Það er oft talað um að ástin spyrji ekki um aldur. Margir velja sér maka sem er töluvert eldri eða yngri, en af hverju hafa aðrir oft skoðun á því? Við veltum fyrir okkur af hverju fólki finnst stundum skrítið þegar konan er eldri en maki sinn á meðan það er yfirleitt ekkert sagt þegar karlar eru með einhverjum yngri. Svo er mögulegt að þetta sé eitthvað að breytast.
Í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum er mun algengara að karlmenn eigi yngri maka og að konur eigi eldri maka. Er þetta birtingarmynd af raunveruleikanum eða einfaldlega úreltar staðalímyndir. Út frá þeim vangaveltum kemur spurning vikunnar, hvort maki þinn sé eldri eða yngri en þú eða hvort þið séuð á sama aldri. Við viljum vita hvort það sé einhver munur á milli kynjanna og því biðjum við ykkur lesendur góðir að svara í könnuninni fyrir ykkar kyn.
Er maki þinn eldri eða yngri en þú?

