Leitað að ungleiðtogum fyrir heimsmarkmiðin Heimsljós kynnir 5. febrúar 2020 11:15 Sameinuðu þjóðirnar leita að ungum leiðtogum í þágu heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Skrifstofa erindreka ungmenna hjá Sameinuðu þjóðunum leitar nú að 17 framúrskarandi einstaklingum til að skipa hóp ungra leiðtoga heimsmarmiða samtakanna. Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna segir að markmiðið sé að viðurkenna og virkja ungt fólk sem hefur tekið af skarið í baráttunni gegn fátækt, loftslagsbreytingum og ójöfnuði, svo eitthvað sé nefnt af heimsmarkmiðunum 17. „Valið á ungleiðtogunum er til marks um þá fullvissu að ungt fólk sé hreyfiafl til góðs í heiminum og hafi hugmyndaflug, kjark og hugvit til þess að finna varanlegar lausnir til að ná Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun,“ segir í fréttinni. Ungu leiðtogarnir eru valdir á tveggja ára fresti og hafa fram að þessu verið valdir úr ýmsum greinum, frá matvælaframleiðslu til tískuiðnaðar. Þeim er ætlað að starfa með Sameinuðu þjóðunum að virkja ungt fólk í þágu heimsmarkmiðanna. Edda Hamar, ung íslensk kona búsett í Ástralíu, var í hópi fyrstu ungleiðtoganna sem valdir voru. Ungleiðtogarnir munu starfa með Sameinuðu þjóðunum sem hópur en einnig halda áfram á þeim vettvangi sem þeir hafa unnið að fram að þessu í þágu heimsmarkmiðanna. Við val hópsins eru eftirtalin atriðið tekin með í reikninginn: • Árangur – Áþreifanlegur árangur í að vinna að framgangi þýðingarmestu heimsmarkmiðanna. • Áhrif – Persónuleg áhrif á sínu sviði og viðkomandi sé kunn(ur) fyrir skapandi forystu án mismununar. • Ráðvendni – Að hafa sýnt af sér heiðarleika og trúfestu við heimsmarkmiðin og gildi Sameinuðu þjóðanna. Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 2020. Sækið um hér!Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent
Sameinuðu þjóðirnar leita að ungum leiðtogum í þágu heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun. Skrifstofa erindreka ungmenna hjá Sameinuðu þjóðunum leitar nú að 17 framúrskarandi einstaklingum til að skipa hóp ungra leiðtoga heimsmarmiða samtakanna. Í frétt Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna segir að markmiðið sé að viðurkenna og virkja ungt fólk sem hefur tekið af skarið í baráttunni gegn fátækt, loftslagsbreytingum og ójöfnuði, svo eitthvað sé nefnt af heimsmarkmiðunum 17. „Valið á ungleiðtogunum er til marks um þá fullvissu að ungt fólk sé hreyfiafl til góðs í heiminum og hafi hugmyndaflug, kjark og hugvit til þess að finna varanlegar lausnir til að ná Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun,“ segir í fréttinni. Ungu leiðtogarnir eru valdir á tveggja ára fresti og hafa fram að þessu verið valdir úr ýmsum greinum, frá matvælaframleiðslu til tískuiðnaðar. Þeim er ætlað að starfa með Sameinuðu þjóðunum að virkja ungt fólk í þágu heimsmarkmiðanna. Edda Hamar, ung íslensk kona búsett í Ástralíu, var í hópi fyrstu ungleiðtoganna sem valdir voru. Ungleiðtogarnir munu starfa með Sameinuðu þjóðunum sem hópur en einnig halda áfram á þeim vettvangi sem þeir hafa unnið að fram að þessu í þágu heimsmarkmiðanna. Við val hópsins eru eftirtalin atriðið tekin með í reikninginn: • Árangur – Áþreifanlegur árangur í að vinna að framgangi þýðingarmestu heimsmarkmiðanna. • Áhrif – Persónuleg áhrif á sínu sviði og viðkomandi sé kunn(ur) fyrir skapandi forystu án mismununar. • Ráðvendni – Að hafa sýnt af sér heiðarleika og trúfestu við heimsmarkmiðin og gildi Sameinuðu þjóðanna. Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 2020. Sækið um hér!Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent