Handbolti

Senni bylgjan: „Miðað við þennan leik sé ég engar fram­farir“

Anton Ingi Leifsson skrifar

14. umferð Olís-deildar kvenna fór fram um helgina. Einn leikur var á föstudag, tveir á laugardag og einn á sunnudag.

Helgin byrjaði  með leik HK og Stjörnunnar á föstudagskvöldið þar sem heimastúlkur í Kórnum gerðu sér lítið fyrir og unnu Stjörnuna, 32-28.

Á laugardaginn unnu svo KA/Þór átján marka sigur á Aftureldingu, 30-12, og topplið Fram vann Hauka á útivelli, 28-22.

Afturelding skipti um þjálfara í desember og Logi Geirsson ræddi þá ákvörðun í gær.

„Ég hefði haldið að Afturelding yrði betri eftir að Haraldur Þorvarðarson var rekinn. Það kæmi einhver kraftur inn í liðið en miðað við þennan leik þá sé ég engar framfarir,“ sagði Logi.

„Maður setur spurningarmerki við hvort að þetta hafi verið nauðsynlegt,“ bætti Logi við.

Síðasti leikur umferðarinnar var svo leikur þrefaldra meistara Vals og ÍBV en meistararnir höfðu betur, 21-19.

Alla umfjöllunina um umferðina má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×