Nýr Peugeot e-208 hreinn rafbíll frumsýndur á morgun Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. febrúar 2020 07:00 Peugeot e-208. Vísir/Brimborg Brimborg frumsýnir glænýjan Peugeot e-208 100% hreinan rafbíl með 340 km drægni og engri CO2 losun. Peugeot e-208 rafbíll er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél og 260 Nm togkrafti. Með þessu afli kemst Peugeot e-208 frá 0 upp í 100 á 8,1 sekúndu. Glænýr undirvagn Peugeot e-208 er hannaður með innbyggðri 50 kwh rafhlöðu svo að innra rýmið er jafnstórt og í hefðbundnum Peugeot 208. Peugeot e-208 rafbíll er með fimm ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á rafhlöðu.Drægni og hleðsla Peugeot e-208 100% rafbíll er með 50 kWh rafhlöðu og drægni hennar skv. WLTP mælingu er 340 km. Rafhlaðan er staðsett undir miðjum bílnum og hefur því ekki áhrif á farþega- og skottrými. Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Peugeot e-208 rafbíl heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða á 7,5 klst í öflugri heimahleðslustöð eða í 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum í 100 kW hraðhleðslustöð. Peugeot ábyrgist 70% hleðslugetu rafhlöðunnar í 8 ár eða 160.000 km. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyPeugeot® appinu ásamt því að stilla forhitarann svo bíllinn sé heitur og fínn áður en lagt er af stað. Hönnun og næsta kynslóð af tækni Hönnun nýja Peugeot e-208 hefur hlotið einróma lof fyrir ómótstæðilega hönnun og ríkulegan staðalbúnað. Að innan er nútímaleg i-Cockpit innrétting í lykilhlutverki með nýjustu kynslóð af tækni og stafrænu 3D mælaborði þar sem allar upplýsingar eru í sjónlínu ökumanns.Öryggistækni Peugeot e-208 100% rafbíllinn er með nýjustu aksturs- og öryggistækni sem aðstoða ökumann við aksturinn og tryggir örugga ökuferð. Veglínuskynjun, blindpunktsaðvörun, vegskiltalesari, aðlögunarhæfur hraðastillir, sjálfvirk neyðarhemlun (Active City Break) og ný gerð bakkmyndavélar eru dæmi um öryggisbúnað í rafbílnum Peugeot e-208. Nýr Peugeot e-208 100% hreinn rafbíll verður frumsýndur í Brimborg Reykjavík á morgun, laugardag 15. febrúar frá 12-16. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og eins verður í boði ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla og uppsetningu hleðslustöðva. Peugeot e-208.Vísir/Brimborg RafbílarSala rafbíla hefur farið vaxandi víða um heim og því verður takmarkað magn í boði á Íslandi en Brimborg hefur tryggt ákveðinn fjölda bíla sem eru nú til sölu í nýjum vefsýningarsal á brimborg.is. en forsalan hefur farið feikivel af stað. Nú eru fyrstu bílar komnir á lager og eru þeir fáanlegir í þremur útfærslum. Peugeot e-208 100% rafbíll kostar frá 3.790.000 kr. Nánari upplýsingar er á finna á vef Peugeot á Íslandi. Bílar Tengdar fréttir Árið 2020 hjá Brimborg Gríðarlega spennandi ár er framundan hjá Brimborg að sögn Anítu Óskar Jóhansdóttur, markaðsstjóra Brimborgar. Hún segir mikla bjartsýni ríkja og að starfsfólk Brimborgar geti ekki beðið eftir að kynna allar nýjungarnar í merkjum Brimborgar sem væntanlegar eru á árinu. 3. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent
Brimborg frumsýnir glænýjan Peugeot e-208 100% hreinan rafbíl með 340 km drægni og engri CO2 losun. Peugeot e-208 rafbíll er sjálfskiptur með 136 hestafla, hljóðlátri rafmagnsvél og 260 Nm togkrafti. Með þessu afli kemst Peugeot e-208 frá 0 upp í 100 á 8,1 sekúndu. Glænýr undirvagn Peugeot e-208 er hannaður með innbyggðri 50 kwh rafhlöðu svo að innra rýmið er jafnstórt og í hefðbundnum Peugeot 208. Peugeot e-208 rafbíll er með fimm ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á rafhlöðu.Drægni og hleðsla Peugeot e-208 100% rafbíll er með 50 kWh rafhlöðu og drægni hennar skv. WLTP mælingu er 340 km. Rafhlaðan er staðsett undir miðjum bílnum og hefur því ekki áhrif á farþega- og skottrými. Það er einfalt og fljótlegt að hlaða Peugeot e-208 rafbíl heima, í vinnu og á hraðhleðslustöðvum. Hægt er að fullhlaða á 7,5 klst í öflugri heimahleðslustöð eða í 80% hleðslu á aðeins 30 mínútum í 100 kW hraðhleðslustöð. Peugeot ábyrgist 70% hleðslugetu rafhlöðunnar í 8 ár eða 160.000 km. Einfalt er að tímasetja, stöðva og virkja hleðslu í MyPeugeot® appinu ásamt því að stilla forhitarann svo bíllinn sé heitur og fínn áður en lagt er af stað. Hönnun og næsta kynslóð af tækni Hönnun nýja Peugeot e-208 hefur hlotið einróma lof fyrir ómótstæðilega hönnun og ríkulegan staðalbúnað. Að innan er nútímaleg i-Cockpit innrétting í lykilhlutverki með nýjustu kynslóð af tækni og stafrænu 3D mælaborði þar sem allar upplýsingar eru í sjónlínu ökumanns.Öryggistækni Peugeot e-208 100% rafbíllinn er með nýjustu aksturs- og öryggistækni sem aðstoða ökumann við aksturinn og tryggir örugga ökuferð. Veglínuskynjun, blindpunktsaðvörun, vegskiltalesari, aðlögunarhæfur hraðastillir, sjálfvirk neyðarhemlun (Active City Break) og ný gerð bakkmyndavélar eru dæmi um öryggisbúnað í rafbílnum Peugeot e-208. Nýr Peugeot e-208 100% hreinn rafbíll verður frumsýndur í Brimborg Reykjavík á morgun, laugardag 15. febrúar frá 12-16. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og eins verður í boði ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla og uppsetningu hleðslustöðva. Peugeot e-208.Vísir/Brimborg RafbílarSala rafbíla hefur farið vaxandi víða um heim og því verður takmarkað magn í boði á Íslandi en Brimborg hefur tryggt ákveðinn fjölda bíla sem eru nú til sölu í nýjum vefsýningarsal á brimborg.is. en forsalan hefur farið feikivel af stað. Nú eru fyrstu bílar komnir á lager og eru þeir fáanlegir í þremur útfærslum. Peugeot e-208 100% rafbíll kostar frá 3.790.000 kr. Nánari upplýsingar er á finna á vef Peugeot á Íslandi.
Bílar Tengdar fréttir Árið 2020 hjá Brimborg Gríðarlega spennandi ár er framundan hjá Brimborg að sögn Anítu Óskar Jóhansdóttur, markaðsstjóra Brimborgar. Hún segir mikla bjartsýni ríkja og að starfsfólk Brimborgar geti ekki beðið eftir að kynna allar nýjungarnar í merkjum Brimborgar sem væntanlegar eru á árinu. 3. febrúar 2020 07:00 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent
Árið 2020 hjá Brimborg Gríðarlega spennandi ár er framundan hjá Brimborg að sögn Anítu Óskar Jóhansdóttur, markaðsstjóra Brimborgar. Hún segir mikla bjartsýni ríkja og að starfsfólk Brimborgar geti ekki beðið eftir að kynna allar nýjungarnar í merkjum Brimborgar sem væntanlegar eru á árinu. 3. febrúar 2020 07:00