Kynlífsvélmenni geti verið siðferðileg ógn við samfélagið Sylvía Hall skrifar 15. febrúar 2020 12:07 Dæmi um kynlífsvélmenni sem fyrirtækið Realbotix framleiðir. Vísir/Getty Hröð þróun kynlífsvélmenna og gervigreindar getur skapað mörg samfélagsleg vandamál að sögn vísindamanna í Bandaríkjunum. Fullkomnari tækni geri það að verkum að vélmenni geti farið að fullnægja vafasöfum og jafnvel ólöglegum þörfum. Dr. Christine Hendren við Duke-háskóla í Bandaríkjunum segir í samtali við BBC að mikilvægt sé að fylgjast vel með þróun slíkra vélmenna og að vísindamenn vilji skýrt regluverk í kringum framleiðslu þeirra. Það sé einfaldlega of mikið í húfi. Sem dæmi nefnir hún vélmenni sem eru hönnuð til þess að streitast á móti í því skyni að búa til aðstæður sem líkjast nauðgunum. Þá séu vélmenni sem líkist börnum og einn framleiðandi þeirra hafi játað barnagirnd. „Hann segir tækið forvörn gegn því að hann meiði alvöru barn,“ segir Hendren sem spyr þó hvort það sé réttlætanlegt að fólk fái útrás fyrir slíkar hvatir í stað þess að leita sér sálfræðiaðstoðar. Geta þróað sambönd við eigendur sína Margir vísindamenn telja eftirlitsaðila forðast það að sinna eftirliti með framleiðslunni því það sé „of vandræðalegt“ að rannsaka hana. Mikið framboð er af slíkum vélmennum og fullkomnustu útgáfurnar seljast á yfir milljón íslenskra króna hjá framleiðandanum Realbotix. Stofnandi Realbotix, Matt McMullen, segir gervigreind vélmennanna gera það að verkum að þau geti þróað sambönd við eigendur sínar og munað hvað þeim líkar og líkar ekki. Kathleen Richardson, siðfræðiprófessor við De Montfort háskólann í Leicester vill banna slíka markaðssetningu þar sem hún herji sérstaklega á viðkvæma hópa og fólk sem er illa statt félagslega. Þau reyni að telja fólki trú um að það geti uppfyllt félagslegar þarfir sínar með vélmennum. „Samband við kærustu byggist á nánd, væntumþykju og gagnkvæmni. Þetta eru ekki hlutir sem hægt er að skipta út fyrir vélar.“ Kynlíf Tækni Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Hröð þróun kynlífsvélmenna og gervigreindar getur skapað mörg samfélagsleg vandamál að sögn vísindamanna í Bandaríkjunum. Fullkomnari tækni geri það að verkum að vélmenni geti farið að fullnægja vafasöfum og jafnvel ólöglegum þörfum. Dr. Christine Hendren við Duke-háskóla í Bandaríkjunum segir í samtali við BBC að mikilvægt sé að fylgjast vel með þróun slíkra vélmenna og að vísindamenn vilji skýrt regluverk í kringum framleiðslu þeirra. Það sé einfaldlega of mikið í húfi. Sem dæmi nefnir hún vélmenni sem eru hönnuð til þess að streitast á móti í því skyni að búa til aðstæður sem líkjast nauðgunum. Þá séu vélmenni sem líkist börnum og einn framleiðandi þeirra hafi játað barnagirnd. „Hann segir tækið forvörn gegn því að hann meiði alvöru barn,“ segir Hendren sem spyr þó hvort það sé réttlætanlegt að fólk fái útrás fyrir slíkar hvatir í stað þess að leita sér sálfræðiaðstoðar. Geta þróað sambönd við eigendur sína Margir vísindamenn telja eftirlitsaðila forðast það að sinna eftirliti með framleiðslunni því það sé „of vandræðalegt“ að rannsaka hana. Mikið framboð er af slíkum vélmennum og fullkomnustu útgáfurnar seljast á yfir milljón íslenskra króna hjá framleiðandanum Realbotix. Stofnandi Realbotix, Matt McMullen, segir gervigreind vélmennanna gera það að verkum að þau geti þróað sambönd við eigendur sínar og munað hvað þeim líkar og líkar ekki. Kathleen Richardson, siðfræðiprófessor við De Montfort háskólann í Leicester vill banna slíka markaðssetningu þar sem hún herji sérstaklega á viðkvæma hópa og fólk sem er illa statt félagslega. Þau reyni að telja fólki trú um að það geti uppfyllt félagslegar þarfir sínar með vélmennum. „Samband við kærustu byggist á nánd, væntumþykju og gagnkvæmni. Þetta eru ekki hlutir sem hægt er að skipta út fyrir vélar.“
Kynlíf Tækni Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira