BL frumsýnir nýjan Nissan Juke Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 31. janúar 2020 07:00 Nýr Nissan Juke. Vísir/Nissan BL við Sævarhöfða frumsýnir á morgun, laugardag, á milli kl. 12 og 16, nýja og breytta kynslóð sportjeppans Nissan Juke. Bíllinn hefur tekið miklum útlitsbreytingum þar sem skerpt hefur verið á helstu megineinkennum í útliti jepplingsins. Breytinganna felst meðal annars í aukinni áherslu á V-laga framgrillið og dagljósin sem eru eins og framlenging á grillinu þar sem þau fylgja efri brún vélarhlífarinnar. Þá hafa hringlaga aðalljósin fengið skemmtilega breytingu með þriggja arma díóðulýsingu frá miðju ljóssins og til ytri brúna hringlaga luktarinnar sem er eins og áður meðal helstu einkenna Juke.Endurhannað farþegarými Nýr Juke er stærri en forverinn og rými fyrir ökumann og farþega því meira en áður auk þess sem farþegarýmið hefur verið endurhannað. Fótapláss farþega í aftursætum er um sex cm meira en áður, höfuðpláss er meira og sætisstaða ökumanns og aðgengi hans að stjórnbúnaði hefur einnig verið bætt til að auka þægindi og öryggi í akstri. Þá hefur farangursrýmið aftur í verið aukið um 20% eða í 422 lítra. Einnig hefur geymslupláss fyrir ýmsa smáhluti verið aukið. Þrátt fyrir stærri og rúmbetri Juke er nýi jepplingurinn 23 kg léttari en fráfarandi. Ný vél og meiri þægindiJuke er í boði með þriggja strokka eins lítra 117 hestafla bensínvél með forþjöppu og sjálfskiptingu sem hefur þrjár akstursstillingar, Eco, Standard og Sport. Bíllinn er búinn margvíslegri nýrri tækni á sviði öryggis og þæginda, þar á meðal Nissan ProPILOT með aðstoðarstýringu, eftirliti með blindsvæðum og sjálfvirkri hröðun sem hægir eða eykur hraðann í samræmi við umferðarþunga og stöðvar bílinn ef þörf krefur svo fátt eitt sé nefnt. Meðal staðalbúnaðar er að öryggiskerfið ber kennsl á gangandi og hjólandi vegfarendur og virkjar neyðarhemlun Juke gerist þess þörf. Juke ber einnig kennsl á hraðamerkingar og veglínur auk þess sem hann fylgist með aðvífandi umferð aftan við bílinn og heldur honum á sinni akrein sé annar bíll á leið fram úr.Góð afþreyingJuke er einnig búinn afþreyingarkerfinu Nissan Connect infotainment sem inniheldur hið afar öfluga og vandaða Bose® Personal® Plus hljóðkerfi sem er samhæft Apple CarPlay® og Android Auto og getur varpað stjórn farsímans á 8“ miðlægan bílskjáinn. Þá geta eigendur Juke einnig nálgast smáforrit til að fylgjast með bílnum, t.d. því hvort hann sé læstur og geta læst eða aflæst bílnum með símanum. Þá er einnig hægt að fylgjast með staðsetningu bílsins í appinu sem getur verið gagnlegt þegar leita þarf að bílnum á bílastæðum.Val um fjórar útgáfur Juke kemur í fjórum útfærslum, grunnútgáfunni Acenta, sem kostar 3.790 þúsundir króna, auk N-Connecta, Tekna og dýrustu útgáfunnar, N-Design, sem kostar 4.750 þúsundir króna. Á heimasíðu BL má nálgast nánari upplýsingar um fjölbreyttan búnað Juke ásamt upplýsingum um aukabúnað og úrval aukahluta. Bílar Tengdar fréttir Nýr Subaru Forester e-Boxer Hybrid Nýr Subaru Forester með e-Boxer véltækni var kynntur hjá BL við Sævarhöfða um liðna helgi Forester er fyrsti bíll Subaru með þessari tækni þar sem tveggja lítra 150 hestafla bensín boxervél og 12 hestafla rafmótor við 118V rafgeymi. 21. janúar 2020 07:00 Fyrsti rafbíll Mini BL við Sævarhöfða kynnti um helgina rafbílinn MINI Cooper SE sem er rafknúin útgáfa MINI Cooper S og fyrsti rafbíll framleiðandans. 14. janúar 2020 07:00 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent
BL við Sævarhöfða frumsýnir á morgun, laugardag, á milli kl. 12 og 16, nýja og breytta kynslóð sportjeppans Nissan Juke. Bíllinn hefur tekið miklum útlitsbreytingum þar sem skerpt hefur verið á helstu megineinkennum í útliti jepplingsins. Breytinganna felst meðal annars í aukinni áherslu á V-laga framgrillið og dagljósin sem eru eins og framlenging á grillinu þar sem þau fylgja efri brún vélarhlífarinnar. Þá hafa hringlaga aðalljósin fengið skemmtilega breytingu með þriggja arma díóðulýsingu frá miðju ljóssins og til ytri brúna hringlaga luktarinnar sem er eins og áður meðal helstu einkenna Juke.Endurhannað farþegarými Nýr Juke er stærri en forverinn og rými fyrir ökumann og farþega því meira en áður auk þess sem farþegarýmið hefur verið endurhannað. Fótapláss farþega í aftursætum er um sex cm meira en áður, höfuðpláss er meira og sætisstaða ökumanns og aðgengi hans að stjórnbúnaði hefur einnig verið bætt til að auka þægindi og öryggi í akstri. Þá hefur farangursrýmið aftur í verið aukið um 20% eða í 422 lítra. Einnig hefur geymslupláss fyrir ýmsa smáhluti verið aukið. Þrátt fyrir stærri og rúmbetri Juke er nýi jepplingurinn 23 kg léttari en fráfarandi. Ný vél og meiri þægindiJuke er í boði með þriggja strokka eins lítra 117 hestafla bensínvél með forþjöppu og sjálfskiptingu sem hefur þrjár akstursstillingar, Eco, Standard og Sport. Bíllinn er búinn margvíslegri nýrri tækni á sviði öryggis og þæginda, þar á meðal Nissan ProPILOT með aðstoðarstýringu, eftirliti með blindsvæðum og sjálfvirkri hröðun sem hægir eða eykur hraðann í samræmi við umferðarþunga og stöðvar bílinn ef þörf krefur svo fátt eitt sé nefnt. Meðal staðalbúnaðar er að öryggiskerfið ber kennsl á gangandi og hjólandi vegfarendur og virkjar neyðarhemlun Juke gerist þess þörf. Juke ber einnig kennsl á hraðamerkingar og veglínur auk þess sem hann fylgist með aðvífandi umferð aftan við bílinn og heldur honum á sinni akrein sé annar bíll á leið fram úr.Góð afþreyingJuke er einnig búinn afþreyingarkerfinu Nissan Connect infotainment sem inniheldur hið afar öfluga og vandaða Bose® Personal® Plus hljóðkerfi sem er samhæft Apple CarPlay® og Android Auto og getur varpað stjórn farsímans á 8“ miðlægan bílskjáinn. Þá geta eigendur Juke einnig nálgast smáforrit til að fylgjast með bílnum, t.d. því hvort hann sé læstur og geta læst eða aflæst bílnum með símanum. Þá er einnig hægt að fylgjast með staðsetningu bílsins í appinu sem getur verið gagnlegt þegar leita þarf að bílnum á bílastæðum.Val um fjórar útgáfur Juke kemur í fjórum útfærslum, grunnútgáfunni Acenta, sem kostar 3.790 þúsundir króna, auk N-Connecta, Tekna og dýrustu útgáfunnar, N-Design, sem kostar 4.750 þúsundir króna. Á heimasíðu BL má nálgast nánari upplýsingar um fjölbreyttan búnað Juke ásamt upplýsingum um aukabúnað og úrval aukahluta.
Bílar Tengdar fréttir Nýr Subaru Forester e-Boxer Hybrid Nýr Subaru Forester með e-Boxer véltækni var kynntur hjá BL við Sævarhöfða um liðna helgi Forester er fyrsti bíll Subaru með þessari tækni þar sem tveggja lítra 150 hestafla bensín boxervél og 12 hestafla rafmótor við 118V rafgeymi. 21. janúar 2020 07:00 Fyrsti rafbíll Mini BL við Sævarhöfða kynnti um helgina rafbílinn MINI Cooper SE sem er rafknúin útgáfa MINI Cooper S og fyrsti rafbíll framleiðandans. 14. janúar 2020 07:00 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent
Nýr Subaru Forester e-Boxer Hybrid Nýr Subaru Forester með e-Boxer véltækni var kynntur hjá BL við Sævarhöfða um liðna helgi Forester er fyrsti bíll Subaru með þessari tækni þar sem tveggja lítra 150 hestafla bensín boxervél og 12 hestafla rafmótor við 118V rafgeymi. 21. janúar 2020 07:00
Fyrsti rafbíll Mini BL við Sævarhöfða kynnti um helgina rafbílinn MINI Cooper SE sem er rafknúin útgáfa MINI Cooper S og fyrsti rafbíll framleiðandans. 14. janúar 2020 07:00