Venjulega væri sala á Lamborghini ekki fréttnæm. Þessi Lamborghini Espada frá 1968 sem er til sölu, þetta er enginn venjulegur Espada.
Franska breytingafyrirtækið Danton Art Kustoms smíðaði þennan árið 2018 til að fagna 50 ára afmæli Espada. Bíllinn er ekki neitt sérstaklega líkur sjálfum sér. Hann hefur þó línurnar að einhverju leyti sem einkenndu Espada.
Þáttur af Jay Leno's Garage um Lamborghini Espada, reyndar árgerð 1969.
Bíllinn er 2,5 metrar að breidd, sem samsvarar breidd strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu, þeir eru 2,55 metrar að breidd. Vélin í hinum sérsmíðaða Espada er sú sama og í upprunalega bílnum. Hún er 3,9 lítra V12 sem skilar 350 hestöflum. Henni gæti þó orðið kalt enda fremur berskjölduð í heiðursútgáfunni.
Bíllinn mun sennilega seljast á 200.000-250.000 bandaríkjadali eða um 24,8-31 milljón íslenskra króna. Ef slíkar upphæðir eru að brenna gat á vasa lesenda þá má skoða uppboðssíðuna með því að smella hér.