Segist hafa rætt við Jurgen Klopp um að taka við Barcelona Ísak Hallmundarson skrifar 23. ágúst 2020 23:00 Mun Klopp taka við Barcelona í nálægri framtíð? getty/Laurence Griffiths Í byrjun næsta árs verða haldnar kosningar um forseta fótboltarisans Barcelona. Einn frambjóðendanna, Jordi Farre, segist hafa rætt við Jurgen Klopp hjá Liverpool um að taka við sem þjálfari liðsins í framtíðinni. Barcelona, sem er eitt sigursælasta lið Evrópu, er að ganga í gegnum miklar breytingar þar sem gullaldarleikmenn þeirra eru margir hverjir hættir eða komnir á síðasta skeið ferils síns. Liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu á niðurlægjandi hátt þegar það tapaði 8-2 fyrir Bayern Munchen. Í kjölfarið var Quique Setién rekinn frá félaginu og Ronald Koeman ráðinn í hans stað. Farre telur að Koeman sé fín bráðabirgðalausn en að Jurgen Klopp sé rétti maðurinn til að leiða Börsunga inn í nýtt gullaldarskeið, enda hefur Klopp náð frábærum árangri sem þjálfari Liverpool á Englandi. „Við höfum nokkrum sinnum átt samræður við Klopp þar sem að okkar mati þarf Barcelona slíkan þjálfara. Þetta eru sérstakir tímar hjá félaginu og Koeman er góð lausn því hann er goðsögn hjá Barcelona, hann er það sem liðið þarf í augnablikinu,“ sagði Farre og gefur því skóna að ef hann verði kjörinn ætli hann að fá Klopp til að taka við af Koeman. Það flækir aðeins stöðuna að Klopp sagði í viðtali nýlega að hann ætli mögulega að hætta að þjálfa þegar samningur hans hjá Liverpool rennur út árið 2024. Þjóðverjinn sagði reyndar það sama eftir tíma sinn með Dortmund en var ráðinn til Liverpool sama ár og hann hætti þar og því ekki útilokað að Barcelona verði hans næsti áfangastaður. Spænski boltinn Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira
Í byrjun næsta árs verða haldnar kosningar um forseta fótboltarisans Barcelona. Einn frambjóðendanna, Jordi Farre, segist hafa rætt við Jurgen Klopp hjá Liverpool um að taka við sem þjálfari liðsins í framtíðinni. Barcelona, sem er eitt sigursælasta lið Evrópu, er að ganga í gegnum miklar breytingar þar sem gullaldarleikmenn þeirra eru margir hverjir hættir eða komnir á síðasta skeið ferils síns. Liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu á niðurlægjandi hátt þegar það tapaði 8-2 fyrir Bayern Munchen. Í kjölfarið var Quique Setién rekinn frá félaginu og Ronald Koeman ráðinn í hans stað. Farre telur að Koeman sé fín bráðabirgðalausn en að Jurgen Klopp sé rétti maðurinn til að leiða Börsunga inn í nýtt gullaldarskeið, enda hefur Klopp náð frábærum árangri sem þjálfari Liverpool á Englandi. „Við höfum nokkrum sinnum átt samræður við Klopp þar sem að okkar mati þarf Barcelona slíkan þjálfara. Þetta eru sérstakir tímar hjá félaginu og Koeman er góð lausn því hann er goðsögn hjá Barcelona, hann er það sem liðið þarf í augnablikinu,“ sagði Farre og gefur því skóna að ef hann verði kjörinn ætli hann að fá Klopp til að taka við af Koeman. Það flækir aðeins stöðuna að Klopp sagði í viðtali nýlega að hann ætli mögulega að hætta að þjálfa þegar samningur hans hjá Liverpool rennur út árið 2024. Þjóðverjinn sagði reyndar það sama eftir tíma sinn með Dortmund en var ráðinn til Liverpool sama ár og hann hætti þar og því ekki útilokað að Barcelona verði hans næsti áfangastaður.
Spænski boltinn Mest lesið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira