Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man. United, hefur verið hrifinn af Odion Ighalo frá því að hann var lánaður til félagsins og gæti boðið honum samning á næstu leiktíð.
Nígeríumaðurinn kom á láni frá Shanghai Shenua í janúarglugganum og var lánaður fram á sumar en hann hefur heillað Norðmanninn.
Hann skoraði meðal annars tvö mörk í 3-0 bikarsigri Man. United á Derby í gærkvöldi sem tryggði liðinu sæti í átta liða úrslitum bikarsins.
„Það skemmir ekki fyrir að hann sé að lifa drauminn en hann er hér að sínum eigin verðleikum, því hann er markaskorari og öðruvísi framherji fyrir okkur,“ sagði Solskjær við Sky Sports í gær.
„Við gætum farið inn í sumarið og hugsað að við viljum framlengja við hann, hver veit? Hann kemur inn með ferskt. Hann fékk tækifæri gegn Chelsea og skoraði gegn Brugge.“
Manchester United's Odion Ighalo could be offered a permanent deal at Old Trafford.
— BBC Sport (@BBCSport) March 6, 2020
Latest #football gossip https://t.co/IpVLejCNFB#mufc#manutd#bbcfootballpic.twitter.com/dWpOz4vkcZ
„Hann átti færi gegn Watford, það var vel varið hjá honum gegn Everton. Það hafa verið góðar markvörslur frá honum og það er ekki oft sem hann hittir ekki markið.“
„Þetta er þægilegt fyrir utan vítateiginn þar sem þú getur átt nokkur skot en það er inni í teignum sem þetta verður erfiðara og þú getur skorað mörkin.“