Mesti samdráttur í útflutningi í tæp þrjátíu ár Heimir Már Pétursson skrifar 5. febrúar 2020 19:45 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. vísir/vilhelm Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. Á undanförnum níu mánuðum hefur Seðlabankinn lækkað vexti sína sex sinnum og einu sinni haldið þeim óbreyttum. Verðbólga er komin undir 2,5 prósenta markmið bankans og mun verða það áfram að hans mati. En þrátt fyrir það eru efnahagshorfur að versna, að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. „Við erum að sjá verri horfur í útflutningi en við höfum áður gert ráð fyrir. Það er í raun að koma fram í öllum helstu stoðum hagkerfisins. Í ferðaþjónustu, að einhverju leyti líka í sjávarútvegi vegna þess að loðnan er ekki veidd og að einhverju leyti líka í áliðnaði,“ segir Ásgeir. Spáð er áframhaldandi samdrætti í útflutningi sem var 6 prósent í fyrra og hafði þá ekki verið meiri frá árinu 1991 þegar hann var 5,9 prósent. Með lækkun meginvaxta um 0,25 prósentur í dag hafa þeir lækkað um 1,75 prósentur frá því í maí í fyrra og seðlabankastjóri segir svigrúm til að lækka þá enn frekar.Þannig að bankinn getur farið með vextina allt niður í núllið ef á þarf að halda? „Já, já ef á þarf að halda og við teljum að það muni skila ávinningi.“ Hins vegar geti bankinn líka beitt fleiri aðferðum til að örva hagkerfið eins og með því að auka peninga í umferð eða með breytingum á gjaldeyrisgforðanum. Seðlabankastjóri segir að margt hafi hins vegar stuðlað að því að núverandi niðursveifla hafi ekki komið eins harkalega niður á heimilunum og áður gerðist með hækkandi verðbólgu og minni kaupmætti. „Við erum að einhverju leyti með breytt viðhorf hjá þjóðinni. Hún sparar miklu meira og sýnir miklu meiri ráðdeild. Við sáum ekki innlenda eftirspurn hlaupa fram úr sér á síðustu árum eins og áður hefur verið. Við erum að sjá stöðugan gjaldeyrismarkað, krónuna í jafnvægi,“ segir Ásgeir og bætir við að skynsamir kjarasamningar hafi einnig haft sitt að segja. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira
Efnahagshorfur á þessu ári og næsta versna mikið frá fyrri spám Seðlabankans sem er reiðubúinn að lækka vexti niður í núll ef á þurfi að halda. Samdráttur í útflutningi hefur ekki verið meiri en í fyrra í tæp þrjátíu ár. Á undanförnum níu mánuðum hefur Seðlabankinn lækkað vexti sína sex sinnum og einu sinni haldið þeim óbreyttum. Verðbólga er komin undir 2,5 prósenta markmið bankans og mun verða það áfram að hans mati. En þrátt fyrir það eru efnahagshorfur að versna, að sögn Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra. „Við erum að sjá verri horfur í útflutningi en við höfum áður gert ráð fyrir. Það er í raun að koma fram í öllum helstu stoðum hagkerfisins. Í ferðaþjónustu, að einhverju leyti líka í sjávarútvegi vegna þess að loðnan er ekki veidd og að einhverju leyti líka í áliðnaði,“ segir Ásgeir. Spáð er áframhaldandi samdrætti í útflutningi sem var 6 prósent í fyrra og hafði þá ekki verið meiri frá árinu 1991 þegar hann var 5,9 prósent. Með lækkun meginvaxta um 0,25 prósentur í dag hafa þeir lækkað um 1,75 prósentur frá því í maí í fyrra og seðlabankastjóri segir svigrúm til að lækka þá enn frekar.Þannig að bankinn getur farið með vextina allt niður í núllið ef á þarf að halda? „Já, já ef á þarf að halda og við teljum að það muni skila ávinningi.“ Hins vegar geti bankinn líka beitt fleiri aðferðum til að örva hagkerfið eins og með því að auka peninga í umferð eða með breytingum á gjaldeyrisgforðanum. Seðlabankastjóri segir að margt hafi hins vegar stuðlað að því að núverandi niðursveifla hafi ekki komið eins harkalega niður á heimilunum og áður gerðist með hækkandi verðbólgu og minni kaupmætti. „Við erum að einhverju leyti með breytt viðhorf hjá þjóðinni. Hún sparar miklu meira og sýnir miklu meiri ráðdeild. Við sáum ekki innlenda eftirspurn hlaupa fram úr sér á síðustu árum eins og áður hefur verið. Við erum að sjá stöðugan gjaldeyrismarkað, krónuna í jafnvægi,“ segir Ásgeir og bætir við að skynsamir kjarasamningar hafi einnig haft sitt að segja.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Sjá meira
Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56