaðilum var ekki leyft að fylgjast með framkvæmd kosninganna og telja mörg að brögð hafi verið í tafli. Margir hvítrússneskir mótmælendur hafa sakað lögregluna í landinu um að beita harkalegum handtökuaðferðum og jafnvel pyntingum. Sjálfur hefur Lúkasjenkó fordæmt öll mótmæli gegn sér og kallað alla sem taka þátt í slíkum mótmælum ýmist „rottur“ eða „nasista.“
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00 Hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. 22. ágúst 2020 15:35 Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í Mínsk þrátt fyrir bann forsetans Tugir þúsunda hafa safnast saman í miðborg Mínsk í Hvíta-Rússlandi til að mótmæla setu Alexanders Lúkasjenkó á forsetastóli þrátt fyrir mótmælabann forsetans. Öryggissveitir lögreglunnar eru einnig á staðnum. 23. ágúst 2020 17:00
Hyggst loka verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt Alexander Lúkasjenkó forseti Hvíta-Rússlands segist ætla að loka þeim verksmiðjum þar sem starfsmenn hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninganna sem fóru fram fyrr í þessum mánuði. 22. ágúst 2020 15:35
Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55
Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32