Umfjöllun: ÍBV - Stjarnan 26-24 | Eyjamenn bikarmeistarar í fjórða sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2020 18:00 Kári Kristján Kristjánsson og Grétar Þór Eyþórsson lyfta Coca Cola-bikarnum. vísir/daníel ÍBV varð í dag bikarmeistari í fjórða sinn eftir sigur á Stjörnunni, 26-24, í hörkuleik í Laugardalshöllinni. Eyjamenn hafa unnið alla fjóra úrslitaleikina sem þeir hafa komist í. Þeir urðu einnig bikarmeistarar 1991, 2015 og 2018. Leikurinn í dag var gríðarlega spennandi. ÍBV komst þremur mörkum yfir, 23-20, þegar skammt var eftir en Stjarnan svaraði með 4-1 kafla og jafnaði. Kári Kristján Kristjánsson kom Eyjamönnum aftur yfir með marki úr vítakasti og í næstu sókn Stjörnunnar tapaði Tandri Már Konráðsson boltanum klaufalega. Eyjamenn tóku leikhlé þegar 16 sekúndur voru eftir. Þeir spiluðu af skynsemi og Fannar Þór Friðgeirsson gulltryggði sigurinn með sínu fjórða marki. Lokatölur 26-24, ÍBV í vil. Petar Jokanovic náði sér ekki á strik í leiknum gegn Haukum í undanúrslitunum en átti stórleik í dag. Hann varði 16 skot (40%) og var valinn maður leiksins. Jokanovic byrjaði af miklum krafti sem var eins gott því aðrir leikmenn ÍBV voru langt frá sínu besta. Eyjamenn skoruðu aðeins tvö mörk fyrstu 14 mínútur fyrri hálfleiks og tóku leikhlé í stöðunni 2-4, Stjörnumönnum í vil. Eftir erfiða byrjun kom betri taktur í lið ÍBV eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Vörnin var öflug og Eyjamenn fengur nokkur mörk eftir hraðaupphlaup. Þeir breyttu stöðunni úr 3-5 í 7-5 og náðu góðu taki á leiknum. Rúnar Sigtryggsson tók tvö leikhlé á þessum kafla en þau skiluðu litlu. Garðbæingar áttu í miklu basli í sókninni, klúðruðu tveimur vítaköstum og nokkrum dauðafærum og skotnýtingin í fyrri hálfleik var aðeins 31%. Tandri og Ólafur Bjarki Ragnarsson skutu eintómum púðurskotum og Stjarnan fékk engin mörk eftir hraðaupphlaup. Stjörnumenn gáfust þó ekki upp og Eyjamenn náðu aldrei meira en tveggja marka forystu. Í hálfleik munaði einu marki á liðunum, 10-9. Leó Snær Pétursson og Brynjar Darri Baldursson voru bestu leikmenn Stjörnunnar í fyrri hálfleik. Leó skoraði fjögur mörk og Brynjar Darri varði níu skot (47%). Í hinu markinu varði Jokanovic tíu skot (53%). Tandri Már skoraði fimm mörk en gerði slæm mistök undir lok leiksins.vísir/daníel Seinni hálfleikurinn var ótrúlega spennandi. Stjörnumenn byrjuðu hann betur og náðu tvisvar tveggja marka forskoti. En í stöðunni 15-17 skoruðu Eyjamenn þrjú mörk í röð. Eins og í fyrri hálfleik spilaði ÍBV sterka vörn og fékk nokkur hraðaupphlaup sem voru mikilvæg. Sverrir Eyjólfsson, besti leikmaður Stjörnunnar, jafnaði í 20-20 með sínu sjötta marki. Þá komu þrjú Eyjamörk í röð og þeir virtust vera komnir með sigurinn. Stjörnumenn gáfust ekki upp og nýttu sér mistök Eyjamanna í sókninni. Tandri fór mikinn á þessum kafla, skoraði þrjú mörk á skömmum tíma og jafnaði í 24-24. En Eyjamenn reyndust sterkari undir lokin og unnu tveggja marka sigur eins og áður sagði. Maður leiksins, Petar Jokanovic, hefur bikarinn á loft.vísir/daníel Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn hafa oft spilað betur en gerðu nóg til að vinna. Vörnin var góð allan leikinn og Jokanovic átti einn sinn besta leik í vetur. ÍBV skoraði svo níu mörk eftir hraðaupphlaup sem reyndust gulls ígildi. Stjörnumenn léku öfluga vörn en sóknin var ekki nógu góð og margir af sterkustu leikmönnum liðsins fundu sig ekki.Hverjir stóðu upp úr? Jokanovic var valinn maður leiksins og það verðskuldað. Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur Eyjamanna og var sérstaklega mikilvægur í upphafi seinni hálfleiks þegar ÍBV átti í miklum vandræðum í sókninni. Theodór Sigurbjörnsson skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum og Kári Kristján var öruggur á vítalínunni þegar mest á reyndi. Fannar skoraði mikilvæg mörk og þá var Elliði Snær Viðarsson frábær í vörninni. Sverrir var besti maður Stjörnunnar eins og áður sagði. Hann skoraði sjö mörk af línunni. Bjarki Már Gunnarsson og Tandri voru öflugir í vörninni og Brynjar Darri varði vel í fyrri hálfleik.Hvað gekk illa? Stjörnumenn fundu ekki lausnir við Eyjavörninni á löngum köflum og ekki hjálpaði til að lykilmenn náðu sér ekki á strik. Ólafur Bjarki var með eitt mark úr sjö skotum og þótt Tandri hafi skorað fimm mörk var nýtingin hans léleg.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki í Olís-deildinni á miðvikudaginn. Bikarmeistarar ÍBV fá ÍR í heimsókn á meðan Stjarnan sækir Fram heim. Íslenski handboltinn
ÍBV varð í dag bikarmeistari í fjórða sinn eftir sigur á Stjörnunni, 26-24, í hörkuleik í Laugardalshöllinni. Eyjamenn hafa unnið alla fjóra úrslitaleikina sem þeir hafa komist í. Þeir urðu einnig bikarmeistarar 1991, 2015 og 2018. Leikurinn í dag var gríðarlega spennandi. ÍBV komst þremur mörkum yfir, 23-20, þegar skammt var eftir en Stjarnan svaraði með 4-1 kafla og jafnaði. Kári Kristján Kristjánsson kom Eyjamönnum aftur yfir með marki úr vítakasti og í næstu sókn Stjörnunnar tapaði Tandri Már Konráðsson boltanum klaufalega. Eyjamenn tóku leikhlé þegar 16 sekúndur voru eftir. Þeir spiluðu af skynsemi og Fannar Þór Friðgeirsson gulltryggði sigurinn með sínu fjórða marki. Lokatölur 26-24, ÍBV í vil. Petar Jokanovic náði sér ekki á strik í leiknum gegn Haukum í undanúrslitunum en átti stórleik í dag. Hann varði 16 skot (40%) og var valinn maður leiksins. Jokanovic byrjaði af miklum krafti sem var eins gott því aðrir leikmenn ÍBV voru langt frá sínu besta. Eyjamenn skoruðu aðeins tvö mörk fyrstu 14 mínútur fyrri hálfleiks og tóku leikhlé í stöðunni 2-4, Stjörnumönnum í vil. Eftir erfiða byrjun kom betri taktur í lið ÍBV eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Vörnin var öflug og Eyjamenn fengur nokkur mörk eftir hraðaupphlaup. Þeir breyttu stöðunni úr 3-5 í 7-5 og náðu góðu taki á leiknum. Rúnar Sigtryggsson tók tvö leikhlé á þessum kafla en þau skiluðu litlu. Garðbæingar áttu í miklu basli í sókninni, klúðruðu tveimur vítaköstum og nokkrum dauðafærum og skotnýtingin í fyrri hálfleik var aðeins 31%. Tandri og Ólafur Bjarki Ragnarsson skutu eintómum púðurskotum og Stjarnan fékk engin mörk eftir hraðaupphlaup. Stjörnumenn gáfust þó ekki upp og Eyjamenn náðu aldrei meira en tveggja marka forystu. Í hálfleik munaði einu marki á liðunum, 10-9. Leó Snær Pétursson og Brynjar Darri Baldursson voru bestu leikmenn Stjörnunnar í fyrri hálfleik. Leó skoraði fjögur mörk og Brynjar Darri varði níu skot (47%). Í hinu markinu varði Jokanovic tíu skot (53%). Tandri Már skoraði fimm mörk en gerði slæm mistök undir lok leiksins.vísir/daníel Seinni hálfleikurinn var ótrúlega spennandi. Stjörnumenn byrjuðu hann betur og náðu tvisvar tveggja marka forskoti. En í stöðunni 15-17 skoruðu Eyjamenn þrjú mörk í röð. Eins og í fyrri hálfleik spilaði ÍBV sterka vörn og fékk nokkur hraðaupphlaup sem voru mikilvæg. Sverrir Eyjólfsson, besti leikmaður Stjörnunnar, jafnaði í 20-20 með sínu sjötta marki. Þá komu þrjú Eyjamörk í röð og þeir virtust vera komnir með sigurinn. Stjörnumenn gáfust ekki upp og nýttu sér mistök Eyjamanna í sókninni. Tandri fór mikinn á þessum kafla, skoraði þrjú mörk á skömmum tíma og jafnaði í 24-24. En Eyjamenn reyndust sterkari undir lokin og unnu tveggja marka sigur eins og áður sagði. Maður leiksins, Petar Jokanovic, hefur bikarinn á loft.vísir/daníel Af hverju vann ÍBV? Eyjamenn hafa oft spilað betur en gerðu nóg til að vinna. Vörnin var góð allan leikinn og Jokanovic átti einn sinn besta leik í vetur. ÍBV skoraði svo níu mörk eftir hraðaupphlaup sem reyndust gulls ígildi. Stjörnumenn léku öfluga vörn en sóknin var ekki nógu góð og margir af sterkustu leikmönnum liðsins fundu sig ekki.Hverjir stóðu upp úr? Jokanovic var valinn maður leiksins og það verðskuldað. Kristján Örn Kristjánsson var markahæstur Eyjamanna og var sérstaklega mikilvægur í upphafi seinni hálfleiks þegar ÍBV átti í miklum vandræðum í sókninni. Theodór Sigurbjörnsson skoraði fimm mörk úr jafn mörgum skotum og Kári Kristján var öruggur á vítalínunni þegar mest á reyndi. Fannar skoraði mikilvæg mörk og þá var Elliði Snær Viðarsson frábær í vörninni. Sverrir var besti maður Stjörnunnar eins og áður sagði. Hann skoraði sjö mörk af línunni. Bjarki Már Gunnarsson og Tandri voru öflugir í vörninni og Brynjar Darri varði vel í fyrri hálfleik.Hvað gekk illa? Stjörnumenn fundu ekki lausnir við Eyjavörninni á löngum köflum og ekki hjálpaði til að lykilmenn náðu sér ekki á strik. Ólafur Bjarki var með eitt mark úr sjö skotum og þótt Tandri hafi skorað fimm mörk var nýtingin hans léleg.Hvað gerist næst? Bæði lið eiga leiki í Olís-deildinni á miðvikudaginn. Bikarmeistarar ÍBV fá ÍR í heimsókn á meðan Stjarnan sækir Fram heim.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti