Sportpakkinn: Bjóða leikmönnum upp á að taka þjálfaranámskeið á Pinatar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. febrúar 2020 15:30 Jón Þór á blaðamannafundinum í dag. vísir/friðrik þór Tveir nýliðar eru í leikmannahópi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir leikina á Pinatar-mótinu í fótbolta á Spáni í byrjun næsta mánaðar. Arnar Björnsson fór yfir hópinn. Landsliðið tekur ekki þátt í Algarve-mótinu eins og mörg undanfarin ár en spilar í byrjun mars við Norður Írland, Skotland og Úkraínu. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson er ánægður með mótherjana sem Ísland mætir á Pinatar. „Þeir henta okkur vel á þessum tímapunkti, allir leikirnir þrír eiga eftir að nýtast okkur. Skotarnir eru með sterkt lið, við spiluðum tvo leiki við þá í fyrra. Skotar eru með öfluga leikmenn og þá má reikna með hörkuleik gegn þeim. Norður Írland og Úkraína eru með lið sem henta okkur í verkefnin í apríl,“ sagði Jón Þór en næstu leikir Íslands í undankeppni EM 2021 eru gegn Slóvakíu og Ungverjalandi í apríl. Jón Þór segir að tvö síðastnefndu liðin ættu að henta betur heldur en liðin sem Ísland hefur mætt undanfarin ár á Algarve mótinu. „Við vorum ánægð með marga hluti í leikjum á síðasta ári og viljum halda áfram á þeirri braut. Við viljum þróa okkar leik, hafa boltann aðeins meira, byrja okkar sóknir og byggja þær upp út frá vörn og markmanni. Við viljum einbeita okkur að þessum hlutum í þessu verkefni,“ sagði Jón Þór. Natasha Anasi hjá Keflavík og Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði nýkrýndra Reykjavíkurmeistara Fylkis, hafa ekki verið valdar áður. En hvað hafa þær fram að færa? „Þetta eru gríðarlega öflugir leikmenn sem hafa staðið sig frábærlega hér heima. Það verður spennandi að sjá til þeirra í þessum leikjum og hvernig þær koma inn í okkar hóp. Þær geta leyst ólík hlutverk,“ sagði Jón Þór. Margir voru að vonast eftir því að Cloé Lacasse yrði valin í hópinn. Hún skoraði grimmt með ÍBV en gekk síðan til liðs við Benfica í Portúgal og er markahæst í deildinni þar í landi með 20 mörk. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en illa hefur gengið að fá heimild fyrir því að hún spili með landsliðinu. „Staðan er óbreytt, hún hefur enn ekki fengið keppnisleyfi frá FIFA og þess vegna kemur hún ekki til greina núna. Vonandi skýrist það fljótlega. Við erum að vinna að á fullu þessu innanhúss og hjá FIFA. Vonandi leystist málið sem allra fyrst.“ Landsliðskonurnar gera meira en að spila fótbolta. Í ferðinni verður þeim boðið að taka fyrstu skrefin í átt að þjálfaraferli þegar þær leggja fótboltaskóna á hilluna. „Þetta er að frumkvæði leikmanna og í ljósi umræðunnar að það eru of fáar konur sem eru að þjálfa. Þarna höfum við í þessum hópi frábæra karaktera, leiðtoga og mikla leikreynslu og þekkingu á leiknum. Fyrir okkur hjá KSÍ þá er það frábært að við getum boðið uppá þetta. Það er mikill áhugi hjá leikmönnum að hefja þetta nám og því gleðitíðindi fyrir knattspyrnuna,“ sagði Jón Þór. Skagamaðurinn er ánægður með stöðuna á íslenska hópnum þótt vissulega spili það inn í að margir leikmenn séu enn á undirbúningstímabili. „Leikformið mætti vera betra hjá sumum leikmönnum en er bjartsýnn fyrir komandi verkefni,“ sagði Jón Þór. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Hópurinn fyrir Pinatar-mótið valinn EM 2021 í Englandi Sportpakkinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Jóns Þórs Haukssonar fyrir Pinatar-mótið Vísir fylgdist með blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir Pinatar-mótið verður kynntur. 13. febrúar 2020 12:45 Cloé Lacasse ekki valin í landsliðið en Natasha Anasi er í hópnum Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið. 13. febrúar 2020 13:10 Cloé ekki enn komin með leikheimild Illa gengur að fá leikheimild frá FIFA fyrir Cloé Lacasse. 13. febrúar 2020 13:59 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira
Tveir nýliðar eru í leikmannahópi íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir leikina á Pinatar-mótinu í fótbolta á Spáni í byrjun næsta mánaðar. Arnar Björnsson fór yfir hópinn. Landsliðið tekur ekki þátt í Algarve-mótinu eins og mörg undanfarin ár en spilar í byrjun mars við Norður Írland, Skotland og Úkraínu. Landsliðsþjálfarinn Jón Þór Hauksson er ánægður með mótherjana sem Ísland mætir á Pinatar. „Þeir henta okkur vel á þessum tímapunkti, allir leikirnir þrír eiga eftir að nýtast okkur. Skotarnir eru með sterkt lið, við spiluðum tvo leiki við þá í fyrra. Skotar eru með öfluga leikmenn og þá má reikna með hörkuleik gegn þeim. Norður Írland og Úkraína eru með lið sem henta okkur í verkefnin í apríl,“ sagði Jón Þór en næstu leikir Íslands í undankeppni EM 2021 eru gegn Slóvakíu og Ungverjalandi í apríl. Jón Þór segir að tvö síðastnefndu liðin ættu að henta betur heldur en liðin sem Ísland hefur mætt undanfarin ár á Algarve mótinu. „Við vorum ánægð með marga hluti í leikjum á síðasta ári og viljum halda áfram á þeirri braut. Við viljum þróa okkar leik, hafa boltann aðeins meira, byrja okkar sóknir og byggja þær upp út frá vörn og markmanni. Við viljum einbeita okkur að þessum hlutum í þessu verkefni,“ sagði Jón Þór. Natasha Anasi hjá Keflavík og Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði nýkrýndra Reykjavíkurmeistara Fylkis, hafa ekki verið valdar áður. En hvað hafa þær fram að færa? „Þetta eru gríðarlega öflugir leikmenn sem hafa staðið sig frábærlega hér heima. Það verður spennandi að sjá til þeirra í þessum leikjum og hvernig þær koma inn í okkar hóp. Þær geta leyst ólík hlutverk,“ sagði Jón Þór. Margir voru að vonast eftir því að Cloé Lacasse yrði valin í hópinn. Hún skoraði grimmt með ÍBV en gekk síðan til liðs við Benfica í Portúgal og er markahæst í deildinni þar í landi með 20 mörk. Hún fékk íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en illa hefur gengið að fá heimild fyrir því að hún spili með landsliðinu. „Staðan er óbreytt, hún hefur enn ekki fengið keppnisleyfi frá FIFA og þess vegna kemur hún ekki til greina núna. Vonandi skýrist það fljótlega. Við erum að vinna að á fullu þessu innanhúss og hjá FIFA. Vonandi leystist málið sem allra fyrst.“ Landsliðskonurnar gera meira en að spila fótbolta. Í ferðinni verður þeim boðið að taka fyrstu skrefin í átt að þjálfaraferli þegar þær leggja fótboltaskóna á hilluna. „Þetta er að frumkvæði leikmanna og í ljósi umræðunnar að það eru of fáar konur sem eru að þjálfa. Þarna höfum við í þessum hópi frábæra karaktera, leiðtoga og mikla leikreynslu og þekkingu á leiknum. Fyrir okkur hjá KSÍ þá er það frábært að við getum boðið uppá þetta. Það er mikill áhugi hjá leikmönnum að hefja þetta nám og því gleðitíðindi fyrir knattspyrnuna,“ sagði Jón Þór. Skagamaðurinn er ánægður með stöðuna á íslenska hópnum þótt vissulega spili það inn í að margir leikmenn séu enn á undirbúningstímabili. „Leikformið mætti vera betra hjá sumum leikmönnum en er bjartsýnn fyrir komandi verkefni,“ sagði Jón Þór. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Hópurinn fyrir Pinatar-mótið valinn
EM 2021 í Englandi Sportpakkinn Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Jóns Þórs Haukssonar fyrir Pinatar-mótið Vísir fylgdist með blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir Pinatar-mótið verður kynntur. 13. febrúar 2020 12:45 Cloé Lacasse ekki valin í landsliðið en Natasha Anasi er í hópnum Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið. 13. febrúar 2020 13:10 Cloé ekki enn komin með leikheimild Illa gengur að fá leikheimild frá FIFA fyrir Cloé Lacasse. 13. febrúar 2020 13:59 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Jóns Þórs Haukssonar fyrir Pinatar-mótið Vísir fylgdist með blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir Pinatar-mótið verður kynntur. 13. febrúar 2020 12:45
Cloé Lacasse ekki valin í landsliðið en Natasha Anasi er í hópnum Það verður einhver bið á því að Cloé Lacasse verði valin í íslenska kvennalandsliðið í hópnum en hún er ekki einn af nýliðum í hópnum fyrir Pinatar æfingamótið. 13. febrúar 2020 13:10
Cloé ekki enn komin með leikheimild Illa gengur að fá leikheimild frá FIFA fyrir Cloé Lacasse. 13. febrúar 2020 13:59
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti