Ætla sér að sökkva strönduðu flutningaskipi við Máritíus Atli Ísleifsson skrifar 21. ágúst 2020 10:51 Frá strandstaðnum undan ströndum Máritíus. AP Björgunaraðilar á Máritíus hafa hafið vinnu við að sökkva hluta flutningaskips sem standaði innan lögsögu ríkisins í júlí síðastliðinn og olli þar miklum umhverfisspjöllum vegna olíuleka. Vinna hófst við það í gær að draga fremri og stærri hluta skipsins lengra út á haf, en skipið brotnaði í tvennt nokkrum vikum eftir strandið. Er ætlunin að sökkva skipinu niður á um þrjú þúsund metra dýpi, um fimmtán kílómetrum frá strandstaðnum. Áætlað er að um þúsund tonn af olíu hafi lekið út úr japanska flutningaskipinu MV Wakashio og mengað umhverfi og viðkvæmt vistkerfi kóralrifja og stranda í grennd við strandstaðinn. Yfirvöld á Máritíus fullyrða að nú sé búið að ná allri olíu úr skipinu og að hnitin þar sem sökkva á skipinu hafi verið vandlega valinn eftir samráð fyrir sjávarlíffræðinga. Ákvörðunin hefur þó verið gagnrýnd af fjölda umhverfisverndarsamtaka. „Að sökkva skipinu hefur í för með sér mikla áhættu fyrir líffræðilegan fjölbreytileika og mengar hafið af miklu magni þungmálma,“ segir í yfirlýsingu frá Happy Khambule hjá Greenpeace. Aftari hluti skipsins en enn að finna á standstaðnum og liggur ekki fyrir hvað verði gert við hann að svo stöddu. Skipstjóri MV Wakashio er í haldi lögreglu á Máritíus. Máritíus Tengdar fréttir Óttast að skipið gæti brotnað í tvennt Yfirvöld eyríkisins Máritíus segjast óttast að flak flutningaskipsins MV Wakashio gæti brotnað í tvennt en stórar og miklar sprungur hafa myndast á ytra byrði þess. 10. ágúst 2020 20:32 Reyna að hefta útbreiðslu olíu eftir stórfelldan leka Sjálfboðaliðar á Máritíus gera nú allt til að reyna að hefta útbreiðslu olíu í sjónum eftir stórfelldan leka úr japönsku flutningaskipi sem strandaði undan strönd landsins í síðasta mánuði. 9. ágúst 2020 13:08 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Björgunaraðilar á Máritíus hafa hafið vinnu við að sökkva hluta flutningaskips sem standaði innan lögsögu ríkisins í júlí síðastliðinn og olli þar miklum umhverfisspjöllum vegna olíuleka. Vinna hófst við það í gær að draga fremri og stærri hluta skipsins lengra út á haf, en skipið brotnaði í tvennt nokkrum vikum eftir strandið. Er ætlunin að sökkva skipinu niður á um þrjú þúsund metra dýpi, um fimmtán kílómetrum frá strandstaðnum. Áætlað er að um þúsund tonn af olíu hafi lekið út úr japanska flutningaskipinu MV Wakashio og mengað umhverfi og viðkvæmt vistkerfi kóralrifja og stranda í grennd við strandstaðinn. Yfirvöld á Máritíus fullyrða að nú sé búið að ná allri olíu úr skipinu og að hnitin þar sem sökkva á skipinu hafi verið vandlega valinn eftir samráð fyrir sjávarlíffræðinga. Ákvörðunin hefur þó verið gagnrýnd af fjölda umhverfisverndarsamtaka. „Að sökkva skipinu hefur í för með sér mikla áhættu fyrir líffræðilegan fjölbreytileika og mengar hafið af miklu magni þungmálma,“ segir í yfirlýsingu frá Happy Khambule hjá Greenpeace. Aftari hluti skipsins en enn að finna á standstaðnum og liggur ekki fyrir hvað verði gert við hann að svo stöddu. Skipstjóri MV Wakashio er í haldi lögreglu á Máritíus.
Máritíus Tengdar fréttir Óttast að skipið gæti brotnað í tvennt Yfirvöld eyríkisins Máritíus segjast óttast að flak flutningaskipsins MV Wakashio gæti brotnað í tvennt en stórar og miklar sprungur hafa myndast á ytra byrði þess. 10. ágúst 2020 20:32 Reyna að hefta útbreiðslu olíu eftir stórfelldan leka Sjálfboðaliðar á Máritíus gera nú allt til að reyna að hefta útbreiðslu olíu í sjónum eftir stórfelldan leka úr japönsku flutningaskipi sem strandaði undan strönd landsins í síðasta mánuði. 9. ágúst 2020 13:08 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Óttast að skipið gæti brotnað í tvennt Yfirvöld eyríkisins Máritíus segjast óttast að flak flutningaskipsins MV Wakashio gæti brotnað í tvennt en stórar og miklar sprungur hafa myndast á ytra byrði þess. 10. ágúst 2020 20:32
Reyna að hefta útbreiðslu olíu eftir stórfelldan leka Sjálfboðaliðar á Máritíus gera nú allt til að reyna að hefta útbreiðslu olíu í sjónum eftir stórfelldan leka úr japönsku flutningaskipi sem strandaði undan strönd landsins í síðasta mánuði. 9. ágúst 2020 13:08