Lítur á sig sem táknmynd breytinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2020 14:59 Svetlana Tikhanovskaya vakti gríðarlega mikla athygli í heimalandi sínu eftir að hún steig upp gegn forsetanum og bauð sig fram gegn honum í kjölfar þess að eiginmaður hennar, sem huggðist bjóða sig fram, var handtekinn. EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. Alexander Lúkasjenkó, forseti landsins, þurfi að hennar mati að stíga til hliðar fyrr eða síðar. Svetlana flúði land og hélt til Litháen þar sem hún og börnin hennar tvö halda til vegna öryggisástæðna. Tsikhanovskaya sagði í samtali við fréttastofu Reuters að hún teldi það skyldu sína að gera allt sem í hennar valdi stæði til að styðja við mótmælendur í heimalandi hennar. Hún sagði þó að hún myndi ekki bjóða sig fram til forseta á ný. „Á meðan á kosningabaráttunni stóð leit ég ekki á sjálfa mig sem stjórnmálamann en ég hvatti sjálfa mig áfram,“ sagði hún. „Ég sé ekki fyrir mér að vera í stjórnmálum. Ég er ekki stjórnmálamaður.“ Tugir þúsunda Hvít-Rússa hafa mótmælt síðastliðnar tvær vikur vegna niðurstöðu forsetakosninga sem fóru fram 9. ágúst síðastliðinn. Telja þeir að Lúkasjenkó hafi beitt kosningasvindli til að tryggja sér sigur. Krafa mótmælenda er sú að Lúkasjenkó stígi til hliðar og nýjar kosningar verði haldnar. Tsikhanovskaya bauð sig fram til forseta eftir að eiginmaður hennar, sem ætlaði að bjóða sig fram, var fangelsaður. Hún segir að örlögin hafi rétt henni hlutverk sem hún mætti ekki svíkjast undan. „Það eru örlög mín og verkefni, og ég hef engan rétt til að svíkjast undan því. Ég veit að ég er örugg hér en allt fólkið sem kaus mig í Hvíta-Rússlandi… þarf á mér að halda sem táknmynd. Þau þurfa á manneskjunni sem þau kusu að halda. Ég gæti ekki svikið fólkið mitt.“ Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Leiðtogaráðið með neyðarfund um Hvíta-Rússland Leiðtogaráð Evrópusambandsins var boðað á neyðarfund í dag vegna ástandsins í Hvíta-Rússlandi. Fjöldamótmæli gegn forseta landsins standa enn yfir eftir umdeildar forsetakosningar. 17. ágúst 2020 19:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Svetlana Tsikhanovskaya, stjórnarandstöðuleiðtogi í Hvíta-Rússlandi sem hefur flúið land, segist líta á sjálfa sig sem táknmynd breytinga og telur hlutverk sitt vera að tryggja að nýjar kosningar verði haldnar. Alexander Lúkasjenkó, forseti landsins, þurfi að hennar mati að stíga til hliðar fyrr eða síðar. Svetlana flúði land og hélt til Litháen þar sem hún og börnin hennar tvö halda til vegna öryggisástæðna. Tsikhanovskaya sagði í samtali við fréttastofu Reuters að hún teldi það skyldu sína að gera allt sem í hennar valdi stæði til að styðja við mótmælendur í heimalandi hennar. Hún sagði þó að hún myndi ekki bjóða sig fram til forseta á ný. „Á meðan á kosningabaráttunni stóð leit ég ekki á sjálfa mig sem stjórnmálamann en ég hvatti sjálfa mig áfram,“ sagði hún. „Ég sé ekki fyrir mér að vera í stjórnmálum. Ég er ekki stjórnmálamaður.“ Tugir þúsunda Hvít-Rússa hafa mótmælt síðastliðnar tvær vikur vegna niðurstöðu forsetakosninga sem fóru fram 9. ágúst síðastliðinn. Telja þeir að Lúkasjenkó hafi beitt kosningasvindli til að tryggja sér sigur. Krafa mótmælenda er sú að Lúkasjenkó stígi til hliðar og nýjar kosningar verði haldnar. Tsikhanovskaya bauð sig fram til forseta eftir að eiginmaður hennar, sem ætlaði að bjóða sig fram, var fangelsaður. Hún segir að örlögin hafi rétt henni hlutverk sem hún mætti ekki svíkjast undan. „Það eru örlög mín og verkefni, og ég hef engan rétt til að svíkjast undan því. Ég veit að ég er örugg hér en allt fólkið sem kaus mig í Hvíta-Rússlandi… þarf á mér að halda sem táknmynd. Þau þurfa á manneskjunni sem þau kusu að halda. Ég gæti ekki svikið fólkið mitt.“
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55 Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32 Leiðtogaráðið með neyðarfund um Hvíta-Rússland Leiðtogaráð Evrópusambandsins var boðað á neyðarfund í dag vegna ástandsins í Hvíta-Rússlandi. Fjöldamótmæli gegn forseta landsins standa enn yfir eftir umdeildar forsetakosningar. 17. ágúst 2020 19:00 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Lúkasjenko fengið nóg og vill að mótmælin verði kveðin niður Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, hefur fyrirskipað að mótmælaalda sem staðið hefur yfir í landinu undanfarna tíu daga verði kveðin niður með snarhasti. Mótmælin hófust eftir að Lúkasjenkó var endurkjörinn í fimmta sinn í forsetakosningum. 19. ágúst 2020 20:55
Sakar stjórnarandstöðuna um valdaránstilraun Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseti Hvíta-Rússlands, hefur sakað andstæðinga sína um tilraun til valdaráns. Stjórnarandstæðingar hafa nú stofnað ráð sem ætlað er að skipuleggja aðgerðir stjórnarandstöðunnar. 18. ágúst 2020 23:32
Leiðtogaráðið með neyðarfund um Hvíta-Rússland Leiðtogaráð Evrópusambandsins var boðað á neyðarfund í dag vegna ástandsins í Hvíta-Rússlandi. Fjöldamótmæli gegn forseta landsins standa enn yfir eftir umdeildar forsetakosningar. 17. ágúst 2020 19:00