UNICEF sendir neyðargögn til Kína vegna kórónaveirunnar Heimsljós kynnir 29. janúar 2020 14:45 Úr vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn. UNUICEF „Hlífðarbúningar, skurðstofugrímur og öndunargrímur verða fluttar til Wuhan í Kína til að aðstoða í baráttunni gegn faraldrinum,“ segir í frétt frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Í fréttinni segir að unnið hafi verið að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. Meðal þess sem fer til Wuhan-héraðs eru tæplega 19 þúsund hlífðarbúningar, rúmlega 18 þúsund öndunargrímur og tæplega 1.600 skurðstofugrímur. Sendingin byggir á neyðarviðbragðsáætlun UNICEF og greiningarvinnu og þörf á svæðinu. Nærri sex þúsund tilfelli kórónaveirunnar hafa verið staðfest í landinu og önnur níu þúsund eru sögð til rannsóknar þar. Alls hafa 132 látið lífið af völdum veirunnar sem hefur nú greinst í 15 löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent
„Hlífðarbúningar, skurðstofugrímur og öndunargrímur verða fluttar til Wuhan í Kína til að aðstoða í baráttunni gegn faraldrinum,“ segir í frétt frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF). Í fréttinni segir að unnið hafi verið að því í gær í vöruhúsi UNICEF í Kaupmannahöfn að senda neyðargögn til Kína til að aðstoða yfirvöld þar í landi í baráttunni gegn kórónaveirufaraldrinum þar í landi. Meðal þess sem fer til Wuhan-héraðs eru tæplega 19 þúsund hlífðarbúningar, rúmlega 18 þúsund öndunargrímur og tæplega 1.600 skurðstofugrímur. Sendingin byggir á neyðarviðbragðsáætlun UNICEF og greiningarvinnu og þörf á svæðinu. Nærri sex þúsund tilfelli kórónaveirunnar hafa verið staðfest í landinu og önnur níu þúsund eru sögð til rannsóknar þar. Alls hafa 132 látið lífið af völdum veirunnar sem hefur nú greinst í 15 löndum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Erlent