Spurði hvort engar hæfar konur væru á ritstjórninni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. febrúar 2020 11:00 Frá skrifstofum Fréttablaðsins við Lækjargötu. Vísir/Sigurjón Þau tíðindi urðu á Fréttablaðinu á þriðjudag að síðustu konunni í ritstjórastól var sagt upp störfum. Ekki er langt síðan konur voru í meirihluta þegar kom að ritstjórum og fréttastjórum hjá mest lesna dagblaði landsins. Nú er öldin önnur. Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, var sagt upp störfum. Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, sem stýrt hefur vef blaðsins undanfarin tvö ár, var einnig sagt upp. Eftir breytingarnar er Jón Þórisson aðalritstjóri Fréttablaðsins. Fréttastjórar eru nú tveir, þeir Garðar Örn Úlfarsson og Ari Brynjólfsson. Kristjón Kormákur Guðjónsson, sem var ritstjóri Hringbrautar.is, er nú einn ritstjóri beggja vefmiðla. Þá er Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins eins og verið hefur undanfarin ár. Staðan úr 3-2 í 0-5 Fyrir tveimur árum voru konur í meirihluta þegar kom að ritstjórastöðum á Fréttablaðinu. Þá var Kristín Þorsteinsdóttir aðalritstjóri, Ólöf Skaftadóttir aðstoðarritstjóri ásamt Kjartan Hreini Njálssyni. Sunna Karen stýrði vef Fréttablaðsins og Hörður Ægisson Markaðnum. Í september 2018 steig Kristín til hliðar úr stóli ritstjóra og varð útgefandi á ný. Ólöf og Kjartan skiptu með sér ritstjórastöðununum á Fréttablaðinu. Einni konu færra en hlutföll kynjanna jöfn. Í júní 2019 var Davíð Stefánsson svo ráðinn sem ritstjóri í stað Kjartans Hreins. Jón Þórisson er aðalritstjóri Fréttablaðsins eftir breytingarnar.Vísir/SigurjónÓ Í október 2019 var tilkynnt um sameiningu Fréttablaðsins og Hringbrautar. Grænt ljós fékkst á samrunanum en ella stefndi í gjaldþrot síðarnefnda miðilsins. Jón Þórisson var ráðinn ritstjóri og Ólöf Skaftadóttir steig úr stól ritstjóra. Þá var Sunna Karen síðasta konan í brúnni sem ritstjóri vefs Fréttablaðsins, allt þar til í vikunni. Kolbrún lét í sér heyra Samkvæmt heimildum Vísis varð nokkurt uppnám meðal sumra starfsmanna Fréttablaðsins þegar breytingarnar voru tilkynntar á fimmta tímanum á þriðjudaginn. Kolbrún Bergþórsdóttir, sem skrifað hefur leiðara og í menningarhluta Fréttablaðsins undanfarin ár, lét meðal annars í sér heyra. Spurði Kolbrún yfir hópinn hvort það væru engar hæfar konur á gólfinu, eða hvað? Vísaði hún til þess að ritstjórar og fréttastjórar væru eftir breytingarnar allir karlmenn. Fimm talsins. Jóhanna Helga bendir á að fjármálastjóri Torgs sé einnig kona.Vísir/Vilhelm Rétt er að taka fram að konur eru þó ekki algjörlega frá ábyrgðarstöðum á blaðinu. Þannig sér Björk Eiðsdóttir um helgarblaðið og Kolbrún um menninguna. Anton Brink er yfir ljósmyndadeildinni og Sæmundur Freyr Árnason er framleiðslustjóri. Þá á aðeins eftir að nefna stjórnarformann Torgs, Helga Magnússon, og Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, forstjóra Torgs, svo allir í haus Fréttablaðsins séu nefndir. Eitthvað sem æxlast svona Jóhanna Helga, forstjóri Torgs, segir að um réttmæta ábendingu sé að ræða. Hún hafi verið að fara yfir þetta og komist að því að á ritstjórninni séu í dag átján konur og nítján karlar. „Þannig að kynjahlutföll almennt eru nokkuð nöfn en vissulega hallar á konur þarna í stjórnarlaginu. Það er náttúrulega bara eitthvað sem æxlast á þennan veg. Auðvitað viljum við vera með sem jafnastan hlut kynjanna.“ Hún hefur engar áhyggjur af því að pungalykt verði af efnistökum miðlanna. Torg geri marga hluti varðandi jafnrétti kynjanna svo sem útgáfu árlegs blaðs með Félagi kvenna í atvinnulífinu auk þess sem Hringbraut haldi kynjabókhald yfir viðmælendur. Fjölmiðlar Jafnréttismál Tengdar fréttir Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Sunna Karen er nýjasti ritstjóri Íslands Fréttablaðið punktur is fór formlega í loftið í dag. 15. febrúar 2018 14:37 Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45 Fékk blaðamannabakteríuna frekar seint á ferlinum Nýr ritstjóri Fréttablaðsins telur að eignarhlutur sinn eigi ekki að tefla trúverðugleika í hættu. 18. október 2019 15:00 Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Þau tíðindi urðu á Fréttablaðinu á þriðjudag að síðustu konunni í ritstjórastól var sagt upp störfum. Ekki er langt síðan konur voru í meirihluta þegar kom að ritstjórum og fréttastjórum hjá mest lesna dagblaði landsins. Nú er öldin önnur. Davíð Stefánssyni, öðrum ritstjóra Fréttablaðsins, var sagt upp störfum. Sunnu Karen Sigurþórsdóttur, sem stýrt hefur vef blaðsins undanfarin tvö ár, var einnig sagt upp. Eftir breytingarnar er Jón Þórisson aðalritstjóri Fréttablaðsins. Fréttastjórar eru nú tveir, þeir Garðar Örn Úlfarsson og Ari Brynjólfsson. Kristjón Kormákur Guðjónsson, sem var ritstjóri Hringbrautar.is, er nú einn ritstjóri beggja vefmiðla. Þá er Hörður Ægisson ritstjóri Markaðarins eins og verið hefur undanfarin ár. Staðan úr 3-2 í 0-5 Fyrir tveimur árum voru konur í meirihluta þegar kom að ritstjórastöðum á Fréttablaðinu. Þá var Kristín Þorsteinsdóttir aðalritstjóri, Ólöf Skaftadóttir aðstoðarritstjóri ásamt Kjartan Hreini Njálssyni. Sunna Karen stýrði vef Fréttablaðsins og Hörður Ægisson Markaðnum. Í september 2018 steig Kristín til hliðar úr stóli ritstjóra og varð útgefandi á ný. Ólöf og Kjartan skiptu með sér ritstjórastöðununum á Fréttablaðinu. Einni konu færra en hlutföll kynjanna jöfn. Í júní 2019 var Davíð Stefánsson svo ráðinn sem ritstjóri í stað Kjartans Hreins. Jón Þórisson er aðalritstjóri Fréttablaðsins eftir breytingarnar.Vísir/SigurjónÓ Í október 2019 var tilkynnt um sameiningu Fréttablaðsins og Hringbrautar. Grænt ljós fékkst á samrunanum en ella stefndi í gjaldþrot síðarnefnda miðilsins. Jón Þórisson var ráðinn ritstjóri og Ólöf Skaftadóttir steig úr stól ritstjóra. Þá var Sunna Karen síðasta konan í brúnni sem ritstjóri vefs Fréttablaðsins, allt þar til í vikunni. Kolbrún lét í sér heyra Samkvæmt heimildum Vísis varð nokkurt uppnám meðal sumra starfsmanna Fréttablaðsins þegar breytingarnar voru tilkynntar á fimmta tímanum á þriðjudaginn. Kolbrún Bergþórsdóttir, sem skrifað hefur leiðara og í menningarhluta Fréttablaðsins undanfarin ár, lét meðal annars í sér heyra. Spurði Kolbrún yfir hópinn hvort það væru engar hæfar konur á gólfinu, eða hvað? Vísaði hún til þess að ritstjórar og fréttastjórar væru eftir breytingarnar allir karlmenn. Fimm talsins. Jóhanna Helga bendir á að fjármálastjóri Torgs sé einnig kona.Vísir/Vilhelm Rétt er að taka fram að konur eru þó ekki algjörlega frá ábyrgðarstöðum á blaðinu. Þannig sér Björk Eiðsdóttir um helgarblaðið og Kolbrún um menninguna. Anton Brink er yfir ljósmyndadeildinni og Sæmundur Freyr Árnason er framleiðslustjóri. Þá á aðeins eftir að nefna stjórnarformann Torgs, Helga Magnússon, og Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur, forstjóra Torgs, svo allir í haus Fréttablaðsins séu nefndir. Eitthvað sem æxlast svona Jóhanna Helga, forstjóri Torgs, segir að um réttmæta ábendingu sé að ræða. Hún hafi verið að fara yfir þetta og komist að því að á ritstjórninni séu í dag átján konur og nítján karlar. „Þannig að kynjahlutföll almennt eru nokkuð nöfn en vissulega hallar á konur þarna í stjórnarlaginu. Það er náttúrulega bara eitthvað sem æxlast á þennan veg. Auðvitað viljum við vera með sem jafnastan hlut kynjanna.“ Hún hefur engar áhyggjur af því að pungalykt verði af efnistökum miðlanna. Torg geri marga hluti varðandi jafnrétti kynjanna svo sem útgáfu árlegs blaðs með Félagi kvenna í atvinnulífinu auk þess sem Hringbraut haldi kynjabókhald yfir viðmælendur.
Fjölmiðlar Jafnréttismál Tengdar fréttir Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30 Sunna Karen er nýjasti ritstjóri Íslands Fréttablaðið punktur is fór formlega í loftið í dag. 15. febrúar 2018 14:37 Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45 Fékk blaðamannabakteríuna frekar seint á ferlinum Nýr ritstjóri Fréttablaðsins telur að eignarhlutur sinn eigi ekki að tefla trúverðugleika í hættu. 18. október 2019 15:00 Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Sjá meira
Skipulagsbreytingar hjá útgáfufélagi Fréttablaðsins Jóhanna Helga Viðarsdóttir verður nýr framkvæmdastjóri Torgs ehf., útgáfufélags Fréttablaðsins. 16. júlí 2019 15:30
Sunna Karen er nýjasti ritstjóri Íslands Fréttablaðið punktur is fór formlega í loftið í dag. 15. febrúar 2018 14:37
Hvað vill nýr ritstjóri Fréttablaðsins upp á dekk? Davíð Stefánsson segist nálgast hina nýju stöðu af mikilli hógværð. 4. júní 2019 11:45
Fékk blaðamannabakteríuna frekar seint á ferlinum Nýr ritstjóri Fréttablaðsins telur að eignarhlutur sinn eigi ekki að tefla trúverðugleika í hættu. 18. október 2019 15:00