Frábær opnun í Leirá Karl Lúðvíksson skrifar 3. apríl 2020 08:45 Harpa Hlín hjá Iceland Outfitters með flottan fisk úr opnun Leirá Mynd: Iceland Outfitters Ein óvæntasta opnun veiðitímabilsins var klárlega sú í ánni sem fer einna minnst fyrir en þrátt fyrir þaðer veiðin búin að vera frábær. Það fer mjög lítið fyrir Leirá á sumrin þegar hún er frekar vatnslítil og lætur lítið fyrir sér fara en á vorin er hún mun vatnsmeiri og þá er líka veiðivonin ansi góð. Þessi netta á opnaði 1. apríl eins og allar sjóbirtingsárnar og það er óhætt að segja að opnunin hafi verið frábær. Það voru komnir 14 fiskar á land fyrir hádegi og dagurinn endaði í ha´tt á fjórða tug fiska sem er frábær heildarveiði í þessari nettu á. Það er greinilegt að breyttar veiðireglur þar sem veiðimönnum er skilt að sleppa öllum fiski aftur eru að skila góðum árangri og það sem meira er, stærri sjóbirtingum en menn þekkja úr Leirá í fjöldamörg ár. Það verður spennandi að sjá framhaldið í ánni en hún hefur notið mikilla vinsælda því veiðileyfin eru ekki dýr miðað við góða veiðivon og ánni fylgir snyrtilegt veiðihús sem veiðimenn hafa afnot af. Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Ágæt rjúpnaveiði síðustu daga Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði
Ein óvæntasta opnun veiðitímabilsins var klárlega sú í ánni sem fer einna minnst fyrir en þrátt fyrir þaðer veiðin búin að vera frábær. Það fer mjög lítið fyrir Leirá á sumrin þegar hún er frekar vatnslítil og lætur lítið fyrir sér fara en á vorin er hún mun vatnsmeiri og þá er líka veiðivonin ansi góð. Þessi netta á opnaði 1. apríl eins og allar sjóbirtingsárnar og það er óhætt að segja að opnunin hafi verið frábær. Það voru komnir 14 fiskar á land fyrir hádegi og dagurinn endaði í ha´tt á fjórða tug fiska sem er frábær heildarveiði í þessari nettu á. Það er greinilegt að breyttar veiðireglur þar sem veiðimönnum er skilt að sleppa öllum fiski aftur eru að skila góðum árangri og það sem meira er, stærri sjóbirtingum en menn þekkja úr Leirá í fjöldamörg ár. Það verður spennandi að sjá framhaldið í ánni en hún hefur notið mikilla vinsælda því veiðileyfin eru ekki dýr miðað við góða veiðivon og ánni fylgir snyrtilegt veiðihús sem veiðimenn hafa afnot af.
Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Blanda fer yfir 3000 laxa í dag Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Ágæt rjúpnaveiði síðustu daga Veiði Veiðihelgi framundan, loksins hlýindi í kortunum Veiði Henrik Mortensen snýr aftur með kastnámskeið Veiði