Fótbolti

Immobile sá fyrsti í 61 ár

Anton Ingi Leifsson skrifar
Immobile fagnar í gær.
Immobile fagnar í gær. vísir/getty

Ciro Immobile er fyrsti leikmaðurinn í 61 ár til þess að skora 27 mörk í 25 leikjum í ítölsku úrvalsdeildinni.

Þessi þrítugi framherji skoraði eitt marka Lazio er liðið vann 3-2 sigur á Genoa. Lazio er eftir sigurinn stigi á eftir Juventus á toppi Seríu A.

Antonio Angelillo var síðasti maðurinn til að skora svona mörg mörk í 25 fyrstu leikjum ítölsku úrvalsdeildarinnar en hann gerði það með Inter tímabilið 1958/1959.







Argentínumaðurinn endaði á því að skora 33 mörk í 33 leikjum og það er spurning hvort að ítalski Immobile nái fleiri mörkum.

Angelillo á þó ekki metið yfir flest mörk skoruð á einni leiktíð í ítalska boltanum því það met á annar Argentínumaður, Gonzalo Higuain.

Hann skoraði 36 mörk í 35 leikjum þegar hann spilaði fyrir Napoli tímabilið 2015/2016 en hann er nú á mála hjá toppliði Juventus.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×