Real Madrid að reyna að fá Sadio Mané frá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 12:30 Sadio Mané er kominn í hóp bestu leikmanna heims. Hér fagnar hann marki með Liverpool. EPA-EFE/PETER POWELL Real Madrid telur sig þurfa fleiri stórstjörnur í liðið sitt og samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá horfa menn norður til Liverpool borgar í leit sinni að næstu stórstjörnu spænska liðsins. Samkvæmt frétt Le 10 Sport þá er Real Madrid nefnilega byrjað að ræða við fulltrúa Sadio Mané. Sadio Mané er með samning við Liverpool til 2023 og Real Madrid þarf því að borga risastóra upphæð fyrir hann ætli félagið að fá Senegalann. Report: Real Madrid have approached Sadio Mane about an end-of-season movehttps://t.co/8EPK8JQi4z— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) January 1, 2020 Real Madrid hefur misst frá sér stjörnuleikmenn og eða nokkrar stjörnur liðsins eru orðnir „gamlir.“ Það þarf að yngja upp í liðinu. Það munaði mikið um að sjá á eftir Cristiano Ronaldo til Juventus og nú er búist við því að félagið missi þá Gareth Bale og James Rodriguez í sumar. James Rodriguez hefur reyndar verið á láni undanfarin ár. Sadio Mané er sagður vera ofarlega á óskalista Zinedine Zidane og að þar fari leikmaður sem passar vel við hlið franska framherjans Karim Benzema. Það er orðrómur um það að Zinedine Zidane sé þegar búinn að tala við Sadio Mané um að hann komi til Real Madrid í sumar. Sadio Mané hefur spilað betur á hverju tímabili með Liverpool og á þessari leiktíð er hann með fjórtán mörk og átta stoðsendingar í öllum keppnum. Reports in France suggest Real Madrid have made contact with Liverpool over Sadio Mane. The gossip https://t.co/LkiQI9RWippic.twitter.com/y1RSpe6n6x— BBC Sport (@BBCSport) January 2, 2020 Liverpool hefur selt stórstjörnur til Spánar á síðustu árum, menn eins og Luis Suarez og Philippe Coutinho. Á þeim tíma sem er liðinn hefur Liverpool liðið unnið Meistaradeildina, orðið heimsmeistari félagsliða og er nú á góðri leið að verða Englandsmeistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Hvort að Liverpool sé tilbúið að selja hinn 27 ára gamla Sadio Mané rétt fyrir hans allra bestu ár verður aftur á móti að koma í ljós. Liverpool hefur allt til alls til að halda sér í hópi bestu liða Evrópu næstu árin undir stjórn Jürgen Klopp og Sadio Mané gæti komið sér ú guðatölu hjá félaginu vinni hann nokkra stóra titla í viðbót með enska félaginu. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira
Real Madrid telur sig þurfa fleiri stórstjörnur í liðið sitt og samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá horfa menn norður til Liverpool borgar í leit sinni að næstu stórstjörnu spænska liðsins. Samkvæmt frétt Le 10 Sport þá er Real Madrid nefnilega byrjað að ræða við fulltrúa Sadio Mané. Sadio Mané er með samning við Liverpool til 2023 og Real Madrid þarf því að borga risastóra upphæð fyrir hann ætli félagið að fá Senegalann. Report: Real Madrid have approached Sadio Mane about an end-of-season movehttps://t.co/8EPK8JQi4z— beIN SPORTS USA (@beINSPORTSUSA) January 1, 2020 Real Madrid hefur misst frá sér stjörnuleikmenn og eða nokkrar stjörnur liðsins eru orðnir „gamlir.“ Það þarf að yngja upp í liðinu. Það munaði mikið um að sjá á eftir Cristiano Ronaldo til Juventus og nú er búist við því að félagið missi þá Gareth Bale og James Rodriguez í sumar. James Rodriguez hefur reyndar verið á láni undanfarin ár. Sadio Mané er sagður vera ofarlega á óskalista Zinedine Zidane og að þar fari leikmaður sem passar vel við hlið franska framherjans Karim Benzema. Það er orðrómur um það að Zinedine Zidane sé þegar búinn að tala við Sadio Mané um að hann komi til Real Madrid í sumar. Sadio Mané hefur spilað betur á hverju tímabili með Liverpool og á þessari leiktíð er hann með fjórtán mörk og átta stoðsendingar í öllum keppnum. Reports in France suggest Real Madrid have made contact with Liverpool over Sadio Mane. The gossip https://t.co/LkiQI9RWippic.twitter.com/y1RSpe6n6x— BBC Sport (@BBCSport) January 2, 2020 Liverpool hefur selt stórstjörnur til Spánar á síðustu árum, menn eins og Luis Suarez og Philippe Coutinho. Á þeim tíma sem er liðinn hefur Liverpool liðið unnið Meistaradeildina, orðið heimsmeistari félagsliða og er nú á góðri leið að verða Englandsmeistari í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Hvort að Liverpool sé tilbúið að selja hinn 27 ára gamla Sadio Mané rétt fyrir hans allra bestu ár verður aftur á móti að koma í ljós. Liverpool hefur allt til alls til að halda sér í hópi bestu liða Evrópu næstu árin undir stjórn Jürgen Klopp og Sadio Mané gæti komið sér ú guðatölu hjá félaginu vinni hann nokkra stóra titla í viðbót með enska félaginu.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Sjá meira