Sportpakkinn: Bjóða leikmönnum upp á að taka þjálfaranámskeið á Pinatar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. febrúar 2020 15:30 Jón Þór á blaðamannafundinum í dag. vísir/friðrik þór Tveir nýliðar eru í leikmannahópi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir leikina á Pinatar-mótinu í fótbolta á Spáni í byrjun næsta mánaðar. Arnar Björnsson fór yfir hópinn. Landsliðið tekur ekki þátt í Algarve-mótinu eins og mörg undanfarin ár en spilar í byrjun mars við Norður Írland, Skotland og Úkraínu. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson er ánægður með mótherjana sem Ísland mætir á Pinatar. „Þeir henta okkur vel á þessum tímapunkti, allir leikirnir þrír eiga eftir að nýtast okkur. Skotarnir eru með sterkt lið, við spiluðum tvo leiki við þá í fyrra. Skotar eru með öfluga leikmenn og þá má reikna með hörkuleik gegn þeim. Norður Írland og Úkraína eru með lið sem henta okkur í verkefnin í apríl,“ sagði Jón Þór en næstu leikir Íslands í undankeppni EM 2021 eru gegn Slóvakíu og Ungverjalandi í apríl. Jón Þór segir að tvö síðastnefndu liðin ættu að henta betur heldur en liðin sem Ísland hefur mætt undanfarin ár á Algarve mótinu. „Við vorum ánægð með marga hluti í leikjum á síðasta ári og viljum halda áfram á þeirri braut. Við viljum þróa okkar leik, hafa boltann aðeins meira, byrja okkar sóknir og byggja þær upp út frá vörn og markmanni. Við viljum einbeita okkur að þessum hlutum í þessu verkefni,“ sagði Jón Þór. Natasha Anasi hjá Keflavík og Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði nýkrýndra Reykjavíkurmeistara Fylkis, hafa ekki verið valdar áður. En hvað hafa þær fram að færa? „Þetta eru gríðarlega öflugir leikmenn sem hafa staðið sig frábærlega hér heima. Það verður spennandi að sjá til þeirra í þessum leikjum og hvernig þær koma inn í okkar hóp. Þær geta leyst ólík hlutverk,“ sagði Jón Þór. Margir voru að vonast eftir því að Cloé Lacasse yrði valin í hópinn. Hún skoraði grimmt með ÍBV en gekk síðan til liðs við Benfica í Portúgal og er markahæst í deildinni þar í landi með 20 mörk. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en illa hefur gengið að fá heimild fyrir því að hún spili með landsliðinu. „Staðan er óbreytt, hún hefur enn ekki fengið keppnisleyfi frá FIFA og þess vegna kemur hún ekki til greina núna. Vonandi skýrist það fljótlega. Við erum að vinna að á fullu þessu innanhúss og hjá FIFA. Vonandi leystist málið sem allra fyrst.“ Landsliðskonurnar gera meira en að spila fótbolta. Í ferðinni verður þeim boðið að taka fyrstu skrefin í átt að þjálfaraferli þegar þær leggja fótboltaskóna á hilluna. „Þetta er að frumkvæði leikmanna og í ljósi umræðunnar að það eru of fáar konur sem eru að þjálfa. Þarna höfum við í þessum hópi frábæra karaktera, leiðtoga og mikla leikreynslu og þekkingu á leiknum. Fyrir okkur hjá KSÍ þá er það frábært að við getum boðið uppá þetta. Það er mikill áhugi hjá leikmönnum að hefja þetta nám og því gleðitíðindi fyrir knattspyrnuna,“ sagði Jón Þór. Skagamaðurinn er ánægður með stöðuna á íslenska hópnum þótt vissulega spili það inn í að margir leikmenn séu enn á undirbúningstímabili. „Leikformið mætti vera betra hjá sumum leikmönnum en er bjartsýnn fyrir komandi verkefni,“ sagði Jón Þór. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Hópurinn fyrir Pinatar-mótið valinn EM 2021 í Englandi Sportpakkinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Jóns Þórs Haukssonar fyrir Pinatar-mótið Vísir fylgdist með blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir Pinatar-mótið verður kynntur. 13. febrúar 2020 12:45 Cloé Lacasse ekki valin í landsliðið en Natasha Anasi er í hópnum Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið. 13. febrúar 2020 13:10 Cloé ekki enn komin með leikheimild Illa gengur að fá leikheimild frá FIFA fyrir Cloé Lacasse. 13. febrúar 2020 13:59 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Tveir nýliðar eru í leikmannahópi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir leikina á Pinatar-mótinu í fótbolta á Spáni í byrjun næsta mánaðar. Arnar Björnsson fór yfir hópinn. Landsliðið tekur ekki þátt í Algarve-mótinu eins og mörg undanfarin ár en spilar í byrjun mars við Norður Írland, Skotland og Úkraínu. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson er ánægður með mótherjana sem Ísland mætir á Pinatar. „Þeir henta okkur vel á þessum tímapunkti, allir leikirnir þrír eiga eftir að nýtast okkur. Skotarnir eru með sterkt lið, við spiluðum tvo leiki við þá í fyrra. Skotar eru með öfluga leikmenn og þá má reikna með hörkuleik gegn þeim. Norður Írland og Úkraína eru með lið sem henta okkur í verkefnin í apríl,“ sagði Jón Þór en næstu leikir Íslands í undankeppni EM 2021 eru gegn Slóvakíu og Ungverjalandi í apríl. Jón Þór segir að tvö síðastnefndu liðin ættu að henta betur heldur en liðin sem Ísland hefur mætt undanfarin ár á Algarve mótinu. „Við vorum ánægð með marga hluti í leikjum á síðasta ári og viljum halda áfram á þeirri braut. Við viljum þróa okkar leik, hafa boltann aðeins meira, byrja okkar sóknir og byggja þær upp út frá vörn og markmanni. Við viljum einbeita okkur að þessum hlutum í þessu verkefni,“ sagði Jón Þór. Natasha Anasi hjá Keflavík og Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði nýkrýndra Reykjavíkurmeistara Fylkis, hafa ekki verið valdar áður. En hvað hafa þær fram að færa? „Þetta eru gríðarlega öflugir leikmenn sem hafa staðið sig frábærlega hér heima. Það verður spennandi að sjá til þeirra í þessum leikjum og hvernig þær koma inn í okkar hóp. Þær geta leyst ólík hlutverk,“ sagði Jón Þór. Margir voru að vonast eftir því að Cloé Lacasse yrði valin í hópinn. Hún skoraði grimmt með ÍBV en gekk síðan til liðs við Benfica í Portúgal og er markahæst í deildinni þar í landi með 20 mörk. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en illa hefur gengið að fá heimild fyrir því að hún spili með landsliðinu. „Staðan er óbreytt, hún hefur enn ekki fengið keppnisleyfi frá FIFA og þess vegna kemur hún ekki til greina núna. Vonandi skýrist það fljótlega. Við erum að vinna að á fullu þessu innanhúss og hjá FIFA. Vonandi leystist málið sem allra fyrst.“ Landsliðskonurnar gera meira en að spila fótbolta. Í ferðinni verður þeim boðið að taka fyrstu skrefin í átt að þjálfaraferli þegar þær leggja fótboltaskóna á hilluna. „Þetta er að frumkvæði leikmanna og í ljósi umræðunnar að það eru of fáar konur sem eru að þjálfa. Þarna höfum við í þessum hópi frábæra karaktera, leiðtoga og mikla leikreynslu og þekkingu á leiknum. Fyrir okkur hjá KSÍ þá er það frábært að við getum boðið uppá þetta. Það er mikill áhugi hjá leikmönnum að hefja þetta nám og því gleðitíðindi fyrir knattspyrnuna,“ sagði Jón Þór. Skagamaðurinn er ánægður með stöðuna á íslenska hópnum þótt vissulega spili það inn í að margir leikmenn séu enn á undirbúningstímabili. „Leikformið mætti vera betra hjá sumum leikmönnum en er bjartsýnn fyrir komandi verkefni,“ sagði Jón Þór. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Hópurinn fyrir Pinatar-mótið valinn
EM 2021 í Englandi Sportpakkinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Jóns Þórs Haukssonar fyrir Pinatar-mótið Vísir fylgdist með blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir Pinatar-mótið verður kynntur. 13. febrúar 2020 12:45 Cloé Lacasse ekki valin í landsliðið en Natasha Anasi er í hópnum Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið. 13. febrúar 2020 13:10 Cloé ekki enn komin með leikheimild Illa gengur að fá leikheimild frá FIFA fyrir Cloé Lacasse. 13. febrúar 2020 13:59 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Jóns Þórs Haukssonar fyrir Pinatar-mótið Vísir fylgdist með blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir Pinatar-mótið verður kynntur. 13. febrúar 2020 12:45
Cloé Lacasse ekki valin í landsliðið en Natasha Anasi er í hópnum Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið. 13. febrúar 2020 13:10
Cloé ekki enn komin með leikheimild Illa gengur að fá leikheimild frá FIFA fyrir Cloé Lacasse. 13. febrúar 2020 13:59
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn