Flóttamönnum heitið langtímaaðstoð við aðlögun Heimsljós kynnir 14. janúar 2020 09:55 Aya Mohammed Abdullah fyrrverandi flóttamaður sem nú býr í Sviss ávarpaði þátttakendur á ráðstefnunni í Genf. UNHCR. Á alþjóðlegri þriggja daga ráðstefnu um málefni flóttamanna í síðasta mánuði var þeim meðal annars heitið langtímaaðstoð við að aðlagast betur þeim samfélögum sem þeir dvelja í víðs vegar um heiminn. Í frétt Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) kemur fram að rúmlega 70 milljónir einstaklinga eru á vergangi í heiminum, þeirra á meðal 25,9 milljónir flóttamanna. Markmið ráðstefnunnar, sem haldin var í Genf, var að bregðast við aðstæðum þeirra millljóna sem hafa flúið stríð og ofsóknir. Jafnframt að bregðast við nýjum aðstæðum í þeim samfélögum sem veita flóttafólki skjól, en þau eru aðallega í þróunarríkjum. Alls sóttu ráðstefnuna – Global Refugee Forum – um þrjú þúsund þátttakendur, þjóðarleiðtogar, leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, forráðamenn alþjóðlegra stofnana, leiðtogar úr viðskiptaheiminum og fulltrúar félagasamtaka. Ragnhildur Arnljótsdótir verðandi fastafulltrúi Íslands gagnvart Evrópuráðinu flutti ávarp fyrir Íslands hönd á fundinum eins og áður hefur verið sagt frá í frétt utanríkisráðuneytisins. Filippo Grandi flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna lauk lofsorði á þau verkefni sem unnið er að í ýmsum löndum og þann víðtæka stuðning sem flóttamönnum var heitið á fundinum. Fyrirheit um stuðning af ýmsu tagi voru orðin alls 770 í lok ráðstefnunnar. „Hér er árangur í smíðum. Það er skylda okkar að láta þetta ganga upp,“ sagði Grandi. Fyrirheitin voru meðal annars um störf, skólapláss fyrir börn flóttamanna, nýjar stefnur stjórnvalda, lausnir eins og búsetukjör, hrein orka, innviðir og betri stuðningur við gistisamfélög og -þjóðir. Frekari fyrirheit eru væntanleg, segir í frétt UNHCR. Ísland veitir fjárstuðning til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og nýr rammasamningur hefur verið gerður til fjögurra ára fyrir tímabilið 2020 til 2023. Flóttamannastofnun SÞ er áherslustofnum í stefnu Íslands um alþjóðlega þróunarsamvinnu og gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum á heimsvísu. Í samstarfi við UNHCR eru 85 flóttamenn væntanlegir til Íslands á árinu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent
Á alþjóðlegri þriggja daga ráðstefnu um málefni flóttamanna í síðasta mánuði var þeim meðal annars heitið langtímaaðstoð við að aðlagast betur þeim samfélögum sem þeir dvelja í víðs vegar um heiminn. Í frétt Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) kemur fram að rúmlega 70 milljónir einstaklinga eru á vergangi í heiminum, þeirra á meðal 25,9 milljónir flóttamanna. Markmið ráðstefnunnar, sem haldin var í Genf, var að bregðast við aðstæðum þeirra millljóna sem hafa flúið stríð og ofsóknir. Jafnframt að bregðast við nýjum aðstæðum í þeim samfélögum sem veita flóttafólki skjól, en þau eru aðallega í þróunarríkjum. Alls sóttu ráðstefnuna – Global Refugee Forum – um þrjú þúsund þátttakendur, þjóðarleiðtogar, leiðtogar Sameinuðu þjóðanna, forráðamenn alþjóðlegra stofnana, leiðtogar úr viðskiptaheiminum og fulltrúar félagasamtaka. Ragnhildur Arnljótsdótir verðandi fastafulltrúi Íslands gagnvart Evrópuráðinu flutti ávarp fyrir Íslands hönd á fundinum eins og áður hefur verið sagt frá í frétt utanríkisráðuneytisins. Filippo Grandi flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna lauk lofsorði á þau verkefni sem unnið er að í ýmsum löndum og þann víðtæka stuðning sem flóttamönnum var heitið á fundinum. Fyrirheit um stuðning af ýmsu tagi voru orðin alls 770 í lok ráðstefnunnar. „Hér er árangur í smíðum. Það er skylda okkar að láta þetta ganga upp,“ sagði Grandi. Fyrirheitin voru meðal annars um störf, skólapláss fyrir börn flóttamanna, nýjar stefnur stjórnvalda, lausnir eins og búsetukjör, hrein orka, innviðir og betri stuðningur við gistisamfélög og -þjóðir. Frekari fyrirheit eru væntanleg, segir í frétt UNHCR. Ísland veitir fjárstuðning til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og nýr rammasamningur hefur verið gerður til fjögurra ára fyrir tímabilið 2020 til 2023. Flóttamannastofnun SÞ er áherslustofnum í stefnu Íslands um alþjóðlega þróunarsamvinnu og gegnir lykilhlutverki í mannúðaraðstoð og neyðarviðbrögðum á heimsvísu. Í samstarfi við UNHCR eru 85 flóttamenn væntanlegir til Íslands á árinu.Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent