Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA/Þór 31-18| Fram er bikarmeistari kvenna Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 7. mars 2020 14:45 Framkonur fagna bikarmeistaratitlinum. vísir/daníel Fram er bikarmeistari kvenna eftir stórsigur á KA/Þór í úrslitum í dag, 31 - 18. Fram leiddi í hálfleik með 13 mörkum, 17-4. Leikurinn byrjaði rólega þar sem bæði lið voru að sýna góðan varnarleik og KA/Þór náðu að halda í við Fram fyrstu 10 mínútur leiksins en staðan var þá 4-2, Fram í vil.* Fram náði síðan öllum tökum á leiknum og leiddu í hálfleik með hvorki meira en minna, 13 mörkum, 17-4. Síðari hálfleikurinn varð erfiður fyrir norðan stúlkur en Fram hélt áfram uppteknum hætti og keyrði yfir þær. Í stöðunni 24-7 fór Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, að rúlla á liðinu og leyfa yngri leikmönnum að spila, þá gat KA/Þór nýtt sér það og skoruðu fimm mörk í röð meðan Fram stillti strengi sína á ný. Leiknum lauk með 13 marka sigri Fram, 31-18 Af hverju vann Fram? Fram hefur gríðalega yfirburði á öllum vígstöðvum, varnarlega voru þær frábærar og Hafdís lokaði markinu þar fyrir aftan og í kjölfarið refsuðu þær ítrekað með hröðum sóknum. Hverjar stóðu upp úr?Fram liðið var að spila vel í heild, Steinunn Björnsdóttir átti stórkostlegan leik á báðum helmingum vallarins, hún var með 9 mörk úr jafn mörgum skotum og atkvæðamest í vörninni líka. Markverðir Fram áttu frábæran leik, Hafdís Renötudóttir var með 60% markvörslu og Katrín Magnúsdóttir spilaði síðustu 20 mínútur leiksins og var með 45% markvörslu. Hvað gekk illa? KA/Þór var í miklum vandræðum sóknarlega og áttu þær erfitt með að finna opnanir á Fram vörninni, þær voru með alls 13 tapaða bolta í fyrri hálfleiks sem segir hversu erfitt þetta var. Hvað er framundan? 19 umferðin í Olís deildinni er næstu helgi þá fær Fram Stjörnuna í heimsókn í Safamýrina á meðan KA/Þór taka á móti Val fyrir norðan. Stefán var kátur með úrslit leiksins.vísir/daníel Stebbi: Við erum alltaf sigurstranglegriStefán Arnarson, þjálfari Fram, var virkilega ánægður með yfirburði liðsins í dag „Við erum sigurstranglegri í flestum leikjum sem við spilum svo við erum vön þessu“ sagði Stebbi um það hvernig það var að gíra stelpurnar inní leik gegn liði sem þær hafa alltaf unnið með yfirburðum „Við erum búnar að gera þetta vel í vetur, erum alltaf 100% og þess vegna erum við að vinna þennan bikar.“ „Við fórum erfiða leið að þessu, spiluðum við Val í undanúrslitum, Fjölnir og HK einnig, þetta er ekkert auðvelt og þess vegna er ég mjög ánægður að vinna þetta“ Fljótlega í síðari hálfleik fór Stebbi að rúlla á liðinu og leyfa yngri leikmönnum að spila, þá nýttu KA/Þór það í að laga stöðuna en Stefán var ánægður með framlagið sem hann fékk frá öllum leikmönnum „Þær fengu allar að spila og gerðu það vel, ég er ánægður með þær“ sagði bikarmeistarinn að lokum Bikarmeistararnir fagna vel í dag.vísir/daníel Gunnar: Sóknin varð okkur að falliGunnar Líndal, þjálfari KA/Þór, var ánægður með fyrstu 10 mínútur leiksins „Mér fannst við byrja vel varnarlega og mér fannst planið ganga upp fyrstu 10 mínúturnar“ „Enn sóknin varð okkur að falli, vorum að tapa alltof mikið af boltum og gefa þeim hraðaupphlaup, þá áttu ekki séns“ sagði Gunnar um leikinn „Mér fannst við ekki nógu ákveðnar að þora að slútta þessu, þora að negla á markið. Mér finnst ég sjá allt annað á æfinga gólfinu en hérna í dag. Þetta er nátturlega geggjuð vörn og geggjaður markmaður fyrir aftan hjá þeim“ „Þetta var bara erfitt, það er erfitt að eiga við þær, þær eru bara ógeðslega góðar“ sagði Gunnar Líndal að lokum Kristrún: Þetta er fyrsti alvöru titillinn minn„Þetta var ógeðslega gaman“ sagði Kristrún Steinþórsdóttir, leikmaður Fram, eftir sinn fyrsta úrslitaleik „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég spila úrslitaleik og þetta er fyrsti alvöru titillinn minn svo þetta var sjúklega gaman“ „Fyrir utan kannski meistarar meistaranna þá er þetta fyrsti stóri titillinn“ „Við vorum ógeðslega þéttar í vörninni og ég er svo ánægð með það að við náðum að halda sömu vörn og við spiluðum gegn Val í undanúrslitum. Við fundum alveg fyrir smá pressu fyrir leikinn að ná þessari sömu vörn en við gerðum það“ sagði Kristrún virkilega ánægð eftir sigurinn í dag „Þetta var bara ógeðslega gaman og stúkan var líka geggjuð í dag“ sagði hún að lokum og þakkaði stuðningsmönnum fyrir sitt framlag í stúkunni Íslenski handboltinn
Fram er bikarmeistari kvenna eftir stórsigur á KA/Þór í úrslitum í dag, 31 - 18. Fram leiddi í hálfleik með 13 mörkum, 17-4. Leikurinn byrjaði rólega þar sem bæði lið voru að sýna góðan varnarleik og KA/Þór náðu að halda í við Fram fyrstu 10 mínútur leiksins en staðan var þá 4-2, Fram í vil.* Fram náði síðan öllum tökum á leiknum og leiddu í hálfleik með hvorki meira en minna, 13 mörkum, 17-4. Síðari hálfleikurinn varð erfiður fyrir norðan stúlkur en Fram hélt áfram uppteknum hætti og keyrði yfir þær. Í stöðunni 24-7 fór Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, að rúlla á liðinu og leyfa yngri leikmönnum að spila, þá gat KA/Þór nýtt sér það og skoruðu fimm mörk í röð meðan Fram stillti strengi sína á ný. Leiknum lauk með 13 marka sigri Fram, 31-18 Af hverju vann Fram? Fram hefur gríðalega yfirburði á öllum vígstöðvum, varnarlega voru þær frábærar og Hafdís lokaði markinu þar fyrir aftan og í kjölfarið refsuðu þær ítrekað með hröðum sóknum. Hverjar stóðu upp úr?Fram liðið var að spila vel í heild, Steinunn Björnsdóttir átti stórkostlegan leik á báðum helmingum vallarins, hún var með 9 mörk úr jafn mörgum skotum og atkvæðamest í vörninni líka. Markverðir Fram áttu frábæran leik, Hafdís Renötudóttir var með 60% markvörslu og Katrín Magnúsdóttir spilaði síðustu 20 mínútur leiksins og var með 45% markvörslu. Hvað gekk illa? KA/Þór var í miklum vandræðum sóknarlega og áttu þær erfitt með að finna opnanir á Fram vörninni, þær voru með alls 13 tapaða bolta í fyrri hálfleiks sem segir hversu erfitt þetta var. Hvað er framundan? 19 umferðin í Olís deildinni er næstu helgi þá fær Fram Stjörnuna í heimsókn í Safamýrina á meðan KA/Þór taka á móti Val fyrir norðan. Stefán var kátur með úrslit leiksins.vísir/daníel Stebbi: Við erum alltaf sigurstranglegriStefán Arnarson, þjálfari Fram, var virkilega ánægður með yfirburði liðsins í dag „Við erum sigurstranglegri í flestum leikjum sem við spilum svo við erum vön þessu“ sagði Stebbi um það hvernig það var að gíra stelpurnar inní leik gegn liði sem þær hafa alltaf unnið með yfirburðum „Við erum búnar að gera þetta vel í vetur, erum alltaf 100% og þess vegna erum við að vinna þennan bikar.“ „Við fórum erfiða leið að þessu, spiluðum við Val í undanúrslitum, Fjölnir og HK einnig, þetta er ekkert auðvelt og þess vegna er ég mjög ánægður að vinna þetta“ Fljótlega í síðari hálfleik fór Stebbi að rúlla á liðinu og leyfa yngri leikmönnum að spila, þá nýttu KA/Þór það í að laga stöðuna en Stefán var ánægður með framlagið sem hann fékk frá öllum leikmönnum „Þær fengu allar að spila og gerðu það vel, ég er ánægður með þær“ sagði bikarmeistarinn að lokum Bikarmeistararnir fagna vel í dag.vísir/daníel Gunnar: Sóknin varð okkur að falliGunnar Líndal, þjálfari KA/Þór, var ánægður með fyrstu 10 mínútur leiksins „Mér fannst við byrja vel varnarlega og mér fannst planið ganga upp fyrstu 10 mínúturnar“ „Enn sóknin varð okkur að falli, vorum að tapa alltof mikið af boltum og gefa þeim hraðaupphlaup, þá áttu ekki séns“ sagði Gunnar um leikinn „Mér fannst við ekki nógu ákveðnar að þora að slútta þessu, þora að negla á markið. Mér finnst ég sjá allt annað á æfinga gólfinu en hérna í dag. Þetta er nátturlega geggjuð vörn og geggjaður markmaður fyrir aftan hjá þeim“ „Þetta var bara erfitt, það er erfitt að eiga við þær, þær eru bara ógeðslega góðar“ sagði Gunnar Líndal að lokum Kristrún: Þetta er fyrsti alvöru titillinn minn„Þetta var ógeðslega gaman“ sagði Kristrún Steinþórsdóttir, leikmaður Fram, eftir sinn fyrsta úrslitaleik „Þetta er í fyrsta skiptið sem ég spila úrslitaleik og þetta er fyrsti alvöru titillinn minn svo þetta var sjúklega gaman“ „Fyrir utan kannski meistarar meistaranna þá er þetta fyrsti stóri titillinn“ „Við vorum ógeðslega þéttar í vörninni og ég er svo ánægð með það að við náðum að halda sömu vörn og við spiluðum gegn Val í undanúrslitum. Við fundum alveg fyrir smá pressu fyrir leikinn að ná þessari sömu vörn en við gerðum það“ sagði Kristrún virkilega ánægð eftir sigurinn í dag „Þetta var bara ógeðslega gaman og stúkan var líka geggjuð í dag“ sagði hún að lokum og þakkaði stuðningsmönnum fyrir sitt framlag í stúkunni
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti