Saksóknarar í Angóla saka ríkustu konu Afríku um fjárdrátt og peningaþvætti Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2020 10:40 Isabel dos Santos er dóttir forsetans fyrrvernandi, José Eduardo dos Santos. EPA Saksóknarar í Angóla hafa sakað ríkustu konu Afríku, Isabel dos Santos, um fjárdrátt og peningaþvætti. Dómsmálaráðherra landsins, Helder Pitta Gros, segir að ásakanirnar á hendur dos Santos tengist stjórnartíð hennar sem stjórnarformaður ríkisolíufélagsins Sonangol. Pitta Gros hefur beint því til dos Santos að snúa aftur til Angóla til að svara fyrir þær ásakanir sem á hana eru bornar. Dos Santos hefur hafnað öllum ásökunum um spillingu. Milljarðamæringurinn dos Santos býr nú í Bretlandi og hefur sagst hafa íhugað að bjóða sig fram til forseta í Angóla. Hún er dóttir José Eduardo dos Santos sem gegndi embætti forseta Angóla á árunum 1979 til 2017. Segja dos Santos skulda milljarð Bandaríkjadala BBC segir frá því að saksóknarar sækjast nú eftir því að endurheimta um milljarð Bandaríkjadala, um 125 milljarða íslenskra króna, sem þeir segja dos Santos skulda angólska ríkinu. Dómsmálaráðherrann segir dos Santos vera grunaða um peningaþvætti, skaðlega stjórnun, skjalafals, auk fleiri efnahagsbrota. Angólsk yfirvöld muni nú hefja sakamálarannsókn og í kjölfarið ákvarða hvort að hún verði formlega ákærð. Fimm manns til víðbótar eru grunaðir um aðild að meintum brotum og hafa þeir sömuleiðis verið hvattir til að snúa aftur til Angóla. Ráðherrann segir að ef dos Santos snúi ekki sjálf til Angóla verði gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur henni. José Eduardo dos Santos gegndi embætti forseta Angóla á árunum 1979 til 2017.Getty Skipaði dóttur sína stjórnarformann Faðir dos Santos skipaði í forsetatíð sinni dóttur sína sem stjórnarformann olíufélagsins Sonangol árið 2016. Arftaki José Eduardo dos Santos í embætti forseta, Joao Lourenço, vék svo Isabel dos Santos úr stóli stjórnarformanns árið 2017. Rannsókn á embættisfærslum dos Santos hófust eftir að núverandi stjórnarformaður Sonangol, Carlos Saturnino, greindi yfirvöldum frá grunsamlegum millifærslum hjá félaginu. Í kjölfarið var ákveðið að frysta eignir dos Santos. Í gögnum sem lekið var kemur fram að dos Santos hafi fengið aðgang að arðsömum samningum um kaup á landi, olíuauðlindum og fjárskiptakerfum í forsetatíð föður hennar. Þá eiga gögnin að sýna að vestræn fyrirtæki hafi aðstoðað hana að koma háum fjárhæðum úr landi. Auðævi Isabel dos Santos eru metin á 2,1 milljarða Bandaríkjadala. Angóla Tengdar fréttir Gríðarmikill gagnaleki sagður afhjúpa vafasaman uppruna ríkidæmis ríkustu konu Afríku Gríðarmikill gagnaleki og umfangsmikil rannsókn fjölmiðla víða um heim virðist benda til þess að hin angólska Isabel Dos Santos, ríkasta kona Afríku, og eiginmaður hennar, hafi arðrænt landa sína og nýtt sér spillingu í Angóla til þess að safna gríðarlegum auðæfum. 19. janúar 2020 20:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Saksóknarar í Angóla hafa sakað ríkustu konu Afríku, Isabel dos Santos, um fjárdrátt og peningaþvætti. Dómsmálaráðherra landsins, Helder Pitta Gros, segir að ásakanirnar á hendur dos Santos tengist stjórnartíð hennar sem stjórnarformaður ríkisolíufélagsins Sonangol. Pitta Gros hefur beint því til dos Santos að snúa aftur til Angóla til að svara fyrir þær ásakanir sem á hana eru bornar. Dos Santos hefur hafnað öllum ásökunum um spillingu. Milljarðamæringurinn dos Santos býr nú í Bretlandi og hefur sagst hafa íhugað að bjóða sig fram til forseta í Angóla. Hún er dóttir José Eduardo dos Santos sem gegndi embætti forseta Angóla á árunum 1979 til 2017. Segja dos Santos skulda milljarð Bandaríkjadala BBC segir frá því að saksóknarar sækjast nú eftir því að endurheimta um milljarð Bandaríkjadala, um 125 milljarða íslenskra króna, sem þeir segja dos Santos skulda angólska ríkinu. Dómsmálaráðherrann segir dos Santos vera grunaða um peningaþvætti, skaðlega stjórnun, skjalafals, auk fleiri efnahagsbrota. Angólsk yfirvöld muni nú hefja sakamálarannsókn og í kjölfarið ákvarða hvort að hún verði formlega ákærð. Fimm manns til víðbótar eru grunaðir um aðild að meintum brotum og hafa þeir sömuleiðis verið hvattir til að snúa aftur til Angóla. Ráðherrann segir að ef dos Santos snúi ekki sjálf til Angóla verði gefin út alþjóðleg handtökuskipun á hendur henni. José Eduardo dos Santos gegndi embætti forseta Angóla á árunum 1979 til 2017.Getty Skipaði dóttur sína stjórnarformann Faðir dos Santos skipaði í forsetatíð sinni dóttur sína sem stjórnarformann olíufélagsins Sonangol árið 2016. Arftaki José Eduardo dos Santos í embætti forseta, Joao Lourenço, vék svo Isabel dos Santos úr stóli stjórnarformanns árið 2017. Rannsókn á embættisfærslum dos Santos hófust eftir að núverandi stjórnarformaður Sonangol, Carlos Saturnino, greindi yfirvöldum frá grunsamlegum millifærslum hjá félaginu. Í kjölfarið var ákveðið að frysta eignir dos Santos. Í gögnum sem lekið var kemur fram að dos Santos hafi fengið aðgang að arðsömum samningum um kaup á landi, olíuauðlindum og fjárskiptakerfum í forsetatíð föður hennar. Þá eiga gögnin að sýna að vestræn fyrirtæki hafi aðstoðað hana að koma háum fjárhæðum úr landi. Auðævi Isabel dos Santos eru metin á 2,1 milljarða Bandaríkjadala.
Angóla Tengdar fréttir Gríðarmikill gagnaleki sagður afhjúpa vafasaman uppruna ríkidæmis ríkustu konu Afríku Gríðarmikill gagnaleki og umfangsmikil rannsókn fjölmiðla víða um heim virðist benda til þess að hin angólska Isabel Dos Santos, ríkasta kona Afríku, og eiginmaður hennar, hafi arðrænt landa sína og nýtt sér spillingu í Angóla til þess að safna gríðarlegum auðæfum. 19. janúar 2020 20:00 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Gríðarmikill gagnaleki sagður afhjúpa vafasaman uppruna ríkidæmis ríkustu konu Afríku Gríðarmikill gagnaleki og umfangsmikil rannsókn fjölmiðla víða um heim virðist benda til þess að hin angólska Isabel Dos Santos, ríkasta kona Afríku, og eiginmaður hennar, hafi arðrænt landa sína og nýtt sér spillingu í Angóla til þess að safna gríðarlegum auðæfum. 19. janúar 2020 20:00