Ketó og kolvetni Ragga Nagli skrifar 11. mars 2020 15:00 Ragnhildur Þórðardóttir skrifar heilsupistla fyrir Lífið. Ragga Nagli starfar sem þjálfari og sálfræðingur. Vísir/Vilhelm Ketó eða kolvetni? Banana eða bernes Þarftu að dúndra kolvetnum í grímuna? Allir og frændi þeirra eru á ketó um þessar mundir. En það er mikilvægt að vita hvað er jákvætt við mataræðisstefnuna sem allir á kaffistofunni mæra upp í rjáfur, og hvað ber að hafa í huga þegar við dánlódum nýju matarplani af netinu og fyllum ísskápinn af flúnkunýjum matvælum. Þá geturðu tekið upplýsta ákvörðun um hvort þessi stefna henti þér. Ekki fara á ketó bara af því hálfnakinn Instagrammari segir að það sé lykillinn að varanlegum lýsisleka af maga, rass og mjöðmum. Ekki gera það bara af því allur saumaklúbburinn er á fullu að baka brauð úr eggjarauðum og möndlumjöli. Besta ráðið varðandi allt mataræði er að fara ekki í lífstíðar hjónaband, heldur vera eins og fjölþreifinn piparsveinn og prófa í nokkra mánuði hvernig líkaminn bregst við. Tvær mikilvægar spurningar til að spyrja sjálfan þig áður en þú hendir kartöflum, grjónum, brauði og haframjöli út í ruslagám. *Hversu oft áður hef ég reynt að fylgja mataræðisplani? *Hvaða áhrif hefur það á sálartetrið og skrokkinn ef ég hætti að fylgja þessu plani? Og hvenær er skrokkurinn að garga á þig að þú þurfir að dúndra meira af kolvetnum í grímuna. Þá þarftu nefnilega að leggja við hlustir og bregðast við.Getty/ Westend61Frammistaða á æfingum. Ef þú dregur þig í gegnum daginn í heilaþoku og æfingar jafn ánægjulegar og að ganga um í gapastokki þá þarftu líklega kolvetni í maskínuna Fyrstu vikurnar á ketó hefurðu vaknað eins og þú hafir sofið í frauðplastkúlum í silkináttfötum frá verslun Guðsteins. Mætir á æfingu og reykir járnið vafið upp filterslaust. En nú ertu jafn öflugur á æfingu og borðtuska klukkan fimm að morgni á öldurhúsi í borg óttans. Þú gerir máttvana tilraunir í viðskiptum við stálið. Þitt eina markmið er að komast út úr salnum sem fyrst. Þegar borðtuskudagarnir eru orðnir fleiri en silkidagarnir þarftu að skoða hvort skrokkurinn þurfi kannski meiri kolvetni. Lágkolvetna mataræði getur hentað vel fyrir æfingar á lágri ákefð eins jóga, langhlaup, þar sem líkaminn getur betur notað súrefni og fitu til að knýja sig áfram. Æfingar á hárri ákefð og sprengiæfingar eins og Crossfit, ólympískar lyftingar, sprettæfingar, þungar lyftingar, plyometrics, reiða sig á glúkósa frá kolvetnum í blóðrás, lifur eða vöðvum því það er aðgengilegt strax hér og nú. Líkaminn þarf að fara Krýsuvíkurleiðina til að fá orku úr fitu og það er of tímafrekt ferli þegar þarf að rífa upp þunga stöng af krafti. Rannsókn í Journal of Sports Medicine and Physical Fitness sýndi að lágkolvetna og ketó mataræði höfðu neikvæð áhrif á frammistöðu bæði karla og kvenna í æfingum á hárri ákefð.Andremma. Er lyktin útúr þér eins og blautir lopasokkar á miðstöðvarofni þrátt fyrir samviskusamlega tannburstun og tannþráðanotkun? Ekki margir átta sig á því að þegar við hendum kolvetnum útí hafsauga þá hefur það í för með sér andfýlu eins og naglalakkaeyðir. Þegar líkaminn brýtur niður fitu sem eldsneyti framleiðir hann ketóna sem losast út í andardráttinn og lyktin af þeim er ansi slöpp.Þú getur klárað lagerinn frá Wrigleys og tuggið allt Extra tyggjóið, burstað þar til blæðir úr holdinu eða sogið beiskan brjóstsykur en betra ráð er að bæta smám saman kolvetnum inn í mataræðið í 1-2 máltíðir dagsins í nokkrar vikur.Þú getur alltaf farið aftur á ketó. Það er ekkert að fara neitt.Meltingartruflanir. Þegar við fylgjum ketó þá minnkum við neyslu á ávöxtum, grænmeti, heilkorna afurðum og þar með dettur út haugur af trefjum. Trefjar þétta hægðirnar hjá okkur, og án þeirra getum við endað með hægðatregðu og pípulögnin verður ekki eins regluleg í klósettferðum.Ef þú finnur að þarmaflóran er orðin miður sín gæti það verið ráð að skella inn smá slummu af grjónum, nokkrum kartöflum eða endurnýja kynnin við gamla góða hafragrautinn.Prófaðu líka að gúlla góðgerla frá NOW sem innihalda góðu bakteríurnar sem koma aftur á jafnvægi í þarmaflórunni til að ýta traffíkinni aftur af stað og stuðla að reglulegri heimsóknum á postulínið.Sveigjanleg efnaskipti. Ef þú finnur að þú bjúgast upp eins og blaðra á sautjánda júní þegar örfáar öreindir af kolvetnum rata inn í túlann getur það verið merki um að líkaminn sé orðinn óskilvirkur í ferlun kolvetna. Þegar þau eru fjarverandi í langan tíma þá bregst líkaminn við með að sjúga upp vökva eins og svampur þegar kolvetni loks mæta á svæðið. Þó þú fylgir ketó upp á punkt og prik getur verið gott ráð að dúndra inn kolvetnum af og til, jafnvel taka 1-2 daga í viku þar sem þú keyrir aðeins kolvetnin upp. Það kallast “carb cycling” á útlenskunni. Þú vilt að efnaskiptin þín séu eins og þúsundþjalasmiður og geti unnið úr hvort sem er kolvetnum eða fitu hvenær sem er. Þú fylgir ketó slavískt í marga mánuði með að löðra þig í bernes og rjóma en forðast banana eins og loga vítis. En svo mætirðu í brúðkaupið hjá Friðþjófi frænda og dettur lóðrétt í brauðréttinn þá mun líkaminn ekki kunna að ferla og melta kolvetni og þú endar með bjúgaða vömb og vilt bara vera í joggingbrók í viku.Getty/apomaresVið erum alla ævi eins og petrídiskur á rannsóknarstofu í Decode að finna hvaða mataræði stuðlar að vellíðan, heilsu og hamingju. Mataræðið sem hentaði þér í fyrra hentar þér ekki endilega núna. Það mataræði sem Sigga í bókhaldinu dásamar í hverri kaffipásu hentar ekki endilega þínum bragðlaukum, lífsstíl, þarmaflóru og meltingu. Það getur verið að Gulla í saumaklúbbnum blómstri eins og njóli á húsvegg í júlí með að sleppa kolvetnum. En Siggi nágranni lyppast niður í orkuleysi, svima og svengd. Hlutverk líkamans er að halda þér á lífi. Ef þú rígheldur í þér í langan tíma og kroppar eins og spörfugl og forðast ákveðin matvæli með hvítum hnúum og samanbitnum jöxlum. Þá um leið og þú losar um bremsuna í hausnum með að gúlla allan Nóakropp pokann inni í vaskahúsi, eða átta samsölubrauðsneiðar með osti á tíu mínútum, þá byggir líkaminn nýjar fitufrumur til að vera viðbúinn næstu hungursneyð með að stækka lagerbirgðirnar og hindra að þú losir þig við fituna sem þú vildir ekki hafa til að byrja með. Því fita er baktrygging hans fyrir að lifa af. Hver og einn er að feta sinn eigin stíg í þessum frumskógi þar sem hver kúrinn af öðrum gargar í andlitið á okkur af síðum netmiðlanna. Ef þú ert í fósturstellingunni sjúgandi puttann með svima og heilaþoku, orkulaus og andfúll þá þarftu að endurskoða málið. Færðu hausverk og dauðaþreytu kortéri eftir að glomma í þig stórri skál af hrísgrjónum? Ertu í rokkstuði að éta dautt naut og mæjónesu. þá er líklegt að henta þér vel. Þá er ketó kannski alveg málið fyrir þig. Eða skrifarðu sorgarbréf í Æskuna því þú þráir ekkert heitar en kartöflu í munninn, þá ertu ekki á réttri hillu.Ef mataræðið þitt veldur þér líkamlegri og andlegri vanlíðan þá muntu aldrei ná að halda þig við það sem þýðir að það hentar þér ekki til að gera varanlegar lífsstílsbreytingar. Mataræði má ekki verða trúboðastarf. Skyrtuklæddir menn með matarplan undir handleggnum hringjandi dyrabjöllum hús úr húsi að telja þér trú um að þeirra leið sé sú eina rétta. Mataræði má ekki verða pólitík. Við þurfum ekki að verða flokksbundin og veifa fánum. Mataræði er ekki svart-hvítt og að eilífu óbreytanlegt. Mataræði á að vera á sama stalli og kynhneigð, fatastíll og tónlistarsmekkur. Einstaklingsbundið! Heilsa Matur Ragga nagli Tengdar fréttir „Við viljum alls ekki líta út eins og aumingjar“ Ragnhildur Þórðardóttir segir að steitan sé að keyra alltof marga í kaf og ræna þá lífshamingjunni. 25. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Ketó eða kolvetni? Banana eða bernes Þarftu að dúndra kolvetnum í grímuna? Allir og frændi þeirra eru á ketó um þessar mundir. En það er mikilvægt að vita hvað er jákvætt við mataræðisstefnuna sem allir á kaffistofunni mæra upp í rjáfur, og hvað ber að hafa í huga þegar við dánlódum nýju matarplani af netinu og fyllum ísskápinn af flúnkunýjum matvælum. Þá geturðu tekið upplýsta ákvörðun um hvort þessi stefna henti þér. Ekki fara á ketó bara af því hálfnakinn Instagrammari segir að það sé lykillinn að varanlegum lýsisleka af maga, rass og mjöðmum. Ekki gera það bara af því allur saumaklúbburinn er á fullu að baka brauð úr eggjarauðum og möndlumjöli. Besta ráðið varðandi allt mataræði er að fara ekki í lífstíðar hjónaband, heldur vera eins og fjölþreifinn piparsveinn og prófa í nokkra mánuði hvernig líkaminn bregst við. Tvær mikilvægar spurningar til að spyrja sjálfan þig áður en þú hendir kartöflum, grjónum, brauði og haframjöli út í ruslagám. *Hversu oft áður hef ég reynt að fylgja mataræðisplani? *Hvaða áhrif hefur það á sálartetrið og skrokkinn ef ég hætti að fylgja þessu plani? Og hvenær er skrokkurinn að garga á þig að þú þurfir að dúndra meira af kolvetnum í grímuna. Þá þarftu nefnilega að leggja við hlustir og bregðast við.Getty/ Westend61Frammistaða á æfingum. Ef þú dregur þig í gegnum daginn í heilaþoku og æfingar jafn ánægjulegar og að ganga um í gapastokki þá þarftu líklega kolvetni í maskínuna Fyrstu vikurnar á ketó hefurðu vaknað eins og þú hafir sofið í frauðplastkúlum í silkináttfötum frá verslun Guðsteins. Mætir á æfingu og reykir járnið vafið upp filterslaust. En nú ertu jafn öflugur á æfingu og borðtuska klukkan fimm að morgni á öldurhúsi í borg óttans. Þú gerir máttvana tilraunir í viðskiptum við stálið. Þitt eina markmið er að komast út úr salnum sem fyrst. Þegar borðtuskudagarnir eru orðnir fleiri en silkidagarnir þarftu að skoða hvort skrokkurinn þurfi kannski meiri kolvetni. Lágkolvetna mataræði getur hentað vel fyrir æfingar á lágri ákefð eins jóga, langhlaup, þar sem líkaminn getur betur notað súrefni og fitu til að knýja sig áfram. Æfingar á hárri ákefð og sprengiæfingar eins og Crossfit, ólympískar lyftingar, sprettæfingar, þungar lyftingar, plyometrics, reiða sig á glúkósa frá kolvetnum í blóðrás, lifur eða vöðvum því það er aðgengilegt strax hér og nú. Líkaminn þarf að fara Krýsuvíkurleiðina til að fá orku úr fitu og það er of tímafrekt ferli þegar þarf að rífa upp þunga stöng af krafti. Rannsókn í Journal of Sports Medicine and Physical Fitness sýndi að lágkolvetna og ketó mataræði höfðu neikvæð áhrif á frammistöðu bæði karla og kvenna í æfingum á hárri ákefð.Andremma. Er lyktin útúr þér eins og blautir lopasokkar á miðstöðvarofni þrátt fyrir samviskusamlega tannburstun og tannþráðanotkun? Ekki margir átta sig á því að þegar við hendum kolvetnum útí hafsauga þá hefur það í för með sér andfýlu eins og naglalakkaeyðir. Þegar líkaminn brýtur niður fitu sem eldsneyti framleiðir hann ketóna sem losast út í andardráttinn og lyktin af þeim er ansi slöpp.Þú getur klárað lagerinn frá Wrigleys og tuggið allt Extra tyggjóið, burstað þar til blæðir úr holdinu eða sogið beiskan brjóstsykur en betra ráð er að bæta smám saman kolvetnum inn í mataræðið í 1-2 máltíðir dagsins í nokkrar vikur.Þú getur alltaf farið aftur á ketó. Það er ekkert að fara neitt.Meltingartruflanir. Þegar við fylgjum ketó þá minnkum við neyslu á ávöxtum, grænmeti, heilkorna afurðum og þar með dettur út haugur af trefjum. Trefjar þétta hægðirnar hjá okkur, og án þeirra getum við endað með hægðatregðu og pípulögnin verður ekki eins regluleg í klósettferðum.Ef þú finnur að þarmaflóran er orðin miður sín gæti það verið ráð að skella inn smá slummu af grjónum, nokkrum kartöflum eða endurnýja kynnin við gamla góða hafragrautinn.Prófaðu líka að gúlla góðgerla frá NOW sem innihalda góðu bakteríurnar sem koma aftur á jafnvægi í þarmaflórunni til að ýta traffíkinni aftur af stað og stuðla að reglulegri heimsóknum á postulínið.Sveigjanleg efnaskipti. Ef þú finnur að þú bjúgast upp eins og blaðra á sautjánda júní þegar örfáar öreindir af kolvetnum rata inn í túlann getur það verið merki um að líkaminn sé orðinn óskilvirkur í ferlun kolvetna. Þegar þau eru fjarverandi í langan tíma þá bregst líkaminn við með að sjúga upp vökva eins og svampur þegar kolvetni loks mæta á svæðið. Þó þú fylgir ketó upp á punkt og prik getur verið gott ráð að dúndra inn kolvetnum af og til, jafnvel taka 1-2 daga í viku þar sem þú keyrir aðeins kolvetnin upp. Það kallast “carb cycling” á útlenskunni. Þú vilt að efnaskiptin þín séu eins og þúsundþjalasmiður og geti unnið úr hvort sem er kolvetnum eða fitu hvenær sem er. Þú fylgir ketó slavískt í marga mánuði með að löðra þig í bernes og rjóma en forðast banana eins og loga vítis. En svo mætirðu í brúðkaupið hjá Friðþjófi frænda og dettur lóðrétt í brauðréttinn þá mun líkaminn ekki kunna að ferla og melta kolvetni og þú endar með bjúgaða vömb og vilt bara vera í joggingbrók í viku.Getty/apomaresVið erum alla ævi eins og petrídiskur á rannsóknarstofu í Decode að finna hvaða mataræði stuðlar að vellíðan, heilsu og hamingju. Mataræðið sem hentaði þér í fyrra hentar þér ekki endilega núna. Það mataræði sem Sigga í bókhaldinu dásamar í hverri kaffipásu hentar ekki endilega þínum bragðlaukum, lífsstíl, þarmaflóru og meltingu. Það getur verið að Gulla í saumaklúbbnum blómstri eins og njóli á húsvegg í júlí með að sleppa kolvetnum. En Siggi nágranni lyppast niður í orkuleysi, svima og svengd. Hlutverk líkamans er að halda þér á lífi. Ef þú rígheldur í þér í langan tíma og kroppar eins og spörfugl og forðast ákveðin matvæli með hvítum hnúum og samanbitnum jöxlum. Þá um leið og þú losar um bremsuna í hausnum með að gúlla allan Nóakropp pokann inni í vaskahúsi, eða átta samsölubrauðsneiðar með osti á tíu mínútum, þá byggir líkaminn nýjar fitufrumur til að vera viðbúinn næstu hungursneyð með að stækka lagerbirgðirnar og hindra að þú losir þig við fituna sem þú vildir ekki hafa til að byrja með. Því fita er baktrygging hans fyrir að lifa af. Hver og einn er að feta sinn eigin stíg í þessum frumskógi þar sem hver kúrinn af öðrum gargar í andlitið á okkur af síðum netmiðlanna. Ef þú ert í fósturstellingunni sjúgandi puttann með svima og heilaþoku, orkulaus og andfúll þá þarftu að endurskoða málið. Færðu hausverk og dauðaþreytu kortéri eftir að glomma í þig stórri skál af hrísgrjónum? Ertu í rokkstuði að éta dautt naut og mæjónesu. þá er líklegt að henta þér vel. Þá er ketó kannski alveg málið fyrir þig. Eða skrifarðu sorgarbréf í Æskuna því þú þráir ekkert heitar en kartöflu í munninn, þá ertu ekki á réttri hillu.Ef mataræðið þitt veldur þér líkamlegri og andlegri vanlíðan þá muntu aldrei ná að halda þig við það sem þýðir að það hentar þér ekki til að gera varanlegar lífsstílsbreytingar. Mataræði má ekki verða trúboðastarf. Skyrtuklæddir menn með matarplan undir handleggnum hringjandi dyrabjöllum hús úr húsi að telja þér trú um að þeirra leið sé sú eina rétta. Mataræði má ekki verða pólitík. Við þurfum ekki að verða flokksbundin og veifa fánum. Mataræði er ekki svart-hvítt og að eilífu óbreytanlegt. Mataræði á að vera á sama stalli og kynhneigð, fatastíll og tónlistarsmekkur. Einstaklingsbundið!
Heilsa Matur Ragga nagli Tengdar fréttir „Við viljum alls ekki líta út eins og aumingjar“ Ragnhildur Þórðardóttir segir að steitan sé að keyra alltof marga í kaf og ræna þá lífshamingjunni. 25. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
„Við viljum alls ekki líta út eins og aumingjar“ Ragnhildur Þórðardóttir segir að steitan sé að keyra alltof marga í kaf og ræna þá lífshamingjunni. 25. febrúar 2020 20:00