29 dagar í Rúmeníuleikinn: Ársmiðahafarnir eru heppnustu menn dagsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2020 10:00 Margir stuðningsmenn íslenska landsliðsins vilja örugglega fá miða á leikinn. Getty/Sefa Karacan Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. Þrír miðasölugluggar eru í gangi fyrir leikinn og sá fyrsti opnar í dag. Miðasalan í dag er aðeins fyrir þá sem keyptu ársmiða fyrir undankeppni EM 2020. Þeir geta byrjað að kaupa miða klukkan 12.00. Leikurinn mikilvægi fer fram 26. mars og verður leikinn á Laugardalsvelli. Sigurvegari viðureignarinnar mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi í leik um laust sæti í lokakeppni EM 2020. Ársmiðahafarnir mega þó ekki kaupa meira en fjóra miða hver. 1750 ársmiðar seldust fyrir undankeppni EM 2020 þar af þeir þúsund fyrstu samdægurs og þeir fóru í sölu. Ársmiðahafarnir keyptu miða á alla fimm heimaleiki íslenska liðsins í undankeppninni. Rétt rúmar fjórar vikur í leikdag! Miðasala á leikinn hefst á miðvikudag kl. 12:00, en þá geta þeir sem keyptu ársmiða fyrir undankeppni EM 2020 nælt sér í miða á leikinn gegn Rúmeníu.#fyririslandhttps://t.co/12iL4riS51pic.twitter.com/XDgQ8AuK5r— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 24, 2020 Þrjú miðaverð eru í gangi eða miðar sem kosta 3500 krónur, 5500 krónur og 7500 krónur sem eru dýrustu miðarnir. Helmings afsláttur verður í boði fyrir sextán ára og yngri. Annar gluggi miðasölunnar opnar klukkan 12.00 á föstudaginn en hann er fyrir þá sem keyptu haustmiða fyrir undankeppni EM 2020. Almenn miðasala á leikinn hefst síðan ekki fyrr en á hádegi mánudaginn 2. mars. Þá gætu verið fáir miðar eftir nýti allir fyrrnefndir réttinn sinn. Laugardalsvöllurinn tekur 9.775 manns í sæti en hluti af þeim fjölda eru sæti sem fara ekki í sölu. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira
Miðasala á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM 2020 hefst í dag en aðeins útvaldir mega þó kaupa miða á leikinn í dag. Þrír miðasölugluggar eru í gangi fyrir leikinn og sá fyrsti opnar í dag. Miðasalan í dag er aðeins fyrir þá sem keyptu ársmiða fyrir undankeppni EM 2020. Þeir geta byrjað að kaupa miða klukkan 12.00. Leikurinn mikilvægi fer fram 26. mars og verður leikinn á Laugardalsvelli. Sigurvegari viðureignarinnar mætir Búlgaríu eða Ungverjalandi í leik um laust sæti í lokakeppni EM 2020. Ársmiðahafarnir mega þó ekki kaupa meira en fjóra miða hver. 1750 ársmiðar seldust fyrir undankeppni EM 2020 þar af þeir þúsund fyrstu samdægurs og þeir fóru í sölu. Ársmiðahafarnir keyptu miða á alla fimm heimaleiki íslenska liðsins í undankeppninni. Rétt rúmar fjórar vikur í leikdag! Miðasala á leikinn hefst á miðvikudag kl. 12:00, en þá geta þeir sem keyptu ársmiða fyrir undankeppni EM 2020 nælt sér í miða á leikinn gegn Rúmeníu.#fyririslandhttps://t.co/12iL4riS51pic.twitter.com/XDgQ8AuK5r— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 24, 2020 Þrjú miðaverð eru í gangi eða miðar sem kosta 3500 krónur, 5500 krónur og 7500 krónur sem eru dýrustu miðarnir. Helmings afsláttur verður í boði fyrir sextán ára og yngri. Annar gluggi miðasölunnar opnar klukkan 12.00 á föstudaginn en hann er fyrir þá sem keyptu haustmiða fyrir undankeppni EM 2020. Almenn miðasala á leikinn hefst síðan ekki fyrr en á hádegi mánudaginn 2. mars. Þá gætu verið fáir miðar eftir nýti allir fyrrnefndir réttinn sinn. Laugardalsvöllurinn tekur 9.775 manns í sæti en hluti af þeim fjölda eru sæti sem fara ekki í sölu. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta KSÍ Laugardalsvöllur Mest lesið Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Fótbolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 „Frammistaðan var góð“ Enski boltinn Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Fleiri fréttir Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Sjá meira