Sama mantran í 40 daga, ísköld sturta og stórstjörnur Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. febrúar 2020 10:00 Hrönn Marinósdóttir framkvæmdastjóri RIFF kvikmyndahátíðarinnar er nýkomin heim frá einni stærstu kvikmyndahátíð Evrópu. Þar var hún að vonast eftir því að rekast á hjartaknúsran Jeremy Irons eða Hillary Clinton. Það gekk ekki eftir en hún hitti fyrir Hildi Guðnadóttur sem hún segir vera mikla fyrirmynd. Vísir/Vilhelm Við sjáum hana í fjölmiðlum á haustin nánast eins og fastan punkt í tilverunni. Þá mætir hún í fjölmiðlaviðtöl og segir frá því helsta sem væntanlegt er á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF. Þegar hátíðin er haldin flykkjast Íslendingar í bíó í ellefu daga samfleytt til að sjá það nýjasta nýtt í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Já í kaffispjalli helgarinnar er það Hrönn Marinósdóttir framkvæmdastjóri RIFF kvikmyndahátíðarinnar sem situr fyrir svörum. Hún segir okkur meðal annars frá því að í vinnunni gefast stundum tækifæri til að hitta stórstjörnur og einstaka vinnudaga horfir hún á bíómyndir allan daginn. Sjálf innsiglar hún hvern dag með möntru, jógatrixi og góðum kaffibolla. Í kaffispjalli um helgar spyrjum við alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fólk fer að sofa. Við spyrjum líka um vinnuna, skipulagið og helstu verkefnin. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég bý við þann lúxus að eiga þrjár sjálfstæðar unglingsdætur sem vakna núorðið sjálfar á morgnana til að fara í skólann. Þær vilja helst vera lausar við að ég sé eitthvað að stússast í þeim svo ég get oft lúrað aðeins lengur eða til sirka átta. Mér finnst voða gott að kúra aðeins á morgnana.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég reyni frá þeirri stund sem ég vakna að vera meðvituð um að koma góðum hugsunum að og ákveð strax að þetta verði góður dagur. Mér finnst gott að hugleiða á morgnana, þá tek ég 11 mínútur í að fara með möntru, ég reyni að halda sömu hugleiðslunni í 40 daga í röð. Þegar það liggur sérlega vel á mér fer ég ískalda sturtu á morgnana því þá er eins og líkaminn allur lifni við og það kviknar jafnvel á perum í heila sem hefur verið slökkt á lengi. Þetta er jógatrix. Ég byrja á að bursta ég líkamann með mjúkum bursta, ber síðan á mig góða möndluolíu og fer síðan hægt og rólega undir kalt vatn, fyrst með útlimi og svo er það örsnöggt, köld buna yfir allan líkamann nema ekki höfuðið. Eftir svona meðferð er maður til í allt! Ég er kaffikona og finnst það ómissandi á morgnana. Ég set ghee í espresso kaffið mitt og nýt þess síðan að renna yfir blað dagsins og helstu netmiðla á meðan ég sötra á kaffinu mínu og borða hafragrautinn.“ Hrönn leggur áherslu á svefn og heilsu. Þegar hún vaknar á morgnana leggur hún áherslu á góðar hugsanir og tekur ákvörðun um að dagurinn verður góður. Hrönn hugleiðir í 11 mínútur á morgnana.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að halda ró sinni í öllum aðstæðum Vinnudagar Hrannar eru fjölbreyttir og ólíkir en hún segir að því eldri sem hún verður því mikilvægara finnst henni að halda ró sinni í öllum aðstæðum. Margt getur farið úrskeiðis þegar stór viðburður er skipulagður en stundum fylgir vinnunni líka tækifæri til að hitta frægt fólk. Ertu vön að fara oft í bíó eða er kvikmyndaáhuginn meira bundinn við vinnutengd verkefni og RIFF? „Mér finnst mjög gaman að fara í bíó og geri talsvert af því en horfi líka mikið á myndir sem við fáum sendar víða að frá kvikmyndagerðarmönnum sem vilja fá að sýna myndirnar sínar á RIFF. Þega nálgast umsóknarfrest mynda þá hef ég góða afsökun til þess að horfa á bíó allan daginn. Ekki leiðinlegt.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er nýkomin heim frá Berlinale sem er ein stærsta hátíðin í Evrópu. Þar var ég meðal annars að taka viðtöl við fólk sem hefur áhuga á að koma að vinna með okkur á RIFF og var í samtali við starfsfólk kvikmyndastofnana, dreifingaraðila mynda og félaga á öðrum kvikmyndahátíðum sem við vinnum með auk þess sem ég skellti mér á nokkrar myndir. Var að vonast til þess að rekast á hjartaknúsarann Jeremy Irons sem situr í dómnefnd eða jafnvel Hillary Clinton sem var að kynna nýja seríu um sig sjálfa. Úr því varð ekki að sinni en ég hitti stórstjörnuna Hildi Guðnadóttur sem var mikill heiður, það er ekki lítið sem sú unga kona hefur náð að áorka, mikil fyrirmynd. Þessa dagana erum vinna í að ráða gott og skapandi fólk til að vinna með okkur að næstu hátíð og jafnframt erum við komin á fullt í dagskrárgerð. Vinnan bakvið tjöldin felst mikið í að leita til samstarfsaðila; viðhalda tengslum við þá sem hafa unnið með okkur lengi svo sem TVG Zimsen, Hertz og RÚV og finna ný fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga sem vilja taka þátt í að byggja upp RIFF sem stærsta kvikmyndaviðburðinn hérlendis. Minn tími fer líka þó nokkuð í að vera í góðu samtali við opinbera aðila hjá borg og ríki. Mikilvægt er að allir upplifi að RIFF er samfélagslegt verkefni sem margir ólíkir hafa hag af að sé til. Við erum líka að fara útbúa mjög spennandi kynningarefni í samvinnu við Aldeilis auglýsingastofuna sem ætlunin er að kynna á erlendum hátíðum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er nýbyrjuð að vinna með OneNote og Trello. Ég nota Slack í samskiptum við starfsmenn RIFF og Google docs yfir helstu skjöl. Ég nota alls konar To do lista. Ég skipulegg líka líkamsæfingar inn í daginn minn, því ef ég er dugleg að hreyfa mig þá hef ég miklu meiri orku í vinnunni. Ég er mikið í útiíþróttum svo sem hlaupum og gönguskíðum en er líka að hjóla og lyfta. Það er oft mjög mikið að gera í vinnunni og þrátt fyrir gott skipulag er margt sem getur farið úrskeiðis þegar maður rekur svona stóran viðburð, þá finnst mér mikilvægast eftir því sem ég eldist að reyna að halda ró minni, sama hvað gengur á og það að vera í góðu líkamlega og formi hjálpar svo sannarlega.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Markmiðið er að ná alltaf sjö til átta tímum. Svefn er eitt það mikilvægasta í því að halda góðri heilsu. Er oftast farin a ð sofa um eða í kringum miðnætti en oftast er markmiðið að sofna fyrir tólf.“ RIFF Tengdar fréttir Fer oftast of seint að sofa og nýtir tæknina fyrir skipulagið Hulda Bjarnadóttir viðurkennir að hún fer oftast of seint að sofa. Hún nýtir tæknina til að skipuleggja sig og finnst best að draga upp stóru myndina þegar hún byrjar á verkefnum. 1. febrúar 2020 10:00 Stelst til að púsla fram eftir og velur ráðherrastarf ekkert fram yfir netagerð Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að það starf sem hún starfar í hverju sinni sé skemmtilegast. Hún stelst stundum til að púsla fram eftir á kvöldin en á daginn eru viðfangsefnin afar fjölbreytt. Allt frá verkefnum tengdum kórónaveirunni, vörnum gegn peningaþvætti og nýrri vefsíðu. 15. febrúar 2020 10:00 Vekur börnin sín í öfugri aldursröð og segir ríkið passa vel upp á starfsfólkið sitt Kaffispjall helgarinnar er við Karl Pétur Jónsson sem meðal annars segir okkur hvernig það er að vinna fyrir hið opinbera í samanburði við einkageirann. 8. febrúar 2020 10:00 Skipulagið skipulagt kaos en drulluskemmtileg verkefni Hann vaknar um klukkan átta, les blöðin og drekkur tvo bolla af kaffi. Síðan rennir hann yfir verkefni dagsins í huganum þegar hann gengur til vinnu. Kaffispjall helgarinnar er við Egil Jóhannsson framkvæmdastjóra Forlagsins. 22. febrúar 2020 10:00 Gísli Örn á fullu í verbúðum og byrjaður í kaffinu á morgnana Gísli Örn Garðarson vaknar klukkan 7.20 á virkum morgnum og byrjar þá á því að semja við börnin sín um ,,10 mínútur“ í viðbót. Hann fór nýverið að drekka kaffi á morgnana og viðurkennir að hann er alltof gjarn á að kíkja á síman sinn þegar hann er nývaknaður. 25. janúar 2020 10:00 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Við sjáum hana í fjölmiðlum á haustin nánast eins og fastan punkt í tilverunni. Þá mætir hún í fjölmiðlaviðtöl og segir frá því helsta sem væntanlegt er á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF. Þegar hátíðin er haldin flykkjast Íslendingar í bíó í ellefu daga samfleytt til að sjá það nýjasta nýtt í alþjóðlegri kvikmyndagerð. Já í kaffispjalli helgarinnar er það Hrönn Marinósdóttir framkvæmdastjóri RIFF kvikmyndahátíðarinnar sem situr fyrir svörum. Hún segir okkur meðal annars frá því að í vinnunni gefast stundum tækifæri til að hitta stórstjörnur og einstaka vinnudaga horfir hún á bíómyndir allan daginn. Sjálf innsiglar hún hvern dag með möntru, jógatrixi og góðum kaffibolla. Í kaffispjalli um helgar spyrjum við alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fólk fer að sofa. Við spyrjum líka um vinnuna, skipulagið og helstu verkefnin. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég bý við þann lúxus að eiga þrjár sjálfstæðar unglingsdætur sem vakna núorðið sjálfar á morgnana til að fara í skólann. Þær vilja helst vera lausar við að ég sé eitthvað að stússast í þeim svo ég get oft lúrað aðeins lengur eða til sirka átta. Mér finnst voða gott að kúra aðeins á morgnana.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Ég reyni frá þeirri stund sem ég vakna að vera meðvituð um að koma góðum hugsunum að og ákveð strax að þetta verði góður dagur. Mér finnst gott að hugleiða á morgnana, þá tek ég 11 mínútur í að fara með möntru, ég reyni að halda sömu hugleiðslunni í 40 daga í röð. Þegar það liggur sérlega vel á mér fer ég ískalda sturtu á morgnana því þá er eins og líkaminn allur lifni við og það kviknar jafnvel á perum í heila sem hefur verið slökkt á lengi. Þetta er jógatrix. Ég byrja á að bursta ég líkamann með mjúkum bursta, ber síðan á mig góða möndluolíu og fer síðan hægt og rólega undir kalt vatn, fyrst með útlimi og svo er það örsnöggt, köld buna yfir allan líkamann nema ekki höfuðið. Eftir svona meðferð er maður til í allt! Ég er kaffikona og finnst það ómissandi á morgnana. Ég set ghee í espresso kaffið mitt og nýt þess síðan að renna yfir blað dagsins og helstu netmiðla á meðan ég sötra á kaffinu mínu og borða hafragrautinn.“ Hrönn leggur áherslu á svefn og heilsu. Þegar hún vaknar á morgnana leggur hún áherslu á góðar hugsanir og tekur ákvörðun um að dagurinn verður góður. Hrönn hugleiðir í 11 mínútur á morgnana.Vísir/Vilhelm Mikilvægt að halda ró sinni í öllum aðstæðum Vinnudagar Hrannar eru fjölbreyttir og ólíkir en hún segir að því eldri sem hún verður því mikilvægara finnst henni að halda ró sinni í öllum aðstæðum. Margt getur farið úrskeiðis þegar stór viðburður er skipulagður en stundum fylgir vinnunni líka tækifæri til að hitta frægt fólk. Ertu vön að fara oft í bíó eða er kvikmyndaáhuginn meira bundinn við vinnutengd verkefni og RIFF? „Mér finnst mjög gaman að fara í bíó og geri talsvert af því en horfi líka mikið á myndir sem við fáum sendar víða að frá kvikmyndagerðarmönnum sem vilja fá að sýna myndirnar sínar á RIFF. Þega nálgast umsóknarfrest mynda þá hef ég góða afsökun til þess að horfa á bíó allan daginn. Ekki leiðinlegt.“ Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Ég er nýkomin heim frá Berlinale sem er ein stærsta hátíðin í Evrópu. Þar var ég meðal annars að taka viðtöl við fólk sem hefur áhuga á að koma að vinna með okkur á RIFF og var í samtali við starfsfólk kvikmyndastofnana, dreifingaraðila mynda og félaga á öðrum kvikmyndahátíðum sem við vinnum með auk þess sem ég skellti mér á nokkrar myndir. Var að vonast til þess að rekast á hjartaknúsarann Jeremy Irons sem situr í dómnefnd eða jafnvel Hillary Clinton sem var að kynna nýja seríu um sig sjálfa. Úr því varð ekki að sinni en ég hitti stórstjörnuna Hildi Guðnadóttur sem var mikill heiður, það er ekki lítið sem sú unga kona hefur náð að áorka, mikil fyrirmynd. Þessa dagana erum vinna í að ráða gott og skapandi fólk til að vinna með okkur að næstu hátíð og jafnframt erum við komin á fullt í dagskrárgerð. Vinnan bakvið tjöldin felst mikið í að leita til samstarfsaðila; viðhalda tengslum við þá sem hafa unnið með okkur lengi svo sem TVG Zimsen, Hertz og RÚV og finna ný fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga sem vilja taka þátt í að byggja upp RIFF sem stærsta kvikmyndaviðburðinn hérlendis. Minn tími fer líka þó nokkuð í að vera í góðu samtali við opinbera aðila hjá borg og ríki. Mikilvægt er að allir upplifi að RIFF er samfélagslegt verkefni sem margir ólíkir hafa hag af að sé til. Við erum líka að fara útbúa mjög spennandi kynningarefni í samvinnu við Aldeilis auglýsingastofuna sem ætlunin er að kynna á erlendum hátíðum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er nýbyrjuð að vinna með OneNote og Trello. Ég nota Slack í samskiptum við starfsmenn RIFF og Google docs yfir helstu skjöl. Ég nota alls konar To do lista. Ég skipulegg líka líkamsæfingar inn í daginn minn, því ef ég er dugleg að hreyfa mig þá hef ég miklu meiri orku í vinnunni. Ég er mikið í útiíþróttum svo sem hlaupum og gönguskíðum en er líka að hjóla og lyfta. Það er oft mjög mikið að gera í vinnunni og þrátt fyrir gott skipulag er margt sem getur farið úrskeiðis þegar maður rekur svona stóran viðburð, þá finnst mér mikilvægast eftir því sem ég eldist að reyna að halda ró minni, sama hvað gengur á og það að vera í góðu líkamlega og formi hjálpar svo sannarlega.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Markmiðið er að ná alltaf sjö til átta tímum. Svefn er eitt það mikilvægasta í því að halda góðri heilsu. Er oftast farin a ð sofa um eða í kringum miðnætti en oftast er markmiðið að sofna fyrir tólf.“
RIFF Tengdar fréttir Fer oftast of seint að sofa og nýtir tæknina fyrir skipulagið Hulda Bjarnadóttir viðurkennir að hún fer oftast of seint að sofa. Hún nýtir tæknina til að skipuleggja sig og finnst best að draga upp stóru myndina þegar hún byrjar á verkefnum. 1. febrúar 2020 10:00 Stelst til að púsla fram eftir og velur ráðherrastarf ekkert fram yfir netagerð Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að það starf sem hún starfar í hverju sinni sé skemmtilegast. Hún stelst stundum til að púsla fram eftir á kvöldin en á daginn eru viðfangsefnin afar fjölbreytt. Allt frá verkefnum tengdum kórónaveirunni, vörnum gegn peningaþvætti og nýrri vefsíðu. 15. febrúar 2020 10:00 Vekur börnin sín í öfugri aldursröð og segir ríkið passa vel upp á starfsfólkið sitt Kaffispjall helgarinnar er við Karl Pétur Jónsson sem meðal annars segir okkur hvernig það er að vinna fyrir hið opinbera í samanburði við einkageirann. 8. febrúar 2020 10:00 Skipulagið skipulagt kaos en drulluskemmtileg verkefni Hann vaknar um klukkan átta, les blöðin og drekkur tvo bolla af kaffi. Síðan rennir hann yfir verkefni dagsins í huganum þegar hann gengur til vinnu. Kaffispjall helgarinnar er við Egil Jóhannsson framkvæmdastjóra Forlagsins. 22. febrúar 2020 10:00 Gísli Örn á fullu í verbúðum og byrjaður í kaffinu á morgnana Gísli Örn Garðarson vaknar klukkan 7.20 á virkum morgnum og byrjar þá á því að semja við börnin sín um ,,10 mínútur“ í viðbót. Hann fór nýverið að drekka kaffi á morgnana og viðurkennir að hann er alltof gjarn á að kíkja á síman sinn þegar hann er nývaknaður. 25. janúar 2020 10:00 Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ „En það hefur líka margt fallegt komið út úr þessu“ Sjá meira
Fer oftast of seint að sofa og nýtir tæknina fyrir skipulagið Hulda Bjarnadóttir viðurkennir að hún fer oftast of seint að sofa. Hún nýtir tæknina til að skipuleggja sig og finnst best að draga upp stóru myndina þegar hún byrjar á verkefnum. 1. febrúar 2020 10:00
Stelst til að púsla fram eftir og velur ráðherrastarf ekkert fram yfir netagerð Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að það starf sem hún starfar í hverju sinni sé skemmtilegast. Hún stelst stundum til að púsla fram eftir á kvöldin en á daginn eru viðfangsefnin afar fjölbreytt. Allt frá verkefnum tengdum kórónaveirunni, vörnum gegn peningaþvætti og nýrri vefsíðu. 15. febrúar 2020 10:00
Vekur börnin sín í öfugri aldursröð og segir ríkið passa vel upp á starfsfólkið sitt Kaffispjall helgarinnar er við Karl Pétur Jónsson sem meðal annars segir okkur hvernig það er að vinna fyrir hið opinbera í samanburði við einkageirann. 8. febrúar 2020 10:00
Skipulagið skipulagt kaos en drulluskemmtileg verkefni Hann vaknar um klukkan átta, les blöðin og drekkur tvo bolla af kaffi. Síðan rennir hann yfir verkefni dagsins í huganum þegar hann gengur til vinnu. Kaffispjall helgarinnar er við Egil Jóhannsson framkvæmdastjóra Forlagsins. 22. febrúar 2020 10:00
Gísli Örn á fullu í verbúðum og byrjaður í kaffinu á morgnana Gísli Örn Garðarson vaknar klukkan 7.20 á virkum morgnum og byrjar þá á því að semja við börnin sín um ,,10 mínútur“ í viðbót. Hann fór nýverið að drekka kaffi á morgnana og viðurkennir að hann er alltof gjarn á að kíkja á síman sinn þegar hann er nývaknaður. 25. janúar 2020 10:00