Óvíst er hvort að Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, verði klár í slaginn fyrir grannaslaginn gegn Manchester City um helgina.
Maguire var ekki í leikmannahópi United í gær sem vann 3-0 sigur á Derby í enska bikarnum en hann meiddist á æfingu.
„Ég sagði við hann fyrir æfinguna að ég ætlaði ekki að hvíla hann en svo snéri hann upp á ökklann svo hann varð að vera heima,“ sagði Solskjær í samtali við MUTV.
„Vonandi verður hann klár fyrir helgina en ég er ekki viss.“
Ole Gunnar Solskjaer reveals Harry Maguire is a doubt for Manchester derby on Sunday https://t.co/o40GYN8PG0#mufc
— MailOnline Sport (@MailSport) March 6, 2020
Maguire setti sjálfur á Twitter þar sem hann greindi frá því að hann myndi missa af leik gærkvöldsins og óskaði félögum sínum góðs gengis.
Það gekk eftir en United vann 3-0 sigur og er komið áfram í 8-liða úrslit enska bikarsins.
Disappointed to miss out through injury - Working hard to get fit ASAP. Good luck to the lads @ManUtd #MUFC
— Harry Maguire (@HarryMaguire93) March 5, 2020
United er í 5. sæti deildarinnar með 42 stig en City er í öðru sætinu með 57.