Aukinn ójöfnuður víðast hvar í heiminum Heimsljós kynnir 22. janúar 2020 13:00 Fátækrahverfi í Kampala, Úganda. gunnisal Ójöfnuður fer vaxandi í samfélögum rúmlega 70% jarðarbúa. Sameinuðu þjóðirnar segja í nýrri skýrslu að ójöfnuður geti kynt undir ósætti og hann hamli efnahagslegri og félagslegri þróun. „Ójöfnuður er hins vegar langt því frá óhjákvæmilegur og hægt er að takast á við hann á landsvísu og á alþjóðavettvangi,“ segir í skýrslunni: The World Social Report 2020 frá efnahags- og félagsmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UN DESA). Skýrslan sýnir að tekjuójöfnuður hefur aukist í flestum þróuðum ríkjum og nokkrum meðaltekjuríkjum, meðal annars í Kína, sem er það hagkerfi sem vex hraðast. Undirliggjandi rannsóknir skýrslunnar sýna að auðugasta fólkið í heiminum, eitt prósent jarðarbúa, telst vera stóru sigurvegararnir í breyttu hagkerfi heimsins. Hlutdeild þess í tekjum jókst á tímabilinu frá 1990 til 2015 á sama tíma og 40 prósent fátækasta fólksins tóká sig tekjuskerðingu. Í skýrslunni segir að ein af afleiðingum ójöfnuðar innan samfélaga sé hægari hagvöxtur. „Í samfélögum ójöfnuðar þar sem mikill munur er til dæmis á menntun og heilbrigðisþjónustu er mikil hætta á áð fólk festist í fátækt kynslóð fram af kynslóð,“ segir í skýrslunni. Þar kemur enn fremur fram að munurinn á meðaltekjum milli þjóða fari minnkandi en engu að síður sé himinn og haf á milli ríkustu og fátækustu heimshlutanna. Þannig séu til dæmis meðaltekjur í Norður-Ameríku sextán sinnum hærri en íbúa í sunnanverðri Afríku. Þá kemur fram í skýrslunni að hagvöxtur sé mestur í Kina og í öðrum ríkjum Asíu. Í annarri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum, frá skrifstofu um ástand og horfur í efnahagsmálum (WESP), segir að hagvöxtur í heiminum hafði aðeins verið 2,3 prósent á nýliðnu ári, sá minnsti í áratug. „Áframhaldandi þróttleysi í efnahagsmálum í heiminum gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfbæra þróun, þar á meðal heimsmarkmiðin og stefnumið um að uppræta fátækt og skapa sómasamleg störf fyrir alla. Á sama tíma er ójöfnuður víðast hvar og loftslagsbreytingar olía á eld óóánægju í mörgum heimshlutum,“ segir í skýrslunni.Skýrsla DESASkýrsla WESPFrétt UNRICÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent
Ójöfnuður fer vaxandi í samfélögum rúmlega 70% jarðarbúa. Sameinuðu þjóðirnar segja í nýrri skýrslu að ójöfnuður geti kynt undir ósætti og hann hamli efnahagslegri og félagslegri þróun. „Ójöfnuður er hins vegar langt því frá óhjákvæmilegur og hægt er að takast á við hann á landsvísu og á alþjóðavettvangi,“ segir í skýrslunni: The World Social Report 2020 frá efnahags- og félagsmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UN DESA). Skýrslan sýnir að tekjuójöfnuður hefur aukist í flestum þróuðum ríkjum og nokkrum meðaltekjuríkjum, meðal annars í Kína, sem er það hagkerfi sem vex hraðast. Undirliggjandi rannsóknir skýrslunnar sýna að auðugasta fólkið í heiminum, eitt prósent jarðarbúa, telst vera stóru sigurvegararnir í breyttu hagkerfi heimsins. Hlutdeild þess í tekjum jókst á tímabilinu frá 1990 til 2015 á sama tíma og 40 prósent fátækasta fólksins tóká sig tekjuskerðingu. Í skýrslunni segir að ein af afleiðingum ójöfnuðar innan samfélaga sé hægari hagvöxtur. „Í samfélögum ójöfnuðar þar sem mikill munur er til dæmis á menntun og heilbrigðisþjónustu er mikil hætta á áð fólk festist í fátækt kynslóð fram af kynslóð,“ segir í skýrslunni. Þar kemur enn fremur fram að munurinn á meðaltekjum milli þjóða fari minnkandi en engu að síður sé himinn og haf á milli ríkustu og fátækustu heimshlutanna. Þannig séu til dæmis meðaltekjur í Norður-Ameríku sextán sinnum hærri en íbúa í sunnanverðri Afríku. Þá kemur fram í skýrslunni að hagvöxtur sé mestur í Kina og í öðrum ríkjum Asíu. Í annarri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum, frá skrifstofu um ástand og horfur í efnahagsmálum (WESP), segir að hagvöxtur í heiminum hafði aðeins verið 2,3 prósent á nýliðnu ári, sá minnsti í áratug. „Áframhaldandi þróttleysi í efnahagsmálum í heiminum gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjálfbæra þróun, þar á meðal heimsmarkmiðin og stefnumið um að uppræta fátækt og skapa sómasamleg störf fyrir alla. Á sama tíma er ójöfnuður víðast hvar og loftslagsbreytingar olía á eld óóánægju í mörgum heimshlutum,“ segir í skýrslunni.Skýrsla DESASkýrsla WESPFrétt UNRICÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent