Ungstirnið Ansu Fati skoraði bæði mörk Barcelona í 2-1 sigri á Levante í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir leikinn í Sportpakkanum.
Mörkin komu með mínútu millibili. Í bæði skiptin átti Lionel Messi sendingu á hinn 17 ára Fati. Kóngurinn á Nývangi lagði upp á krónsprinsinn.
Fati er yngsti leikmaðurinn sem hefur skorað tvö mörk í leik í spænsku deildinni.
Fati fæddist í Gíneu-Bissá en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Sevilla á Spáni er hann var sex ára. Fati samdi svo við Barcelona 2012.
Á þessu tímabili hefur Fati leikið 19 leiki fyrir Barcelona og skorað fimm mörk.
Með sigrinum í gær minnkaði forystu Real Madrid á toppi deildarinnar niður í þrjú stig.
Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.