Stafræn þróun: Ríkið mun spara tæplega tíu milljarða á ári Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. mars 2020 08:45 Andri Heiðar Kristinsson stafrænn leiðtogi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu, segir sitt markmið í starfi vera að sem flestar umsóknir og afgreiðsla leyfisveitinga verði afgreiddar samstundis með stafrænum umsóknarferlum og rafrænum skilríkjum. Hann segir atvinnulífið eiga eftir að upplifa margvíslegar breytingar á árinu eftir því sem innleiðingu stafrænnar þjónustu líður hjá hinu opinbera. Vísir/Vilhelm Á næstu þremur til fimm árum er áætlað að ríkið spari um 9,6 milljarða á ári í kjölfar innleiðingar á stafrænni þjónustu. Þjóðhagslegur ávinningur felur þó meiri sparnað í sér því bæði einstaklingar og atvinnulífið munu upplifa mikinn tímasparnað og einföldun í samskiptum sínum við hið opinbera til viðbótar við að innleiðingin hefur jákvæð umhverfisleg áhrif. Þegar litið er til breytinga fyrir atvinnulífið má nefna að nú eru um þrjú þúsund mismunandi eyðublöð á pdf formi á vefsíðum opinberra aðila. Þau verða öll gerð rafræn sem fyrir mörg fyrirtæki mun spara tíma og kostnað við að fylla þau út, prenta út, skanna inn og senda frá sér. Frá 1.maí næstkomandi mun ríkið senda út alla reikninga rafrænt sem eitt og sér mun spara um 200 milljónir króna í póstburðargjöld og prentkostnað. Þá munu vinnuveitendur sem óska eftir sakavottorði frá umsækjendum geta fengið þau rafrænt og nú þegar eru dæmi um að afgreiðslutími leyfisveitinga fyrir fyrirtæki hafi styst verulega. Í dag mun Atvinnulífið á Vísi fjalla um stafræna þróun miðað við stöðuna á Íslandi í dag. Á árinu 2020 er það yfirlýst markmið stjórnvalda að meginsamskipti hins opinbera við einstaklinga muni felast í stafrænum samskiptum. Andri Heiðar Kristinsson, sem ráðinn var stafrænn leiðtogi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í lok janúar á þessu ári, segir hins vegar að atvinnulífið muni líka upplifa margvíslegar breytingar í kjölfar innleiðingar á stafrænni þjónustu. Þar sé ætlunin að meginsamskipti stjórnenda við hið opinbera verði einnig rafræn. Andri byrjar á því að nefna breytingu sem stjórnendur, bókarar, gjaldkerar og aðrir sem sinna fjármálum fyrirtækja munu upplifa sem gott skref frá og með 1.maí næstkomandi en þá verða allir reikningar ríkissjóðs og stofnana sendir út rafrænt. Það er gert í samstarfi við Fjársýsluna og að sögn Andra verður þá meðal annars hægt að skoða öll yfirlit yfir reikninga, hreyfingaryfirlit og innheimtustöðu á Ísland.is. Andri segir gífurlegan sparnað af þessu einu fyrir ríkið. „Til viðbótar við það aukna þjónustustig sem þetta felur í sér fyrir stjórnendur, bókara, gjaldkera og aðra sem sinna fjármálum fyrirtækja, þá hefur þetta verkefni í för með sér afar jákvæð umhverfisáhrif þar sem það dregur úr notkun pappírs og sparar yfir tvöhundruð milljónir króna á ári í prentkostnað og póstburðargjöld fyrir hið opinbera,“ segir Andri. Andri segir að á næstu þremur til fimm árum muni ríkið spara um 9,6 milljarða króna á ári í kjölfar stafrænnar innleiðingar. Þjóðhagslegur ávinningur feli þó í sér meiri ávinning.Vísir/Vilhelm Oft er um það rætt að atvinnulífið upplifi regluverk stjórnvalda sem íþyngjandi, ekki síst vegna þess að umsýsla og vinna til að uppfylla settar reglur er mikil. Mun þessi umsýsla einfaldast fyrir fyrirtæki? Andri segir enga spurningu að fyrirtæki munu upplifa jákvæða breytingu í kjölfar innleiðingar á stafrænni þjónustu. „Einfaldasta dæmið er að í dag eru til staðar um það bil þrjú þúsund mismunandi pdf eyðublöð á vefsíðum opinberra aðila sem fyrirtæki og einstaklingar þurfa í allt of mörgum tilfellum að prenta út, fylla út handvirkt og annað hvort skanna inn og senda í tölvupósti, eða hreinlega að keyra með undirritað eintak til viðkomandi stofnunar. Við vinnum hörðum höndum að því að færa öll þessi eyðublöð yfir á stafrænt form til að stytta fyrirtækjum sporin, auka hagræði og minnka afgreiðslutíma erinda í samskiptum við hið opinbera.“ Annað dæmi sem Andri nefnir er styttri afgreiðslu tími mála og nefnir hann ferðaskrifstofuleyfin sem dæmi um verkefni sem þegar er farið að skila ávinningi. „Nú á dögunum vorum við að klára mikilvægt verkefni í samstarfi við Ferðamálastofu sem hófst í fyrra og nú eru allar umsóknir um leyfisveitingar fyrirtækja í ferðaþjónustu komnar á stafrænt form, ferðaskrifstofuleyfi, árleg skil fyrir ferðaskrifstofur og fjölmörg önnur umsóknarferli. Áður en farið var í þessa vinnu var meðal afgreiðslutími umsóknar um ferðaskrifstofuleyfi um 45 dagar, en í dag er þessi tími í flestum tilfellum kominn niður fyrir tíu daga og er áfram unnið hörðum höndum að því að stytta umsóknartíman enn frekar.“ Andri segir sitt markmið í nýju starfi vera það að sem flestar umsóknir og afgreiðsla leyfisveitinga verði afgreiddar samstundis með stafrænum umsóknarferlum og rafrænum skilríkjum. Að sögn Andra eru fjölmörg önnur mál í ferli sem einnig væri hægt að nefna sem dæmi um breytingar sem atvinnulífið mun finna fyrir. Reyndar séu sum mál þannig að bæði einstaklingar og atvinnulífið munu upplifa ávinning. „Í því samhengi má til að mynda nefna stafrænar umsóknir um sakavottorð sem opnað verður fyrir innan skamms. Fjölmargir atvinnurekendur óska eftir sakavottorði umsækjenda um störf, sem tefur umsóknarferli enda þarf fólk í dag að gera sér sérstaka ferð til Sýslumanns til að fá útprentað sakavottorð. Í nýja ferlinu á Ísland.is mun fólk get sótt um sitt sakavottorð á netinu, greitt það með greiðslukorti sínu og fengið vottorðið afhent samstundis í gegnum pósthólfið á Ísland.is.“ Meira en 9,6 milljarða króna sparnaður á ári Að sögn Andra var lögð áhersla á að gera áætlanir um sparnað fyrir hið opinbera því þannig verður hægt að mæla árangurinn markvisst. „Við hjá Stafrænu Íslandi, sem heyrir undir fjármálaráðuneytið, fórum í greiningu á mögulegum ávinningi og var niðurstaðan sú að fjárfesting í stafrænum innviðum á borð við Ísland.is á næstu 3-5 árum myndi spara hinu opinbera um 9,6 milljarða á hverju ári að þeim tíma liðnum,“ segir Andri. Andri segist þó meta stöðuna sem svo að fjárfesting í stafrænum innviðum feli í sér meiri hagsmuni en þessar tölur segi til um því þjóðhagslegur ávinningur feli svo margt í sér og ekki megi vanmeta jákvæð áhrif í umhverfismáli. „Það er mat okkar að til viðbótar við þennan beina sparnað geti þjóðhagslegur ávinningur verið umtalsvert meiri vegna tímasparnaðar og styttingu afgreiðslutíma í samskiptum hins opinbera við einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Andri og bætir við „Svo má ekki gleyma því að við þessi stafrænu verkefni hafa einnig jákvæð umhverfisáhrif og vegna minni pappírsnotkunar og fækkun bílferða á milli stofnana.“ Tengdar fréttir Sex prósent af veltu íslenskra fyrirtækja er í gegnum vefsíður eða öpp Á Íslandi námu rekstrartekjur fyrirtækja sem selja vörur eða þjónustu í gegnum vefsíður og öpp 6%. Til samanburðar er algengt hlutfall 10% í nágrannalöndum okkar. Á Íslandi er hlutfall fyrirtækja sem selja á netinu 21%. 23. janúar 2020 10:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Á næstu þremur til fimm árum er áætlað að ríkið spari um 9,6 milljarða á ári í kjölfar innleiðingar á stafrænni þjónustu. Þjóðhagslegur ávinningur felur þó meiri sparnað í sér því bæði einstaklingar og atvinnulífið munu upplifa mikinn tímasparnað og einföldun í samskiptum sínum við hið opinbera til viðbótar við að innleiðingin hefur jákvæð umhverfisleg áhrif. Þegar litið er til breytinga fyrir atvinnulífið má nefna að nú eru um þrjú þúsund mismunandi eyðublöð á pdf formi á vefsíðum opinberra aðila. Þau verða öll gerð rafræn sem fyrir mörg fyrirtæki mun spara tíma og kostnað við að fylla þau út, prenta út, skanna inn og senda frá sér. Frá 1.maí næstkomandi mun ríkið senda út alla reikninga rafrænt sem eitt og sér mun spara um 200 milljónir króna í póstburðargjöld og prentkostnað. Þá munu vinnuveitendur sem óska eftir sakavottorði frá umsækjendum geta fengið þau rafrænt og nú þegar eru dæmi um að afgreiðslutími leyfisveitinga fyrir fyrirtæki hafi styst verulega. Í dag mun Atvinnulífið á Vísi fjalla um stafræna þróun miðað við stöðuna á Íslandi í dag. Á árinu 2020 er það yfirlýst markmið stjórnvalda að meginsamskipti hins opinbera við einstaklinga muni felast í stafrænum samskiptum. Andri Heiðar Kristinsson, sem ráðinn var stafrænn leiðtogi í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í lok janúar á þessu ári, segir hins vegar að atvinnulífið muni líka upplifa margvíslegar breytingar í kjölfar innleiðingar á stafrænni þjónustu. Þar sé ætlunin að meginsamskipti stjórnenda við hið opinbera verði einnig rafræn. Andri byrjar á því að nefna breytingu sem stjórnendur, bókarar, gjaldkerar og aðrir sem sinna fjármálum fyrirtækja munu upplifa sem gott skref frá og með 1.maí næstkomandi en þá verða allir reikningar ríkissjóðs og stofnana sendir út rafrænt. Það er gert í samstarfi við Fjársýsluna og að sögn Andra verður þá meðal annars hægt að skoða öll yfirlit yfir reikninga, hreyfingaryfirlit og innheimtustöðu á Ísland.is. Andri segir gífurlegan sparnað af þessu einu fyrir ríkið. „Til viðbótar við það aukna þjónustustig sem þetta felur í sér fyrir stjórnendur, bókara, gjaldkera og aðra sem sinna fjármálum fyrirtækja, þá hefur þetta verkefni í för með sér afar jákvæð umhverfisáhrif þar sem það dregur úr notkun pappírs og sparar yfir tvöhundruð milljónir króna á ári í prentkostnað og póstburðargjöld fyrir hið opinbera,“ segir Andri. Andri segir að á næstu þremur til fimm árum muni ríkið spara um 9,6 milljarða króna á ári í kjölfar stafrænnar innleiðingar. Þjóðhagslegur ávinningur feli þó í sér meiri ávinning.Vísir/Vilhelm Oft er um það rætt að atvinnulífið upplifi regluverk stjórnvalda sem íþyngjandi, ekki síst vegna þess að umsýsla og vinna til að uppfylla settar reglur er mikil. Mun þessi umsýsla einfaldast fyrir fyrirtæki? Andri segir enga spurningu að fyrirtæki munu upplifa jákvæða breytingu í kjölfar innleiðingar á stafrænni þjónustu. „Einfaldasta dæmið er að í dag eru til staðar um það bil þrjú þúsund mismunandi pdf eyðublöð á vefsíðum opinberra aðila sem fyrirtæki og einstaklingar þurfa í allt of mörgum tilfellum að prenta út, fylla út handvirkt og annað hvort skanna inn og senda í tölvupósti, eða hreinlega að keyra með undirritað eintak til viðkomandi stofnunar. Við vinnum hörðum höndum að því að færa öll þessi eyðublöð yfir á stafrænt form til að stytta fyrirtækjum sporin, auka hagræði og minnka afgreiðslutíma erinda í samskiptum við hið opinbera.“ Annað dæmi sem Andri nefnir er styttri afgreiðslu tími mála og nefnir hann ferðaskrifstofuleyfin sem dæmi um verkefni sem þegar er farið að skila ávinningi. „Nú á dögunum vorum við að klára mikilvægt verkefni í samstarfi við Ferðamálastofu sem hófst í fyrra og nú eru allar umsóknir um leyfisveitingar fyrirtækja í ferðaþjónustu komnar á stafrænt form, ferðaskrifstofuleyfi, árleg skil fyrir ferðaskrifstofur og fjölmörg önnur umsóknarferli. Áður en farið var í þessa vinnu var meðal afgreiðslutími umsóknar um ferðaskrifstofuleyfi um 45 dagar, en í dag er þessi tími í flestum tilfellum kominn niður fyrir tíu daga og er áfram unnið hörðum höndum að því að stytta umsóknartíman enn frekar.“ Andri segir sitt markmið í nýju starfi vera það að sem flestar umsóknir og afgreiðsla leyfisveitinga verði afgreiddar samstundis með stafrænum umsóknarferlum og rafrænum skilríkjum. Að sögn Andra eru fjölmörg önnur mál í ferli sem einnig væri hægt að nefna sem dæmi um breytingar sem atvinnulífið mun finna fyrir. Reyndar séu sum mál þannig að bæði einstaklingar og atvinnulífið munu upplifa ávinning. „Í því samhengi má til að mynda nefna stafrænar umsóknir um sakavottorð sem opnað verður fyrir innan skamms. Fjölmargir atvinnurekendur óska eftir sakavottorði umsækjenda um störf, sem tefur umsóknarferli enda þarf fólk í dag að gera sér sérstaka ferð til Sýslumanns til að fá útprentað sakavottorð. Í nýja ferlinu á Ísland.is mun fólk get sótt um sitt sakavottorð á netinu, greitt það með greiðslukorti sínu og fengið vottorðið afhent samstundis í gegnum pósthólfið á Ísland.is.“ Meira en 9,6 milljarða króna sparnaður á ári Að sögn Andra var lögð áhersla á að gera áætlanir um sparnað fyrir hið opinbera því þannig verður hægt að mæla árangurinn markvisst. „Við hjá Stafrænu Íslandi, sem heyrir undir fjármálaráðuneytið, fórum í greiningu á mögulegum ávinningi og var niðurstaðan sú að fjárfesting í stafrænum innviðum á borð við Ísland.is á næstu 3-5 árum myndi spara hinu opinbera um 9,6 milljarða á hverju ári að þeim tíma liðnum,“ segir Andri. Andri segist þó meta stöðuna sem svo að fjárfesting í stafrænum innviðum feli í sér meiri hagsmuni en þessar tölur segi til um því þjóðhagslegur ávinningur feli svo margt í sér og ekki megi vanmeta jákvæð áhrif í umhverfismáli. „Það er mat okkar að til viðbótar við þennan beina sparnað geti þjóðhagslegur ávinningur verið umtalsvert meiri vegna tímasparnaðar og styttingu afgreiðslutíma í samskiptum hins opinbera við einstaklinga og fyrirtækja,“ segir Andri og bætir við „Svo má ekki gleyma því að við þessi stafrænu verkefni hafa einnig jákvæð umhverfisáhrif og vegna minni pappírsnotkunar og fækkun bílferða á milli stofnana.“
Tengdar fréttir Sex prósent af veltu íslenskra fyrirtækja er í gegnum vefsíður eða öpp Á Íslandi námu rekstrartekjur fyrirtækja sem selja vörur eða þjónustu í gegnum vefsíður og öpp 6%. Til samanburðar er algengt hlutfall 10% í nágrannalöndum okkar. Á Íslandi er hlutfall fyrirtækja sem selja á netinu 21%. 23. janúar 2020 10:00 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ „Breytingaskeið kvenna hefur líka áhrif á karlavinnustaði“ Sjá meira
Sex prósent af veltu íslenskra fyrirtækja er í gegnum vefsíður eða öpp Á Íslandi námu rekstrartekjur fyrirtækja sem selja vörur eða þjónustu í gegnum vefsíður og öpp 6%. Til samanburðar er algengt hlutfall 10% í nágrannalöndum okkar. Á Íslandi er hlutfall fyrirtækja sem selja á netinu 21%. 23. janúar 2020 10:00