Handbolti

Haukur með 10,7 mörk og 7,3 stoðsendingar að meðaltali í leik eftir EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur er marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Olís-deildar karla á tímabilinu.
Haukur er marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Olís-deildar karla á tímabilinu. vísir/vilhelm

Í fyrstu þremur leikjum Selfoss í Olís-deild karla eftir Evrópumótið í handbolta er Haukur Þrastarson með samtals 32 mörk og 22 stoðsendingar.

Það gera 10,7 mörk og 7,3 stoðsendingar að meðaltali í leik sem er frábær tölfræði, jafnvel fyrir leikmann eins og Hauk.

Í fyrsta leik eftir EM var Haukur með tvöfalda tvennu, ellefu mörk og tíu stoðsendingar, í sigri á HK, 29-34.

Hann fylgdi því eftir með tíu mörkum og átta stoðsendingum í tapi fyrir ÍBV, 29-36.

Í fyrradag skoraði Haukur svo ellefu mörk og gaf fjórar stoðsendingar þegar Selfoss lagði KA að velli, 26-31.

Haukur náði sér hins vegar ekki á strik þegar Selfoss steinlá fyrir Stjörnunni, 34-21, í 8-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í síðustu viku. Þar var hann aðeins með þrjú mörk og mörk stoðsendingar.

Haukur er bæði marka- og stoðsendingahæsti leikmaður Olís-deildarinnar í vetur. Í 17 deildarleikjum hefur hann skorað 141 mark og gefið 102 stoðsendingar.

Evrópumótið 2020 var annað stórmótið sem Haukur, sem er 18 ára, fer á. Hann lék tvo leiki á HM í Danmörku og Þýskalandi í fyrra.

Deildarleikir Hauks eftir EM

HK 29-34 Selfoss - 11 mörk og 10 stoðsendingar

Selfoss 29-36 ÍBV - 10 mörk og 8 stoðsendingar

KA 26-31 Selfoss - 11 mörk og 4 stoðsendingar


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×