Ferrari stöðvar framleiðslu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2020 12:15 Ferrari hefur stöðvað framleiðslu á Formúlu 1 bílum sínum. Chris Putnam/Barcroft Media/Getty Images Ítalski bílaframleiðandinn Ferrari hefur stöðvað framleiðslu á Formúla 1 bílum, sem og götubílum, vegna kórónuveirunnar. Faraldurinn hefur verið einkar skæður á Ítalíu og alls hafa 1440 dáið þar til þessa. Ferrari hefur sagt að ákvörðunin, að loka verksmiðjum sínum, sé tekin með velferð starfsmanna fyrirtækisins að leiðarljósi. Bílaframleiðandinn vill koma til móts við ítölsk stjórnvöld í von um að þetta hefti frekari útbreiðslu veirunnar. Aðrir Formúlu 1 bílaframleiðendur ætla sem stendur að halda áfram vinnu sinni. Til að mynda munu báðar verksmiðjur Mercedes á Bretlandseyjum halda áfram starfsemi sinni en allir starfsmenn Formúlu liðs Mercedes sem lögðu land undir fót og fóru til Melbourne í Ástralíu þurfa að sitja tvær vikur í einangrun eftir heimkomu. Ferrari has shut down production at its Formula 1 and road-car factories in Italy for two weeks as a result of the #coronavirus crisis. #F1 #bbcf1— BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2020 Ákvörðun Ferrari kemur í kjölfar ótímabundinnar frestunar á keppnistímabili Formúlu 1 en keppni átti að fara fram í Melbourne í Ástralíu um helgina. Keppninni var frestað og í kjölfar var hætt við keppnir í Bahrain sem og Víetnam. Fjórða keppni ársins hefði átt að vera í Kína en henni var frestað strax í febrúar. Óljóst er hvenær keppni mun hefjast á ný en mismunandi upplýsingar koma frá ráðamönnum Formúlu 1. Federation Internationale de l´Automobile (FIA) segir eitt á meðan F1 hópurinn, eigandi auglýsingaréttar Formúlu 1, segir annað. FIA vonast til þess að hægt verði að hefja keppni í Evrópu þann 1. maí. Hins vegar telur FI hópurinn að ekki sé mögulegt að hefja keppni fyrr en í lok maí vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar í Evrópu. Þá væri möguleiki á að fresta þyrfti enn frekar og ómögulegt væri að taka ákvörðun þess efnis að svo stöddu. Í frétt BBC um málið eru Formúlu 1 lið að undirbúa sig undir að fyrsta keppnin verði í Azerbaídjan þann 7. júní næstkomandi. Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Ítalski bílaframleiðandinn Ferrari hefur stöðvað framleiðslu á Formúla 1 bílum, sem og götubílum, vegna kórónuveirunnar. Faraldurinn hefur verið einkar skæður á Ítalíu og alls hafa 1440 dáið þar til þessa. Ferrari hefur sagt að ákvörðunin, að loka verksmiðjum sínum, sé tekin með velferð starfsmanna fyrirtækisins að leiðarljósi. Bílaframleiðandinn vill koma til móts við ítölsk stjórnvöld í von um að þetta hefti frekari útbreiðslu veirunnar. Aðrir Formúlu 1 bílaframleiðendur ætla sem stendur að halda áfram vinnu sinni. Til að mynda munu báðar verksmiðjur Mercedes á Bretlandseyjum halda áfram starfsemi sinni en allir starfsmenn Formúlu liðs Mercedes sem lögðu land undir fót og fóru til Melbourne í Ástralíu þurfa að sitja tvær vikur í einangrun eftir heimkomu. Ferrari has shut down production at its Formula 1 and road-car factories in Italy for two weeks as a result of the #coronavirus crisis. #F1 #bbcf1— BBC Sport (@BBCSport) March 15, 2020 Ákvörðun Ferrari kemur í kjölfar ótímabundinnar frestunar á keppnistímabili Formúlu 1 en keppni átti að fara fram í Melbourne í Ástralíu um helgina. Keppninni var frestað og í kjölfar var hætt við keppnir í Bahrain sem og Víetnam. Fjórða keppni ársins hefði átt að vera í Kína en henni var frestað strax í febrúar. Óljóst er hvenær keppni mun hefjast á ný en mismunandi upplýsingar koma frá ráðamönnum Formúlu 1. Federation Internationale de l´Automobile (FIA) segir eitt á meðan F1 hópurinn, eigandi auglýsingaréttar Formúlu 1, segir annað. FIA vonast til þess að hægt verði að hefja keppni í Evrópu þann 1. maí. Hins vegar telur FI hópurinn að ekki sé mögulegt að hefja keppni fyrr en í lok maí vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar í Evrópu. Þá væri möguleiki á að fresta þyrfti enn frekar og ómögulegt væri að taka ákvörðun þess efnis að svo stöddu. Í frétt BBC um málið eru Formúlu 1 lið að undirbúa sig undir að fyrsta keppnin verði í Azerbaídjan þann 7. júní næstkomandi.
Formúla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira