Sportpakkinn: Belo er fæddur í Ungverjalandi en heldur með vinum sínum í íslenska landsliðinu í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2020 14:00 Zoltán Belányi eða Belo eins og hann er jafnan kallaður. Mynd/S2 Sport Zoltán Belányi var lengi í hópi allra bestu hornamanna íslensku deildarinnar og fékk seinna íslenskan ríkisborgararétt. Zoltán er hins vegar fæddur í Ungverjalandi og þekkir vel til handboltans þar. Fram undan er leikur Íslands og Ungverjalands á EM og Arnar Björnsson heyrði í kappanum. Zoltán Belányi varð tvisvar markakóngur á Íslandsmótinu í handbolta sem leikmaður ÍBV og Íslandsmeistari undir stjórn Guðmundar Guðmundsson með Fram. Zoltán Belányi er fæddur í Ungverjalandi en kom 23 ára gamall til Íslands.Meiddist á fyrstu landsliðsæfingu Zoltán Belányi lék á sínum tíma 25 landsleiki fyrir Ungverja en sagði Arnari Björnssyni frá því þegar hann meiddist á landsliðsæfingu. „Árið 1995 þegar HM var hér á Íslandi þá fékk ég ekki íslenskan ríkisborgararétt og var boðið í ungverska landsliðið. Svo var ég mjög óheppinn og sleit krossbandið á fyrstu landsliðsæfingunni. Ég kom síðan heim til Íslands og fór í aðgerð,“ sagði Zoltán Belányi en hvernig kom það til að hann fór til Íslands. „Árið 1991 kom Sigurður Gunnarsson, vinur minn, út í háskóla þar sem ég var á lokaári. Hann bauð mér samning og ég stökk á það, fór til Vestmannaeyja og spilaði þar í sjö ár,“ sagði Zoltán og varð markakóngur bæði tímabilin 1996-97 og 1997-98. Ungverjar urðu í tíunda sæti á heimsmeistaramótinu fyrir ári, sæti ofar en Íslendingar. Miklar breytingar hafa orðið hjá Ungverjum. 9 leikmenn sem léku með liðinu á HM fyrir ári eru ekki með núna. 9 af þeim 17 sem eru í hópnum núna eru 24 ára eða yngri.Ungverjar bjuggust ekki við þessari velgengni „Margir í Ungverjalandi bjuggust ekki við þessari velgengni. Þeir voru að spila vel á móti Rússum og Dönum. Ég talaði við vini mína úti og þeir sögðu að ungverska liðið hafði spilað sama leikkerfi í báðum leikjum og gert það vel. Þeir spila skipulagðan bolta og eru ekki sveiflukenndir. Leikmenn liðsins hafa verið traustir og þeir hafa sett leikina báða mjög vel upp,“ sagði Zoltán. Þjálfarinn, István Gulyás tók við liðnu í fyrra en Belo var með honum í unglingalandsliðinu á sínum tíma. „Hann var miðjumaður og ég var í horninu. Ég var að vonast til þess að þetta gengi vel hjá honum og það lítur út fyrir að hann sé búinn að setja saman gott lið. Leikmenn og stjórnin treystir honum og ég held að þetta muni ganga vel hjá honum,“ sagði Zoltán.Spilaði með Alexander í Gróttu Zoltán Belányi spilaði á sínum tíma með Alexander Petersson í íslensku deildinni. „Ég var í Gróttu þegar hann kom með vini sínum og við spiluðum tvö til þrjú ár saman í Gróttu þegar hann var bara sautján, átján ára strákur. Þá sá maður hversu mikið efni hann var. Ólafur Lárusson var þá að þjálfa liðið og Alexander fékk mikinn stuðning frá öllum í liðinu,“ sagði Zoltán. Belo er líka einn margra handboltamanna sem Guðmundur Guðmundsson hefur þjálfað. „Ég endaði ferilinn minn hjá Fram þegar Guðmundur var þjálfari. Bjöggi var þá í markinu og margir aðrir góðir. Sverre var líka í þessu liði. Ég var heppinn að vera við hliðina á Björgvini í klefanum og nú býr hann við hliðina á mér. Við hittumst stundum og spjöllum saman,“ sagði Zoltán.Þetta eru góðir vinir mínir En er Zoltán Belányi búinn að gera það upp við sig með hvoru liðinu hann heldur í kvöld. „Ég ætla segja það hreint út að ég haldi með Gumma og gömlu félögunum. Þetta eru mjög góðir vinir mínir og ég átti skemmtileg ár með þeim í handboltanum. Ég þekki aftur á móti engan í þessu ungverska liði. Ég held með Íslandi núna,“ sagði Zoltán. „Íslenska landsliðið er að standa sig miklu betur en ég bjóst við eftir undirbúningsleikina. Ég sé að Guðmundur er búinn að segja gott leikkerfi í gang og menn eru mjög góðir í sínum hlutverkum. Aron er að stjórna leiknum vel og nú er markvarslan komin í gang. Það er miklu skemmtilegra að horfa á liðið núna,“ sagði Zoltán Belányi en það má sjá allt viðtali við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Belo heldur með vinum sínum í íslenska landsliðinu í kvöld EM 2020 í handbolta Sportpakkinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Sjá meira
Zoltán Belányi var lengi í hópi allra bestu hornamanna íslensku deildarinnar og fékk seinna íslenskan ríkisborgararétt. Zoltán er hins vegar fæddur í Ungverjalandi og þekkir vel til handboltans þar. Fram undan er leikur Íslands og Ungverjalands á EM og Arnar Björnsson heyrði í kappanum. Zoltán Belányi varð tvisvar markakóngur á Íslandsmótinu í handbolta sem leikmaður ÍBV og Íslandsmeistari undir stjórn Guðmundar Guðmundsson með Fram. Zoltán Belányi er fæddur í Ungverjalandi en kom 23 ára gamall til Íslands.Meiddist á fyrstu landsliðsæfingu Zoltán Belányi lék á sínum tíma 25 landsleiki fyrir Ungverja en sagði Arnari Björnssyni frá því þegar hann meiddist á landsliðsæfingu. „Árið 1995 þegar HM var hér á Íslandi þá fékk ég ekki íslenskan ríkisborgararétt og var boðið í ungverska landsliðið. Svo var ég mjög óheppinn og sleit krossbandið á fyrstu landsliðsæfingunni. Ég kom síðan heim til Íslands og fór í aðgerð,“ sagði Zoltán Belányi en hvernig kom það til að hann fór til Íslands. „Árið 1991 kom Sigurður Gunnarsson, vinur minn, út í háskóla þar sem ég var á lokaári. Hann bauð mér samning og ég stökk á það, fór til Vestmannaeyja og spilaði þar í sjö ár,“ sagði Zoltán og varð markakóngur bæði tímabilin 1996-97 og 1997-98. Ungverjar urðu í tíunda sæti á heimsmeistaramótinu fyrir ári, sæti ofar en Íslendingar. Miklar breytingar hafa orðið hjá Ungverjum. 9 leikmenn sem léku með liðinu á HM fyrir ári eru ekki með núna. 9 af þeim 17 sem eru í hópnum núna eru 24 ára eða yngri.Ungverjar bjuggust ekki við þessari velgengni „Margir í Ungverjalandi bjuggust ekki við þessari velgengni. Þeir voru að spila vel á móti Rússum og Dönum. Ég talaði við vini mína úti og þeir sögðu að ungverska liðið hafði spilað sama leikkerfi í báðum leikjum og gert það vel. Þeir spila skipulagðan bolta og eru ekki sveiflukenndir. Leikmenn liðsins hafa verið traustir og þeir hafa sett leikina báða mjög vel upp,“ sagði Zoltán. Þjálfarinn, István Gulyás tók við liðnu í fyrra en Belo var með honum í unglingalandsliðinu á sínum tíma. „Hann var miðjumaður og ég var í horninu. Ég var að vonast til þess að þetta gengi vel hjá honum og það lítur út fyrir að hann sé búinn að setja saman gott lið. Leikmenn og stjórnin treystir honum og ég held að þetta muni ganga vel hjá honum,“ sagði Zoltán.Spilaði með Alexander í Gróttu Zoltán Belányi spilaði á sínum tíma með Alexander Petersson í íslensku deildinni. „Ég var í Gróttu þegar hann kom með vini sínum og við spiluðum tvö til þrjú ár saman í Gróttu þegar hann var bara sautján, átján ára strákur. Þá sá maður hversu mikið efni hann var. Ólafur Lárusson var þá að þjálfa liðið og Alexander fékk mikinn stuðning frá öllum í liðinu,“ sagði Zoltán. Belo er líka einn margra handboltamanna sem Guðmundur Guðmundsson hefur þjálfað. „Ég endaði ferilinn minn hjá Fram þegar Guðmundur var þjálfari. Bjöggi var þá í markinu og margir aðrir góðir. Sverre var líka í þessu liði. Ég var heppinn að vera við hliðina á Björgvini í klefanum og nú býr hann við hliðina á mér. Við hittumst stundum og spjöllum saman,“ sagði Zoltán.Þetta eru góðir vinir mínir En er Zoltán Belányi búinn að gera það upp við sig með hvoru liðinu hann heldur í kvöld. „Ég ætla segja það hreint út að ég haldi með Gumma og gömlu félögunum. Þetta eru mjög góðir vinir mínir og ég átti skemmtileg ár með þeim í handboltanum. Ég þekki aftur á móti engan í þessu ungverska liði. Ég held með Íslandi núna,“ sagði Zoltán. „Íslenska landsliðið er að standa sig miklu betur en ég bjóst við eftir undirbúningsleikina. Ég sé að Guðmundur er búinn að segja gott leikkerfi í gang og menn eru mjög góðir í sínum hlutverkum. Aron er að stjórna leiknum vel og nú er markvarslan komin í gang. Það er miklu skemmtilegra að horfa á liðið núna,“ sagði Zoltán Belányi en það má sjá allt viðtali við hann hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Belo heldur með vinum sínum í íslenska landsliðinu í kvöld
EM 2020 í handbolta Sportpakkinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti