Handbolti

„Get ekki kennt þeim að verjast á þremur dögum!“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þetta fór ekki eins og hann hafði vonast til.
Þetta fór ekki eins og hann hafði vonast til. vísir/getty

Landsliðsþjálfari Dana, Nikolaj Jakobsen, var stuttorður og hnitmiðaður í viðtölum eftir leikinn gegn Rússlandi í gær.

Danir eru úr leik en þeir enduðu í 3. sæti E-riðilsins á eftir Ungverjalandi sem lenti í 1. sætinu og Íslandi sem lenti í öðru.

Hart var sótt að landsliðsþjálfaranum eftir leikinn sem þurfti að svara fyrir sig og hann var spurður hvort að jafnvægið í hópnum milli varnar- og sóknarmanna hafi verið rangt.

„Það er enginn vafi á því að meiðsli Magnus Landin hafa gert okkur erfitt fyrir. Við getum séð það í dag þegar hann er með,“ sagði Nikolaj við BT og hélt áfram:







„Við fáum fleiri mörk úr hröðum sóknum og erum skarpari í því sviði. Við getum ekki verið án Magnus Landin með þessar týpur sem við erum með í landsliðinu.“

Næsta spurning virtist kveikja vel í landsliðsþjálfaranum.

„Já en hvað átti ég að gera? Ég get ekki fundið nýjan leikmann. Ég get ekki á þremur dögum kennt þeim að verjast!“.

Hann segir að hann hafði getað gert marga hluti öðruvísi en vildi taka þeð með rétta fólkinu.

„Það eru margir hlutir sem ég hefði getað gert öðruvísi,“ sagði hann og þegar hann var spurður hvað þá svaraði hann hvassorður:

„Ég nenni ekki að standa hér og segja það. Ég mun taka það með leikmönnunum og ekki með þér,“ sagði hann.


Tengdar fréttir

Danir kvöddu með sigri

Danmörk vann þriggja marka sigur á Rússland í þýðingarlausum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×