Hinn 72 ára gamla Roy Hodgson hefur skrifað undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Crystal Palace en þetta var staðfest í dag.
Hodgson er nú stjóri hjá uppeldisfélaginu sínu þar sem hann lék meðal annars á sínum ferli en hann hefur stýrt Palace frá árinu 2017 og gert þar fína hluti.
Roy Hodgson has signed a one-year contract extension, keeping him at the club until 2021!#CPFC
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) March 6, 2020
„Ég er himinlifandi að ég og félagið höfum náð samkomulagi um að framlengja samninginn minn. Ég er ánægður hverju við höfum náð síðan ég var ráðinn fyrir tveimur og hálfu ári síðan og ég hlakka til næsta tímabils,“ sagði Hodgson.
„Allir vita hvað mér finnst um þetta félag sem ég hef stutt við bakið á síðan ég var lítill strákur. Mér finnst ég ná góðri tengingu við stuðningsmennina og ég, eigandinn og leikmennirnir erum að vinna að sama markmiði.“
Hodgson er með Palace í 12. sæti deildarinnar en þeir eru með 36 stig.
Roy Hodgson will be staying as Crystal Palace's manager for at least another year!
— BBC Sport (@BBCSport) March 6, 2020
The 72-year-old has been there since 2017 and says he is "delighted" to have reached an agreement with the club.
In full